Fargestir við Ísland - ísbirnir, vítisenglar og falun gong liðar

Gott að yfirvöld í Kanada hugi að því að vernda ísbirni. Það bendir allt til þess að núna séu svo miklar breytingar á búsvæði þeirra að þessi dýr séu í útrýmingarhættu. Vonandi bera íslensk stjórnvöld gæfu til að gera líka sínar áætlanir. Núna hafa breyttar aðstæður orðið til þess að dýr sem ekki voru algeng á íslensku yfirráðasvæði eru líklegri til að koma hingað. Það á við um ísbirni sem rekur hingað á ís og það á líka við um fiska og fugla.

Mér sýnist að hingað til bregðist Íslendingar við þessum aðstæðum helst með því að skjóta allt kvikt og veiða allt sem hægt er að veiða. Það er mokað upp makríl og hann lendir allur í bræðslu sem er hroðaleg meðferð á góðum matfiski. Ísbirnir eru líka skotnir þegar til þeirra sést. Það verður verulega pínlegt ef næsti ísbjörn sem heimsækir okkur hingað upp á skerið verður líka skotinn og það var verulega óþægilegt að hlusta á réttlætingu fyrir drápi á ísbirni númer 2, birninum sem var drepinn af því hann hörfaði út í sjó. Og ástæðan fyrir drápinu var hver? Að hann var hættulegur í sjónum? Nei. Ástæðan fyrir að það var talið nauðsynlegt að fella hann var að forða því að hann kæmist í friðhelgi. Það er nefnilega í lögum að ef ísbjörninn hefði náð út í sjó þá er hann friðhelgur, þá má ekki drepa hann.  Ég er ekki beinlínis stolt af þessari nýju línu ísbjarnardrápa í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi og mér fannst flugferð  umhverfsráðherra á vettvang voðaverksins út á Skaga ekki vera neitt glæsileg. Ég sé meira eftir þeim peningum skattgreiðenda sem fóru í  þennan ísbjarnardrápsleiðangur heldur en peningum sem fóru í  jójóferðir menntamálaráðherra á íþróttapalla í Asíu.  

Vonandi kennir reynslan okkur betri umgengni við nýja gesti sem heimsækja Ísland, bæði menn og dýr. Menn eru þó sem betur fer ekki skotnir eða fangaðir strax við komuna til landsins. Hmm... það er nú kannski ekki alveg rétt,  það hefur komið fyrir á síðustu árum að skrýtnir og langt að komnir ferðalangar sem vilja ganga í gulum fötum og stunda skrýtnar leikfimisæfingar á almannafæri hafa verið fangelsaðir við komuna til landsins. Svo hafa hópar manna sem vilja þeysast um á mótórhjólum ekki verið aufúsugestir og ekki verið hleypt inn í landið.

Sjá þessi blogg sem ég skrifaði á sínum tíma: 

Kínversk stjórnvöld og Falun Gong - Bandarísk stjórnvöld og Guantanamo, Íslensk stjórnvöld og vítisenglar

 Eru Vítisenglar skipulögð glæpasamtök

 


mbl.is Næstu skref til verndar ísbjörnum íhuguð nánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ísbirnir eru ekki í útrýmingarhættu núna en gætu orðið  það ef fram heldur sem horfir með bráðnun íss á nórðuslóð.

Ég er sammála þér að þeim fjármunum sem eytt var í að reyna að bjarga þessum birni var sóun á almannafé. Það hefði átt að skjóta hann strax en ekki setja upp svona leikrit.

Hvað ætli það sé mikill útblástur koltvísýrings og annara slæmra efna sem fylgi einni björgun á ísbirni ef hún gengur alla leið.

Hversu mikið flýtir björgun á einum birni fyrir útrýmingu hinna með auknum gróurhúsaáhrifum.

Það er svo mikið bull að standa i svona aðgerðum að það dytti það engum skynsömum manni í hug ef ekki kæmi til heilaþvottur öfgamanna.

Landfari, 1.9.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband