Borgarmálahópur Framsóknarflokksins fundar í Bárubúð

Síðustu sviptingar í borgarstjórn Reykjavíkur fleyttu mér til þeirra metorða að nú er ég komin í nefndir í Reykjavík fyrir Framsóknarflokkinn. Ég og Zakaria erum í Mannréttindaráði og varamenn okkar eru Anna Margrét og Valgerður. Svo er ég varamaður Halls Magnússonar í Velferðarráði og sit í Barnaverndarnefnd.

Óskar boðaði okkur í dag á fyrsta fundinn eftir að Framsóknarflokkurinn góðu heilli tók aftur þátt í að stýra Reykjavíkurborg og aflétta þessu hroðalega ástandi sem hefur verið síðustu mánuði. Í fundarboðinu stóð að fundurinn yrði í Bárubúð og ég átti í dálitlum erfiðleikum með að finna staðinn, ég  gat ekki fundið út annað en að Bárubúð sem stóð við Vonarstræti 11 hefði verið rifin fyrir margt löngu.  En svo var ég upplýst um að Bárubúð hefur endurfæðst og er væri núna fundarsalur í Ráðhúsi Reykjavíkur en Ráðhúsið stendur einmitt á sama stað og gamlal samkomuhúsið Bárubúð stóð áður.

Það var góð stemming á fundinum og bjartsýni á starfið framundan.  

Hér eru nokkrar myndir af fundinum:

 

Borgarmálahópur Framsóknarflokksins 4

Borgarmálahópur Framsóknarflokksins 5

Borgarmálahópur Framsóknarflokksins 3

 


mbl.is Guðni í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Salvör.

Vona að þér gangi allt í haginn í pólitíkinni.

Kveðja,

Fjóla.

Fjóla Þorvald´s. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Til hamingju, ég veit að þú átt eftir að vinna vel, gott að fá góða mannekju í borgarpólitíkina.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.8.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: 365

Ég hef það á tilfinningunni að þið eigið eftir að vinna gott starf.  Til lukku.

365, 26.8.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef að það er að aflétta "hroðalegu ástandi" að planta ferlíki á Laugaveginn og sauma að flugvellinum, þá sannast hið fornkveðna að "lengi getur vont versnað".

Ég óska þér og ykkur öllum velfarnaðar og okkur borgarbúum að þið takið skynsamlegar ákvarðanir. 

Sigurður Þórðarson, 26.8.2008 kl. 13:07

5 identicon

Veit í í umboði hvers þið sitjið þarna. En til hamingju.

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég vil auðvitað sjá gamlar Kvennalistakonur sem víðast, í Framsókn sem annars staðar, óska þér velfarnaðar og treysti því að þú standir vörð um þau gildi sem við höfum báðar barist fyrir. Ekkert sannfærð um að þú fáir of mikinn hljómgrunn hvað varðar allar hugsjónir okkar en ég veit að þú gerir þitt besta og gangi þér vel.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.8.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband