Ólafur á um sárt að binda

Það hefur komið fram að það er ekki rétt að Ólafur hafi boðist til að segja af sér í morgun. Það er því ljóst að endurnýjun Tjarnarkvartettsins var ekki í stöðunni. (sjá Ólafur ætlaði aldrei að hætta )

Hins vegar ættu allir sem fylgst hafa með gangi mála undanfarin ár í borginni að átta sig á því að Ólafur er mjög viðkvæmur maður og ekki í góðu jafnvægi og hann mun telja núna að Sjálfstæðismenn hafi svikið hann öðru sinni. Ólafur mun hafa tekið mjög nærri sér þessa uppákomu á sínum tíma rétt eftir kosningar þegar hann var að þinga með félagshyggjuöflunum en var líka að plottast eitthvað með Vilhjálmi og hélt að hann hefði öll spjót í hendi en síðan kom á daginn það þetta var feik og fyrirsláttur og Sjálfstæðismenn höfðu samið vð Björn Inga. 

Það þarft stáltaugar til að standa í pólitík eins og hún er orðin á Íslandi í dag og það hefur mætt mikið á borgarfulltrúum í Reykjavík þetta kjörtímabil.  Vonandi átta fjölmiðlamenn og menn í kringum Ólaf í stjórnmálum sig á því að Ólafur skynjar ekki atburðarásina eins og þeir og líklegt er að hann telji það að hann sé settur af sem borgarstjóri nokkrum mánuðum fyrr en áformað var  vera eitraða hnífsstungu í bakið. Agli Helgasyni finnst líka Ólafur hafa verið svikinn og spyr: Hvað gerði Ólafur af sér?

Það var illa gert hjá Sjálfstæðismönnum að etja Ólafi út í þetta fen á sínum tíma. Það var alveg ljóst af forsögu hans í stjórnmálum að hann var  afar illa fallinn til að vera borgarstjóri í Reykjavík og það getur ekki komið neinum á óvart hvernig það gekk eftir. 

Það er sorglegt vegna þess að Ólafur er einlægur hugsjónamaður og margt af því sem hann segir eru hlutir sem mjög mikilvægt er að eigi sér málsvara í borgarstjórn. Það er bara ekki sama og geta stýrt borginni.


mbl.is Fjórir borgarstjórar á launum á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Maður veit bara yfir höfuð mjög lítið um þetta allt saman. Aðeins þeir sem eru í innsta kjarna vita eitthvað fyrir víst svo maður vill ekki vera að setja sig í dómarasæti. Held að þetta hljóti að vera erfitt fyrir alla og ekki hvað síst Reykvíkinga.

kveðjur

Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég sé eftir ákveðinni friðungarhugsjón sem fer með honum, bæði vegna náttúru og húsa, en þetta var ekki að virka neitt rosalega vel, hins vegar líst mér engan veginn á það sem kemur í staðinn. Hefði verið sátt við Tjarnarkvartett og mér finnst ekkert fráleitt að það sé einhver fótur fyrir því að hann hafi íhugað þann möguleika frekar en að sjá örugga slátrun á eigin hugmyndum, en við vitum ekkert um það enn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Dunni

Góð færsla.  Er sammála greiningu þinni á gildrunni sem fangaði Ólaf.

Ég hef aldrei efast eina mínútu um að innri maður Ólafs vandaður og góður. En það breytit ekki því að póltískt dómgreindarleysi hans sjálfs varð honum að falli.  Nú er stjórnkálasaga Ólafs F. Magnússonar öll.

Dunni, 14.8.2008 kl. 21:09

4 identicon

Ólafur á um sárt að binda? Hvað með okkur sem að borgum fyrir strílsskapinn? Þetta er ekki lengur um meirihluta, minnihluta eða flokka, heldur egóflipp á háu stigi á kostnað borgarbúa. Þetta fólk ætti allt saman að skammast sín. Ég kýs þetta hyski aldrei aftur. Það þarf að hreinsa út og byrja upp á nýtt með fólki sem er annt um borgina, en ekki eigin hagsmuni og vinapólitík. 

Linda (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:51

5 identicon

Sæl Salvör..

Þetta er langbesta færsla sem ég hef séð um stöðuna í borgarstjórn í langan tíma. Þú ert á hárréttri leið...Grunar því miður að það eigi eftir að koma betur í ljós síðar...Ég veit að Hanna Birna er skeleggur og mjög frambærilegur stjórnmálamaður þó mínar stjórnmálaskoðanir fari enganveginn saman við hennar, en eftir framgöngu hennar og annarra Sjálfstæðismanna í þessu máli öllu, get ég ekki sagt að mér hugnist hún sem borgarstjóri og ég mun aldrei geta litið hana réttum augum eftir atburði undanfarinna mánaða. Það langbesta í stöðunni hefði verið ef hægt væri að efna til borgarstjórnarkostninga sem fyrst. Held það verði langt þangað til Sjálfstæðismenn sérstaklega, ná að spúla af sér skítinn eftir framgöngu þeirra undanfarið. Þeim átti að vera fullljóst frá upphafi hvernig þetta hlyti óhjákvæmilega að fara.

Gerdur (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þegar ég las þetta, sá ég fyrir mér ca 10 daga gamalt lík, sem enn er verið að stinga í  um leið og stungmaðurinn þvær hendur sínar í skoðunum annarra. Múgæsing tekur á sig ýmsar myndir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.8.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband