Síðasta flopp Villa

Ennþá einn dagurinn þar sem við borgarbúar bíðum eftir stólaleik í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Það bendir flest til þess að Sjálfstæðismenn séu búnir að gefast upp á Ólafi Magnússyni, manninum sem þeir sjálfir studdu til að verða borgarstjóra þrátt fyrir að þeim og flestum öðrum sé vel ljóst að hann er lítt til þess fallinn. Ég held að það  hafi í og með verið einhvers konar plott hjá Vilhjálmi fyrrum borgarstjóra, í þeim tilgangi að fá einhverja uppreisn æru og fara út úr stjórnmálum með reisn með því að plotta Sjálfstæðismenn aftur inn í meirihluta eftir að hafa sjálfur hrakist frá völdum á lítt glæsilegan hátt. En það hefur komið á daginn að þetta var mikið feilspor og flopp og hefur svo sannarlega ekki kastað  frægðarljóma yfir Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Þetta hefðu allir átt að sjá fyrir. Ég skrifaði bloggið  Til í allt með Villa  28.1.2008 og sagði þá mína skoðun á hversu gæfulegt þetta síðasta flopp Villa var. Ég rifja hér upp hluta af því:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sendu skýr skilaboð út í samfélagið þegar þau leyfðu tveimur mönnum þ.e.  Vilhjálmi fyrrum borgarstjóra og Kjartani Magnússyni 4 manni á lista Sjálfstæðismanna að  ginna Ólaf F. Magnússon til samstarfs  og bjóða honum borgarstjórastól í Reykjavík og bjóða kúvendingar Sjálfstæðismanna í ýmsum málum og  veita af rausn nokkur hundruð milljónum af fé borgarbúa í uppkaup á gömlum húsum til að liðka til fyrir plottinu. Þau opinberuðu fyrir okkur borgarbúum ábyrgðarleysi sitt  í fjármálum borgarinnar og þau sýndu líka ábyrgðarleysi sitt og dómgreindarleysi  í stjórnsýslu borgarinnar með því að leggja blessun sína yfir að Ólafur F. Magnússon yrði borgarstjóri. Þau sýndu líka siðleysi með því að notfæra sér aðstæður Ólafs og samþykkja hann sem borgarstjóra í Reykjavík þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að hann sé hæfur og góður kanditat í það  embætti.............. Það þarf hins vegar ekki annað en skoða framgöngu Ólafs F. í stjórnmálum undanfarin ár og skoða hve bakland hans meðal eigin fylgismanna og nánustu samherja er veikt til að sannfærast um að hann hefur ekki til að bera þá  stjórnvisku, elju, dómgreind, samvinnulipurð og  hæfileika til að sjá aðalatriði í málum sem borgarstjóri þarf. Ólafur F. er viðkvæmur hugsjónamaður og hugmyndir hans eru sumar góðar og framsýnar en hann hefur með verkjum sínum undanfarin ár sýnt að hann rekst ekki vel í stjórnmálasamvinnu og hann er ekki maður málamiðlana.

Það eru frekar undarlegar allar þessar erjur sem borgarstjóri á í við samstarfsmenn sína og fjölmiðla. En það er nú samt ekki það alvarlegasta í stöðunni því það er ekki að kosta borgarbúa milljarða. Hins vegar kostaði húskofauppkaupið um milljarð og eftir því sem ég man best það er þegar búið að kosta milljarð í að undirbúa Bitruvirkjun. Þar er alveg stórundarlegur hringlandaháttur í fulltrúum Sjálfstæðismanna ef þeir greiða atkvæði með eða móti einu í dag en samþykkja svo eitthvað rugl á morgun og kasta milljörðum af fé borgarbúa í eitthvað rugl. Óskar Bergsson fulltrúi okkar Framsóknarmanna er ekki af þessari sort, hann hefur staðið fast á því að gagnrýna húskofaruglið og Björn Ingi greiddi atkvæði á móti því ásamt Sjálfstæðismönnum náttúrulega - en þeir kúventust svo allir sem einn þegar þeir studdu Ólaf til að vera borgarstjóra og borguðu milljarð í meðlag með þeirri gjörð. 

Það er víst alveg öruggt mál að það þarf að taka tillit til umhverfissjónarmiða og flýta sér hægt í virkjunum á Íslandi. En það er ekki hægt að slá svona framkvæmdaáætlanir út af borðinu á þann hátt sem Ólafur borgarstjóri og reyndar stjórn Orkuveitunnar gerir. (Sjá hérna Misvísandi yfirlýsingar innan meirihlutans í Reykjavík um Bitruvirkjun ) Óskar fulltrúi okkar Framsóknarmanna hefur harðlega gagnrýnt þessar undarlegu aðfarir varðandi Bitruvirkjun.  

Ég velti nú fyrir mér hvort jarðvarmavirkjunin við Bláa lónið hefði verið reist í dag ef þeir aðilar sem stóðu að þeirri virkjun hefðu verið eins hverfulir og núverandi borgarstjóri.  Hefði kannski staðið í umhverfismati fyrir þá virkjun að hún hefði neikvæð áhrif á túrisma á svæðinu?

Það er nú alltaf jafnfyndið að það svæði  Bláa lónið  sem flestir útlendingar sjá og tengja við sérstaka náttúru Íslands sé byggt á úrgangi vegna jarðvarmavirkjunar. 

Ég hef skrifað t.d. þetta um Ólaf borgarstjóra

Dónalegur borgarstjóri

 Að brjóta niður fólk


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband