Fegurðarsamkeppni sjö ára stelpna

Nú beinast augu heimsins að Kína og ólympíuleikunum þar. Það er nú heldur ekkert tilsparað hjá gestgjöfunum að hafa hátíðina sem glæsilegasta og þetta er tækifærið sem Kína hefur til að sýna heiminum  land sitt, stjórnarfar og menningu. Líka fyrir kínversk stjórnvöld til að sýna eigin landsmönnum þar hversu glæsilega og vel þeir standa sig í samfélagi þjóðanna.

 Opnunarhátíðin var glæsileg, lítil stúlka í rauðum kjól söng við opnunarathöfnina. 

Nú hefur komið fram að atriðið var sviðsett, litla stúlkan söng ekki heldur bara hreyfði varirnar og brosti. Söngurinn kom frá hinni sjö ára gömlu Yang Peiyi en hún var ekki á sviðinu því hún þótti ekki nógu fullkomin ímynd fyrir Kína. Reyndar kemur fram í þessari grein:

 Beijing Olympics: Faking scandal over girl who 'sang' in opening ceremony

að  valin voru tíu börn úr þúsundum barna sem tóku þátt í samkeppni um að syngja. Tíu ára stúlka var fyrst valin  og hún söng á öllum æfingum en svo þótti hún ekki nógu góð ímynd, hún var of gömul. Þá kom Yang Peiyi í staðinn en svo mun einhver háttsettur embættis- eða stjórnmálamaður í Kína ekki viljað hafa hana í sviðsljósinu af því hún væri með skakkar tennur.

Mr Chen said the initial hopefuls to sing the anthem had been reduced to ten, and one, a ten-year-old, had originally been chosen for the quality of her voice. But she, too, had fallen by the wayside because she was not "cute" enough.

"We used her to sing in all the rehearsals," Mr Chen said. "But in the end the director thought her image was not the most appropriate, because she was a little too old. Regrettably, we had to let her go."

At that point Yang Peiyi stepped up to the plate.

"The main consideration was the national interest," he said. "The child on the screen should be flawless in image, in her internal feelings, and in her expression. In the matter of her voice, Yang Peiyi was flawless, in the unanimous opinion of all the members of the team."

That was until attention turned to Yang Peiyi's teeth.

Það er skiljanlegt að opnunarhátíðin ætti að vera sem glæsilegust en það er bara þetta viðhorf til glæsileika sem endurspeglast í þessari fegurðarsamkeppni ungra stelpna sem er alveg á skjön við hvað alla vega hvað ég og flestir aðrir femíniskir unnendur fjölbreytileikans í mannlífinu  teljum glæsilegt og fallegt. Stelpur og konur eru ekki puntudúkkur sem bara eiga að vera til sýnis og standa hreyfingarlausar og brosandi á rauðum kjól og hreyfa varirnar án þess að segja eitthvað. 

Kína er með þessum hljóðlausa söng ekki að miðla til heimsins að það sé ríki fjölbreytileikans, ríki þar sem einstaklingarnir blómstra og þar sem sama virðing er borin fyrir öllum. 

Uppfært: 

Setti inn tengingu í annað youtube myndskeið, þetta eru sennilega ólöglegar upptökur af útsendingum fréttastofa, þær hverfa af youtube um leið og fréttastofurnar kvarta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Kína er með þessum hljóðlausa söng ekki að miðla til heimsins að það sé ríki fjölbreytileikans, ríki þar sem einstaklingarnir blómstra og þar sem sama virðing er borin fyrir öllum."

Kína hefur aldrei litið á sig sem ríki fjölbreytileikans. Þjóðarsálin er afar konformeruð.

Sýnir þessi asnalega uppákoma (með að velja "sætara" barnið) ekki menningarlegan mun á kínverskri hugsun og vestrænni hugsun. Þeim finnst bara óásættanlegt að stepla með skakkar tennur fronti fyrir þjóðina. Svoleiðis þætti sýna styrk meðal þróaðra vestrænna ríkja. Svíjar (þar sem ég bý) myndu bara fagna því ef stelpa með skakkar tennur syngi á opnunarhátíð ólympíuleikua.

Þessi litla saga sýnir vel kínverska hugsun og mentalítet.

-þannig er það bara.

Það

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:04

2 identicon

Einhvern veginn grunar mig að svona klúður gæti algerlega átt sér stað á Íslandi. Þetta snýst engan veginn um heila þjóð og hugsanagang hennar heldur um afbrigðilegar og þröngsýnar hugmyndir "ímyndarhönnuðanna" eða hvað sem þeir sem ráða eiga að kallast.

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Var það ekki einmitt Maó formaður sem sagði "Leyfum þúsund blómum að blómstra"?

(Jafnvel þó að þau seu með skakkar tennur ?)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 04:44

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Smá mæm drepur engan  en hermennirnir sem hleypt var inn á íþróttavöll gera það.

Ég fékk gæsahúð af hryllingi þegar ég sá atriðið með þeim.

Gestur Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband