Útflutningsverđlaun Forseta Íslands

Baugur ađ flytja úr landi? Tja..ég er hef eitthvađ misskiliđ ţetta. Var forsetinn ađ verđlauna Baug fyrir ađ flytja úr landi? Núna  er  Baugur Group  nýbúiđ ađ fá Útflutningsverđlaun Forseta Íslands áriđ 2008 fyrir forystuhlutverk sitt í íslensku útrásinni og ţann einstaka árangur sem fyrirtćkiđ hefur náđ í sölu- og markađsmálum í verslunarrekstri á heimsvísu.

Kannski er íslenska útrásin fólgin í ađ stunda strandhögg viđ strendur Íslands og annarra óvarinna svćđa auđtrúa manna og flytja góssiđ út í hinn stóra heim. Kannski standa hinir íslensku víkingar núna fyrir stafni og stýra dýrum knerri sem siglir undir hentifána skattaparadísa auđmanna.

Ég veit ekki hvort ţađ er hótun eđa brandari ađ flytja  365 miđla úr landi. Alla vega er ţađ mjög athyglisvert ef fjölmiđlar sem ćtlađ er ađ hafa áhrif á íslenskt samfélag eru stađsettir stjórnarlega einhvers stađar í útlöndum.

Sennilega verđur ekki neitt af fyrirtćkjum Baugs  flutt úr landi nema ţađ borgi sig fyrir eigendur  fyrirtćkisins. Ţađ mun reyndar borga sig nema hér séu einhverjar skattareglur eđa ađstćđur sem gera eftirsóknarvert ađ hafa stjórnarsetur fyrirtćkja hérna. Ţađ getur vel veriđ ađ Jón Ásgeir flytji skattalegt ađsetur einhverra Baugsfyrirtćkja til útlanda en ástćđan verđur ekki dómsmáliđ. Ţađ verđur hins vegar notađ sem tylliástćđa.  Talandi um Baugsmáliđ ţá er ţađ ótrúlega litlar sakir sem Jón Ásgeir er dćmdur fyrir og ef ţetta er eina sem hćgt er ađ  finna á athafnamann í glćfralegum rekstri međ margra ára  nákvćmri rannsókn stjórnvalda ţá er Jón Ásgeir heiđarlegri en ég hélt.

Vefur Jons Gerald Sullenberger baugsmalid.is er ađ  miklu leyti níđskrif frá beiskum manni sem svífst einskis til ađ hefna sín og greinir stundum ekki ađalatriđi frá aukaatriđum.  Kaflinn "Árshátíđ  ađstođarforstjóra" er dćmi um óáhugaverđ aukaatriđi sem engu máli skipta.  En  sumt efni á  vef Sullenbergers veitir innsýn  í heim íslenskra fjárglćfra ţar sem fyrirtćkin virđast vera  búin til til ađ versla hvert viđ annađ  eftir krókaleiđum  til ađ flytja peninga ađ endingu beint í vasa einstakra manna.  Mér finnst Sullenberger sums stađar spyrja  skynsamlegra spurninga, t.d. í ţessum kafla um skytturnar ţrjár:

"Rúv.is birti nýlega frétt ţess efnis ađ FL group og Pálmi Haraldsson í Fons, hafi keypt og selt flugfélagiđ Sterling á milli sín í nokkrum viđskiptum fyrir um 40.000 milljónir.

Pálmi Haraldsson keypti flugfélagiđ Sterling sem danskir miđlar sögđu á ţeim tíma algerlega verđlaust vegna tapreksturs/skuldabagga á 4.000 milljonir krónur en hann seldi ţađ svo nokkrum mánuđum seinna til FL group á 15.000 Milljónir.

Ég spyr:
Hvađ gerđist í rekstri Sterling á nokkrum mánuđum sem jók verđmćti félagsins úr 4.000 milljónum í 15.000 milljónir króna sem hluthafar almenningshlutafélagsins FL group greiddu fyrir félagiđ ?

Hagnađur Pálma Haraldssonar í Fons, eins nánasta samstarfsađila Jóns Ásgeirs, var á einungis örfáum mánuđum 11.000 milljón krónur á kostnađ hins almenna hluthafa almenningshlutafélagins FL Group.

Saman stofna svo FL group og Pálmi Haraldsson félagiđ Northern Travel Holding og selja Sterling á 20.000 milljónir króna til ţessa nýja félags en eignarhlutur Pálma og FL Group samanlagt nemur um 80% en hiđ öfluga fjárfestingarfélag Sund ehf. er sagt eiga 20%.

Ég spyr:
Hvađ gerđist í rekstri Sterling flugfélagsins sem skýrir 500% hćkkun á verđmćti félagsins ţar sem Pálmi Haraldsson keypti félagiđ upphaflega á 4.000 milljón krónur?

Ég spyr:
Af hverju er Pálmi Haraldsson sem grćddi 11.000 milljónir á verđlausu flugfélagi, ađ kaupa sama verđlausa flugfélagiđ á 20.000 milljónir tilbaka í gegnum nýtt félag ţar sem hann er jafnframt Stjórnarformađur sem og stćrsti hluthafinn ásamt FL Group ?  "  

Indriđi H. Ţorláksson skrifar athyglisverđar greinar

Eignarhald á íslenskum fyrirtćkjum

Útrás og innrás, efnahagsleg og skattaleg áhrif

Indriđi mćlir spaklega um íslensku útrásina:

Lítill hluti af hagnađi af starfsemi íslenskra útrásarfélaga erlendis skilar sér í hendur innlendra ađila og er ráđstafađ hér á landi. Skatttekjur íslenska ríkisins af ţessari starfsemi eru tengdar ţeim hagnađi sem tekin er til landsins og gildandi skattareglum svo og leiđa til ađ koma hagnađi óskattlögđum úr landi. Áhrif útrásar íslenskra ađila á íslenskt efnahagslíf eru ţví ađ líkindum ekki ekki mjög mikil og skatttekjur íslenska ríkisins af atvinnurekstri íslenskra ađila erlendis eru ekki miklar. Ástćđan fyrir hvoru tveggja er ađ hluta til sú ađ eignarhald á íslenskum eigendum útrásarfyrirtćkjanna er ađ nokkuđ miklu leyti í höndum ađila sem skráđir eru erlendis en einnig af ţví ađ skattareglur í ţessum efnum hér á landi eru ófullnćgjandi.

Hver ćtli fái útflutningsverđlaun forseta Íslands á nćsta ári? Fons? Geysir Green Energy? 

 

 


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

eina sem Al capone var dćmdur fyrir voru smávćgileg skattsvik

samúel (IP-tala skráđ) 29.6.2008 kl. 05:44

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ţessir menn voru dćmdir sekir um lögbrot en svo virtist sem hérađsdómur ţyrđi ekki í upphafi ađ taka á 36 af ákćrunum sem voru vel rannsakađar og 2-3 óháđir mismunandi ađilar, sérfróđir á hverju sviđi, sammála um sekt í hverjum ákćruliđ. Vísađ var frá dómi vegna orđalags í ákćrunum ekki vegna ţess ađ ţćr ćttu ekki viđ rök ađ styđjast. Ég myndi nú segja ađ ţeir ćttu ađ prísa sig sćla ađ ţeir sluppu viđ ţessar frávísuđu ákćrur, en gleymiđ ekki ţví ađ Hćstiréttur sagđi JÁJ  sekan um ólögmćta sjálftöku á fjármunum upp á hundruđir milljóna króna frá međeigendum sínum í almenningshlutafélaginu, en ekki hćgt ađ sakfella vegna fyrningar.

Ţetta er alla vega ekki fólk sem venjukegur mađur getur átt viđskipti viđ nema tryggja sig fyrirfram í bak og fyrir - ţeir virđast ekki allir ţar sem ţeir eru séđir og greinilega ekki eins og ţeir vilja sjálfir vera láta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.6.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef alltaf stađiđ međ Baugsmönnum í ţessari styrjöld ţeirra viđ persónulega óvild Davíđs Oddssonar og jábrćđra/lćrisveina hans sem ćvinlega sungu "eia, eia" ţegar hann tók til máls, eins og englarnir í Gullna hliđi Davíđs Stefánssonar gerđu ţegar María Mey birtist.

Án ţess ađ hafa lesiđ til hlítar ţennan pistil ţinn Salvör hygg ég ađ flest - bćđi frá ţínu brjósti og tilvitnađ megi til sanns vegar fćra. Og í stuttu máli ţá hygg ég ađ fáir-ef nokkur okkar ćvintýralegu ćvintýramanna útrásarinnar svonefndar ţyldu nákvćma skođun í tilliti fyllsta lögmćtis.

En aldrei fć ég skiliđ til fulls hvers vegna samráđsmál olíufélagan fékk svo ómarkvissa rannsókn. Né heldur tekst mér ennţá ađ skilja hvernig félag getur sýnt af sér refsivert athćfi án ađildar starfsmanna/stjórnenda.

Og auđvitađ er mér aldeilis fyrirmunađ (eins og Davíđ Oddssyni) ađ skilja ţá ofbođslegu ósvinnu ađ tengja forseta Alţingis viđ ţetta vandrćđamál ţó rannsóknarlögreglan brytist inn á skrifstofu fyrirtćkis ţar sem maki hennar var stjórnarformađur! Og í leit ađ sönnunargögnum í umsvifamesta sakamáli efnahgsbrota í sögu lýđveldisins.

Í fullri alvöru ţá fćst ég ekki til ađ trúa ţví ađ subbulegri pólitísk spilling finnist í neinu ţokkalega virtu lýđrćđisríki en hér á okkar ágćta landi. 

Og ţađ fyrir augum allrar ţjóđarinnar.  

Árni Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Forsetinn okkar hefur e.t.v. misskiliđ orđiđ "útflutningur".

Júlíus Valsson, 29.6.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hugsanlega er ţetta rétt hjá ţér Júlíus?

Einn ágćtur bloggari, Fannar frá Rifi bendir á ađ í BNA séu menn sviptir ríkisborgararétti ef ţeir borga ekki skattana sína heima!

Árni Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 10:03

6 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Mjög góđur pistill og ţarfur hjá ţér Salvör, er ţér innilega sammála í ţínum vangaveltum.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 4.7.2008 kl. 02:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband