Frosin upphituð hnetuvínarbrauð og innfluttir danskir tertubotnar

baker1Í bernsku minni var að að losna um haftastefnu á innflutningi. Ég man eftir heiftúðugum ritdeilum í blöðum og rifrildum á heimilum yfir dönskum tertubotnum. Ég man ennþá eftir hvað mamma mín var hneyksluð yfir að það væri leyft að flytja inn svoddan óþarfa. Ég sá aldrei þessa innfluttu dönsku tertubotna en þetta greyptist í hugann sem táknmynd fyrir gegndarlaust bruðl - að geta ekki bakað sína tertubotna sjálf heldur að eyða hinum dýrmæta gjaldeyri í að flytja inn frá Danmörk tertur. Ég skildi nú ekki alveg hneyklunina yfir þessu í den og ég skil hana ekki heldur í dag.

Mér finnst barasta allt í lagi að bakkelsi sé flutt inn frá Kína eða Danmörku eða hvaðan sem það nú kemur. En neytandinn má ekki vera blekktur. Hann má ekki vera látinn halda að þetta sé bakað á staðnum af einhverjum íslenskum fagmönnum og að blandan innihaldi íslensk hráefni eða heilsusamleg náttúrulega ræktuð efni þegar hún gerir það ekki. 

Bakarí nútímans á Íslandi virðast ekki þurfa annað en frystigeymslur og ofna. Ég veit ekki hvort þetta er eðlileg þróun en brauð er alla vega svo mikilvæg neysluvara að það er fínt að fylgjast með þessu og gott að fá fram umræðu um þetta

Í grein í Vísir stendur:

„Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur.

Sjá hérna: 

Bakarísstelpa stígur fram: Hnetuvínarbrauð afþídd í bakaríum

Myllan líkir snöggfrystingu við framfarir í sjónvarpsmyndgæðum

Svo er hérna fínn vefur um sögu á bak við brauðhleifinn

The story behind a loaf of bread 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Alveg hárrétt hjá þér Salvör. Þetta er orðið óþolandi. Svona flytja menn inn þá einokun sem er í dreifingarkerfinu hérna í ESB. Ekki ólíklegt að það sé einungis einn birgir sem afhendir allt deig til Íslands. Það kæmi mér ekki á óvart. Hveitimjöl, hvað er nú það? Allstaðar sama draslið (fyrirgefið).

Þetta er einnig orðið svona í veitingahúsarekstri hérna. Helstu verkfæri kokka eru dósaupptakarar og skæri til að klippa plastpoka.

Hérna í Danmörku eru það nánast tvær persónur sem ákveða hvaða mat þjóðin borðar. En það eru innkaupastjórarnir í Coop Nordic og Dansk Supermarked.

Bakaríin munu útrýma sjálfum sér svona. Enda lítill munur á bakkelsi úr bakarí eða úr bensínstöð, því miður.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Bensínstöðvar eru reyndar margar farnar að bjóða ilmandi nýbakað bakkelsi. Ég hef stundum nýtt mér það í bensínstöð sem er staðsett í Hafnarfirði þegar ég er að keyra út á flugvöll eldsnemma morguns, þá er notalegt að geta keypt þar nýbakað brauð og kaffi.  En af hverju ættum við ekki að geta bara bakað þetta heima.

Varðandi kokkana þá er það nú rétt mælt. Ég heyrði einu sinni kokk sem vann á susuki veitingastað hérna sem tilheyrir einhverri keðju segja frá því að allir réttir koma frosnir og tilbúnir. það gengur sem sagt bara út á að afþýða og hita upp. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.6.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband