Villti tryllti Villi og viðskiptaplottin í Jesúborginni

Það datt nú reyndar aldrei nokkrum heilvita manni í hug að Vilhjálmur yrði borgarstjóra þegar Ólafur gæfi eftir stólinn. Auðvitað er Hanna Birna þá eðlilegt borgarstjóraefni, hún er skelegg kjarnorkukona og hefur ekkert skandalíserað nema náttúrulega vera ekki fyrir lifandis löngu búin að berja í borðið og heimta leiðtogastöðuna. Það er erfitt að skilja þetta slen, sennilega var þetta allt ákveðið bak við tjöldin því að  Það hefur verið hálfömurlegt að sjá hana og aðra ágæta borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna dansa eins og leikbrúður í einhverjum kjartans-villa plottum og stilla sér upp á myndum bak við leiðtogann seinheppna Vilhjálm, vansæl á svip enda að eyða milljarð af fé borgarbúa í húskofarugl. Sérstaklega var seinasti fréttamannafundur Vilhjálms í Valhöll meira klúður en dæmi eru til, það var bara ekki annað hægt en að vorkenna Sjálfstæðismönnum í Reykjavík þá. Það klúður næstum toppaði (eða botnaði) hnífasett-í-bakinu-jakkafatamálið hjá okkur Framsóknarmönnum nema var ekki næstum eins fyndið.

Fyrirsögnin í þessu bloggi á nú ekki við um Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi verðandi borgarstjóra heldur er það sótt til skemmtistaðsins sem var við Skúlagötu og hét Villti tryllti Villi.

Núna er í Villta tryllta Villa búið að opna stærsta kúnstgallerý landsins, það heitir  Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30.

Ég brá mér á opnun þar á laugardaginn, þar voru nokkrir listamenn að sýna verk sín. Ein verkið sem sýnt var heitir "Bisness as usual in the City of Jesus" eftir Ómar Stefánsson.  Ómar segir um það verk:

Umrædd mynd á yfirstandandi sýningu er byggð á endurminningum frá New York. „Já, ég lá þarna á einhverjum grasbala með vini mínum sem var í námi. Var að fylgjast með aðalstöðvum Votta Jehóva. Þarna voru brýr milli húsa og vottarnir á fleygiferð, klæddir eins og þeir eru klæddir með skjalatöskur. Þetta var eins og risastór banki. Þetta var sýn fyrir sveitamanninn. Ég notaði þetta og breytti í fantasíu. Kristileg þemu mörg sem hrærast saman og hvert ofan á annað." (Sjá hérna  Ómar ögrar með málverki )

Málverk e. Ómar Stefánsson í bakgrunni

Hér er tvær myndir frá sýningunni, verk Ómars er í bakgrunni.

Málverk e. Ómar Stefánsson

Ég hitti á opnuninni bekkjarsystur mína frá því í barnaskóla, Ólöfu. Maður hennar Pétur Halldórsson var að sýna verk, hér stendur Ólöf við eitt verka hans sem heitir Kambar ef ég man rétt. Ólöf við málverk e. Pétur Halldórsson

Pétur er sonur Halldórs Péturssonar okkar frábæra teiknara. Ég skrifaði þessa grein um Halldór á Wikipedia.

Það er gaman að bera saman verk Péturs og föður hans, báðir frábærir listamenn og verkin endurspegla að einhverju leyti samtíð þeirra og það samfélag sem þeir búa í. Verkin segja okkur heilmikið um lífssýn listamannanna.  Faðir Halldórs og afi Péturs var Pétur Halldórsson sem var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1935 til 1940.  

 Hmmm... Ég sé að Pétur Halldórsson  er eini borgarstjórinn sem ekki er búið að skrifa grein eftir inn á íslensku wikipedia, best að ég byrji á því að skrifa þessa grein.

Það er þegar komin grein um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn á Wikipedia. Þegar hún verður borgarstjóri þá þarf bara að bæta í greinina um hana skipuninni [[flokkur:Borgarstjórar Reykjavíkur]]  og bæta tengingu neðst í greinina Borgarstjóri Reykjavíkur.

Hvernig ætli það verði svo eftir 70 ár. Ef til vill verða afkomendur borgarstjóranna fyrrverandi og verðandi borgarstjóra þeirra Vilhjálms, Ólafs og Hönnu Birnu kannski listamenn að lýsa samtíma sínum og listrýmið sem þau sýna í er eitthvað rými sem við tengjum ekki við list í dag.

Núna í dag er listin í gömlu pakkhúsi (Hafnarhúsinu) og gömlu íshúsi (Listasafn Íslands). Kannski verður Kringlan þá orðin listamiðstöð. Alla vega er nú listin að fikra sig áfram inn í Verslunarskólann, Sölvi leiðir þar stofnun á listgreina menntaskóla.


mbl.is Hanna Birna oddviti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband