Blogglist

Fyrir fimm árum þá hvatti ég íslenska bloggara til að sækja um listamannalaun. Ég skrifaði þá þetta blogg:

Bloggarar athugið !!! Listamannalaun .... umsóknarfrestur að renna út!!!!


Er ekki ástæða til að minna alla orðlistamenn (eru ekki allir bloggarar orðlistamenn?) á að frestur til að sækja um listamannalaun rennur út klukkan 16 í dag. Nógur tími er samt til stefnu, bara að fylla út þetta eyðublað og senda í tvíriti. Í reitinn þar sem umsækjendur úr Listasjóði eru beðnir að tilgreina listgrein sína þá má reyna að skrifa orðið BLOGG og haka við að sótt sé um í launasjóð rithöfunda. Í stóra reitnum þar sem beðið er um "stutta og hnitmiðaða lýsingu á verkefni/verkefnum sem fyrirhugað er að vinna að á starfslaunatímanum" þá má reyna að gefa bara upp vefslóð á bloggið.
Svo þarf náttúrulega að fylgja með "Ýtarleg greinargerð um verkefnið sem liggur til grundvallar umsókninni". Hér má reyna að prenta allt blogg frá byrjun. Upplýsingar um listrænan feril, m.a. um helstu verk o.s.frv gætu verið svona setning: "Hefur bloggað í sautján mánuði. Aldrei orðið bloggfall."
#

Athugasemdir við þetta blogg voru þessar:

Frábær hugmynd en ég er ekki svo viss um að vinnuveitandi minn yrði jafn hrifinn!

Ég er ennþá sama sinnis og fyrir fimm árum. Blogg getur verið listaverk, ef til vill er það tengdast gjörningalist eða uppákomum því það er mun meira samband milli lesenda og skrifara á bloggi og lesendur taka á vissan hátt þátt í að skrifa bloggið. Bloggið er líka skrifað í samfélagi og endurómar viðhorf þar eins og bylgjur eða býr til nýja bylgjuhreyfingu sem er endurómuð af öðrum svona eins og memes. Tengingar í bloggi eru stundum eins og tengingar í bókmenntum, ég finn til skyldleika við Eliot í eyðilandinu þegar ég set tengingar í blogg.

Ég hef alltaf reynt að skrifa blogg eins og bókmenntatexta og það skiptir mig ekki miklu máli þá aðrir sjái það ekki. Þannig reyndi ég fyrstu árin að láta öll blogg hafa tvöfalda merkingu, eina sem bloggið virtist á yfirborðinu fjalla um og eina sem væri dýpri og tengdist eigin reynslu og lífi.

Ef ég lít yfir tvær síðustu bloggfærslur þá eru þær líka bókmenntatilraunir, tilraunir til að taka fréttir sem mér fannst ekki merkilegar og reyna að blása í þær einhverri merkingu og tengja saman hluti sem enginn hefur tengt saman.


mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

 

Já og fyrir hvað ætti að veita verðlaunin?

Fyrir að berhátta sig fyrir framan alþjóð? Ekki er það ritsnilld eða gott tungutak sem einkennir bloggara. Eða finnst  þér það?

Kassandra (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband