Hörmungar í Beichuan

Borgin Beichuan er nálægt miðju  jarðskjálftans í  Sichuan . Þar bjuggu 60 þúsund manns. Öll hús skemmdust, mörg hrundu og ennþá er fjöldi fólks grafið undir rústunum og ennþá eru einhverjir lifandi. Það hefur verið unnið hörðum höndum að því að bjarga fólki og björgunarstarf verið vel skipulagt og allir hjálpast að. En núna dynja nýjar hörmungar yfir. Björgunarfólk varð að hlaupa frá björgunaraðgerðum og  upp á nærliggjandi hæðir því búist er við að stífla bresti og vatn flæði yfir. 

Það er ennþá fólk á lífi í rústunum en björgunarfólk hefur orðið að yfirgefa það, stundum þó að það væri stutt í björgun. Hér er lýsing frá BBC: "We were in the process of filming a man about to be pulled out after hours of digging and the rescue team had to abandon him and run."

hér eru nokkrar greinar um ástandið 

  China quake victims flee 'flood' 

  Mapping the earthquake zone

China flood rumour panic

China quake victims flee 'flood'

Fear over China lake sparks more panic 

En það er áberandi að þessar náttúruhamfarir og hvernig tekið er af þeim af stjórnvöldum og fjölmiðlum í Kína marka þar tímamót, sjá þessa grein China's government gives rare transparent look at disaster

Þetta er öðruvísi en fyrri fréttaflutningur af hamförum í Kína, þar var upplýsingum um stærðargráðu hamfara leynt. í greininni stendur:

Such swift reaction and extensive news coverage has not been seen in previous disasters. When the Great Tangshan earthquake struck 32 years ago, the Chinese media kept the information secret for a long time, even though over 240,000 people were killed. In the early stages of the 2003 SARS outbreak, domestic media downplayed reports on the deadly epidemic, even as it spiraled out of control and spread globally.

Hugur heimsins er með hinu þjáða fólki í Beichuan og við verðum að vona að allt fari ekki á versta veg. Það er þó gott til þess að vita að stjórnvöld í Kína virðast ráða vel við aðstæður og skipuleggja hjálparstarf og björgunarstarf vel og leyfa umheiminum að fylgjast með hvernig gengur og hjálpa til. 

Það er átakanlega öðruvísi ástand í Búrma þar sem sennilega hafa yfir 100 þúsund farist í kjölfar fellibylsins. þar magnar ráðleysi og illska stjórnarinnar upp hörmungarnar. Sjá hér um ástandið: 

 Official Myanmar death toll increases to 78,000

Náttúruhamfarir eru hluti af því að búa hér á jörðu og við verðum að vera undir þær búin.  í báðum þessum hörmungum hefur eyðilegging magnast vegna mannlegra framkvæmda sem áttu sér stað löngu áður en hamfarirnar gengu yfir. þannig hefur skógareyðing fenjaskóga (mangroves) skilið strendur Búrma eftir varnarlausar og skjóllausar fyrir fellibyljum og þannig hafa skólabyggingar hrunið vegna þess að þær voru byggðar af vanefnum og hlaðnar úr múrsteinum. Það er algengt að þær séu flísalagðar og frásagnir fólks sem bjargaðist segja frá því hvernig flísarnar hrundu yfir það á flóttanum. 

Ef stíflan við Beichuan brestur þá verður það ennþá eitt dæmi um mannanna verk sem ekki eru gerð til þola ofurkraft náttúruaflanna.


mbl.is Flúðu vegna ótta við flóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband