Eftirskjálftar í Kína - Suðurlandsskjálftinn og Dalvíkurskjálftinn

Ég er að skoða jarðskjálftakortið hjá emsc-csem.org

Það hefur orðið fullt af skjálftum sem eru miklu minni, svona 4 til 5.5 stig. 

Það er áhugavert að skoða þetta svæði, skjálftarnir eru allir á línu þar sem fellingafjöll byrja. Þetta hlýtur að vera eitthvað tengt flekakenningunni, fjöllin að krumpast saman og upp út af spennunni í undirheimunum.

Hér er efni á BBC um jarðskjálfta:

  History of deadly earthquakes

  How earthquakes happen

Það verða oft stórir jarðskjálftar á Íslandi, síðustu jarðskjálftarnir árið 2000 voru um 6.5 stig. Þannig má minna á Dalvíkurskjálftann og hina reglubundnu Suðurlandskjálfta

Það munu koma fleiri jarðskjálftar í Kína og það munu koma fleiri jarðskjálftar á Íslandi. Það eina sem við getum gert er að búa okkur til samfélag sem tekur mið af því - mannvirki og allur infrastrúktúr þarf að byggja til að þola svona hamfarir jafnvel þó ekki séu miklar líkur á þeim. Í sumum tilvikum eins og í Suðurlandsskjálfta þá eru líkurnar miklar vegna þess að spenna hleðst upp og hún verður að fá einhvern veginn útrás. 

Þegar er mjög varasamt að byggja hús úr múrsteinum á jarðskjálftasvæðum. Skólar hafa hrunið í Kína sem einmitt voru úr músteinum og líklegt er að mög börn hafi dáið. Það er líka afar varasamt að byggja hús á uppfyllingum í sjó á miklum jarðskjálftasvæðum. Það verður kviksandur í svoleiðis umbrotum.  Eða eins og börnin syngja "Á sandi byggði heimskur maður hús.." 


mbl.is 8600 manns látnir í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Alveg sammála þér Salvör. Á sandi byggði heimskur maður hús. Hvernig stendur á að það er gert ennþá árið 2008???

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband