8.5.2008 | 13:56
Græni herinn og herstöðvarandstæðingar í miðborgarmálum
Ég er svo fegin að ekki sé lengur herstöð á Íslandi og helstu stríðin og hneykslismálin séu þegar hershöfðingi og stofnandi Græna hersins hann Jakob Frímann er búinn að plotta sig inn í borgarapparatið. Fyrrum herstöðvarandstæðingar geta þá notað sína atorku til uppbyggjandi hluta. Birna Þórðardóttir sem í mínu ungdæmi var ímynd hryðjuverkafólks og hættulegra öfgahópa er núna orðinn túrista menningarfrömuður og sýnir túristum slömmlordabyggðirnar í miðbæ Reykjavíkur. Verst að fína nýja starfið hans Jakobs Frímanns var ekki auglýst, Birna og allir hinir menningar- og umhverfisaktívistarnir sem búa í Reykjavík hefði þá getað sótt um það.
Ég held reyndar að það séu kannski örlítill blæbrigðamunur á nálgun Jakobs Frímanns og Birnu Þórðardóttur varðandi menningarmál og uppbyggingu.
Birna er byltingarkona. Aldrei getur neinn ásakað Birnu um að ganga erinda auðmanna og stórfyrirtækja. Ég fór í menningargöngu Birnu síðasta laugardag. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég tók. Svona er miðbærinn í Reykjavík í dag.
Mismunandi sjónarhorn
Birna segir að Hegningarhúsið á Skólavörðustíg sé flottara utan frá séð heldur en séð innan frá af þeim sem þar dvelja
Gámabyggð
Við túristarnir skoðum gámabyggðina í Reykjavík. Þarna var víst fólk flutt inn í bláa gáminn, það var í blöðunum nýlega.
Krossviðarplötustíll
Hér segir Birna okkur frá hinum nýja og sívaxandi krossviðarplötustíl sem einkennir slömmlordabyggðirnar. Vonandi kemst Reykjavíkurborg á kortið í arkitektasögu heimsins fyrir sérkenni sín í miðbænum, það er ekki lengur bara sundurgerðin sem einkennir okkar góða miðbæ, það er líka krossviðarplötustíllinn.
Tíminn og vatnið
Hér er Birna fyrir utan hús í eigu einhvers af vatnssölumönnum heimsins. Hún segir okkur hvað mörg ár stillansarnir hafa verið þar.
Hjarta bæjarins slær í krossviði
Hér erum við stödd í hjarta miðbæjarins í Reykjavík, á horni neðst við Bankastrætið. Krossplötustíllinn í algleymingi.Sennilega eru borgaryfirvöld svona ánægð með krossplöturnar.
Ég vona að hallargarðar og hús í Reykjavík verði ekki öll víggirtar og krossviðarhamraðar hallir fyrir heimsins vatnssölumenn. En mér finnst líka að drykkjarvatn eigi að vera ókeypis eða sem ódýrast hvar sem er í heiminum.
Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.