Að strauja flatkökur - Orð dagsins er "Modding"

Njósnavél eða leitarvél? Verkfæri eru ekki alltaf notuð í einum ákveðnum tilgangi þó þeir sem styrktu framleiðsluna hafi haft þann eina tilgang í huga. Þannig getur "hugbúnaður sem stöðvar niðurhal á netinu" líka verið öflug leitarvél og hjálpartæki fyrir þá sem eru að leita að og skipuleggja efni. Ef til vill hentar slíkur hugbúnaður best fyrir þann sem er að leita að efni til að endurblanda með sínu efni.

straukallÍ iðnaðarsamfélagi gærdagsins voru vörur framleiddar í fjöldaframleiðslu og það voru skörp skil milli framleiðanda og neytanda og vöru átti að nota á einhvern fyrirfram  ákveðinn máta.  En auðvitað  hugkvæmdist fólki að nota vörur líka í öðrum tilgangi, ekki síst til að spara og endurnýta það sem varð ónýtt.  Umbúðasamfélagið fór að sjá verðmæti í umbúðum, gamlir skipagámar tóku land og urðu ágætis vistarverur.Umrenningar í stórborgum Vesturheims þekkjast á tvennu, innkaupakörfum sem þeir nota sem einhvers konar færanlegt heimili fyrir eigur sínar og pappakössum sem þeir nota  til að sofa í og  á.  Eitt skemmtilegasta íslenska dæmið sem ég man eftir um hvernig verkfæri eru notuð fyrir annað en þau eru hugsuð fyrir af framleiðanda er þegar gömul og útjöskuð   straujárn eru notuð til að steikja flatkökur.

Þessi upplausn og breyting á sambandinu milli framleiðanda og neytanda og þessi þátttaka neytandans í að umbreyta afurðinni  er einkenni á því stafræna samfélagi sem við erum núna að fara inn í. Það er sérstaklega í samfélagi opins hugbúnaðar  og tölvuleikja sem hefð er að skapast fyrir því að taka stafræna hlutina og breyta þeim og búa til eitthvað nýtt og breytt sem síðan er settaftur  út á Netið. sérstakt slanguryrði er notað um þegar stafrænum hlutum og verkfærum er breytt til að gera eitthvað  sem sá sem upphaflega smíðaði eða framleiddi hlutinn eða verkfærið sá ekki fyrir. Það er orðið "modding" sem dregið er af enska orðinu "modify". Hérna er stutt lýsing á modding:

Mod is a term used to describe the modification of an object, system, or media. Modding alters the function or appearance of an item, remaking it in a form it is not generally intended to have. Modding is generally carried out by 'consumers' and takes place after the manufacturing process is complete. The act of modding confuses the distinctions we make between 'consumers' and 'producers'; through modding the consumer becomes actively involved in the production of an object or system. Typical modding practices include computer case mods, car customisation, game character mods, and console mods, but modding is not restricted to these areas. There are modders and modding communities involved in modding things as diverse as mobile phones, movies, and the human body.

While producers use the system of modding to entice existing and or potential consumers to purchase a re-modelled version of a product that is already or no longer available, one can quite often overlook the fact that this cycle is most often based upon consumer affordability. If the product, both original and modded, is relatively affordable and available to the consumer then, for example, there is no foreseeable harm in purchasing the latest version of your now outdated mobile phone. This use of modding by producers fails when a customer becomes attatched to an existing product and decides not to update. To combat this consumer disfunction, producers use advertising as an unrelenting reminder that there is a new and better product on the market. Whether it be the mod of an existing make or a rival company's version it's almost impossible for the consumer to go on unaware (sjá Modmania)

Sjá líka ágæta grein á wikipedia um modding 

Það er dæmi um modding að yfirklukka skjákort  en það er líka dæmi um modding að vilja breyta hinu lokaða stafræna samfélagi, samfélag  sem núna er eins og lokað fangelsi hinnar samanlögðu hugarorku mannkyns. Eða eins og Andy Oram segir:

The greatest thing about modding is that it breaks open closed systems. The effects of it may roll over into techniques that social activists can use. I've presented modding as escapism, but it's a good thing nevertheless. It presents new angles to view, a trait we sorely need in these tight times--tight in resources, tight in thought.

Social activists, too, are modders. We want to change the government into something that supports a productive society. We want institutions to stop hiding facts and to pay attention to science. We want to change corporations, change people's day-to-day behavior, and change our own social relationships.

At the very least, modders can be an inspiration. Their refusal to take no for an answer can motivate the rest of us to do the same. And their creativity can be a model for us to take new looks at the data we have available, and to push new solutions.

 
Mynd af straukalli er frá extremeironing


mbl.is Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband