Má selja Hvammsvík án jarðhitaréttinda?

Himnariki

Hvammsvík er jörð við sunnanverðan Hvalfjörð. Lögregufélag Reykjavíkur keypti jörðina og fór ef ég man rétt út í eitthvað borunar og hitaveituævintýri og tapaði ævintýralega á því. Tapaði svo miklu að félagið varð að selja jörðina árið 1996.  Árið 1998 hóf Skógræktarfélag Reykjvíkur gróðursetningu trjáa í Hvammsvíkurlandi. Hvammsvík er um 50 km frá Reykjavík. Bæjarstæðið er geysifagurt og mjög rólegt núna því umferðin fer ekki framhjá eftir að göngin opnuðu.

Hér eru greinar um Hvammsvík í gagnasafni mbl. 

Byggð skipulögð í Hvammsvík

Skógrækt við Esju, Hvammsvík og í Mýrdal

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á síðasta stjórnarfundi sínum að auglýsa jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Kjósarhreppi til sölu, án jarðhitaréttinda.

Nú er ég ekki lögfræðingur en í jarðalögum segir:

Aðilaskipti að jörðum, öðru landi o.fl. 8. gr.Hlunnindi.     Hlunnindi sem fylgja jörð eru eign jarðareiganda, nema undantekningar séu gerðar frá þeirri reglu með lögum.Óheimilt er að skilja hlunnindi frá jörð, nema undantekningar séu gerðar frá þeirri reglu með lögum.

Gildir eitthvað sérstakt um jarðhitaréttindi? Má selja Hvammsvík án jarðhitaréttinda? Orkuveitan segir ástæðu sölunnar þá að þessi eign skili bara kostnaði en gildir ekki sama um margar aðrar eignir borgarinnar? Ættum við að selja Heiðmörk af því það svæði er bara kostnaður fyrir borgina?

Annars er dómadagsvitlaust hjá Reykjavíkurborg eða undirfyrirtækjum borgarinnar að selja frá sér land í nágrenni við borgarmörkin. Það er þar að auki ekkert sem bendir til að staða Orkuveitunnar sé svo tæp að hún verði að losa sig við eignir. Hvammsvík er upplagt útivistarsvæði fyrir Reykjavíkurborg og höfuðborgarsvæðið í framtíðinni. Best væri að yfirumsjón þessa svæðis væri í höndum skógræktarfélaga og landgræðslufélaga á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega í eign þeirra. En að selja svona fallegt útivistarsvæði til einkaaðila er bæði siðlaust og arfavitlaust. Jarðir í nánd við Reykjavík gera ekkert annað en hækka í verði á næstu áratugum og byggðin teygir sig í átt til Hvammsvíkur þannig að það verður mjög stutt að fara þangað fyrir marga íbúa höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. 

Vonandi er þessi hugmynd um að selja Hvammsvík ekki tilkomin vegna þess að einhver auðmaður hefur ágirnd á því að kaupa þessa jörð. 


mbl.is Hvammsvík verði seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er hægt að selja lóðir úr jörð og þá er hægt að undanskilja jarðhitaréttindi. Annars er það ekki hægt nema með lögum.

Hvort hægt sé að breyta jörð í heild sinni í lóð og ná þannig jarðhitaréttindum undan, þekki ég ekki. Er efins um það.

Gestur Guðjónsson, 21.4.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband