Eitt símtal og 416 börn

texas-maedur Það er ekki mikið umburðarlyndi fyrir alternatívum lífsstíl í Texas. Sérstaklega ekki ef svoleiðis lífstíl er fólginn í  að búa í einhvers konar kommúnum þar sem safnaðarmeðlimir  helga líf sitt guði og  byggja stórt og furðulegt musteri og konurnar klæðast í kjólum eins og eins og klipptar út úr fyrri öldum. Og þar sem stundað er fjölkvæni. Fjölkvæni er ólöglegt í USA en svona sértrúarsöfnuðir hafa leyst það með því að karlmaður giftist einni konu löglega en á svo margar svokallaðar "spiritual wives".

Sértrúarsöfnuðurinn FLDS í Texas er furðulegur ofsatrúarsöfnuður sem reynir að einangra sig frá umheiminum. Sennilega eru konur og börn mjög kúguð í þessu samfélagi eins og í öðrum sambærilegum samfélögum þar sem einn eða nokkrir menn stjórna með því að vitna í bókstafstrú og heimta fullkomna undirgefni. Það leikur grunur á því að stúlkubörn innan svona safnaða séu gefin á móti vilja sínum og látin giftast eldri karlmönnum í söfnuðinum.

En allt er þetta mál sem nú hefur komið upp í Texas mjög furðulegt og einkennilegt út frá mannréttindasjónarmiði. Fram hefur komið í fréttum að aðgerðir stjórnvalda í Texas sem fólust í að fjarlægja 416 börn frá mæðrum sínum voru gerðar út af einu símtali sem barst í neyðarlínu kvennaathvarfs frá stúlku sem sagðist vera 16 ára og hefði verið nauðgað og verið gefin sem "spiritual wife" til eldri manns. Jafnvel þó þetta símtal hafi raunverulega átt sér stað (sem reyndar er ekki víst, það getur verið að þetta hafi verið gabb frá konu sem heitir Rozita Swinton ) þá er mjög erfitt að sjá hvernig hvernig stjórnvöld í Texas geta réttlætt þessar aðgerðir, að svipta 416 fjölskyldu sinni og taka þau úr umhverfi sem þau þekkja. Þessi börn eru mjög hrædd, þeim hefur frá bernsku verið kennt að forðast heiminn fyrir utan söfnuðinn sinn og líta á okkar líferni 

Ég held að konurnar og börnin í sértrúarsöfnuðinum í Texas séu kúguð og bæld en ég held að yfirvöld í Texas séu að gera hryllilega hluti með því að stía sundur börnum og mæðrum og það er vandséð hvaða lög heimila þessar aðgerðir. Mannréttindasamtök í Texas eru að skoða þessi mál. Ég held að öðrum þræði séu þessar aðgerðir gerðar vegna þess að yfirvöld óttast að örvæntingarfullir safnaðarmeðlimir geri eins og í Waco þar sem mörg börn létu lífið. Ég held líka að síðustu ár blossi upp  fordómar fyrir fjölkvæni samfara lífsstíl sem tengdur er ofsatrú m.a. vegna þess að það er lífstíll sem sums staðar er tendur við Islam og ofsatrú. Það er auðvitað sjálfsagt að rannsaka vel öll mál þar sem grunur leikur á um kynferðislega misnotkun.  Hvernig myndi okkur verða við ef 416 börn í einu byggðalagi væru tekin í einu frá foreldrum sínum og úr sínu umhverfi vegna gruns um að eitt barn hefði sætt kynferðislegu ofbeldi og sá grunur byggðist á einu símtali.  Segjum að það hefði komið upp eitthvað eitt kynferðismisnotkunarmál í vestfirsku sjávarplássi og í framhaldinu þá hefðu stjórnvöld ákveðið að fjarlægja öll vestfirsk börn úr umhverfi sínu og flytja þau suður í siðmenninguna. 

Sect mothers head to court for custody battle 

Fullt af greinum og efni á CNN um þetta mál 

Hér eru greinar á Wikipedia

Warren Jeffs er yfirmaður safnaðarins 


mbl.is Mæður og börn aðskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Stúlkan hringdi í neyðarlínu kvennaathvarfs vegna þess að maðurinn hennar bæði nauðgaði henni og barði. Ekki vegna þess að það átti að gifta hana, hún var þegar gefin honum, í orðsins fyllstu merkingu.

Birgitta Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er nú ekki á hreinu hvort þessi stúlka er til, það er verið að rannsaka það. Hugsanlega var þetta gabb. Margir telja að þetta símtal hafi verið búið til sem yfirskyn til að réttlæta aðförina að fólkinu.

Margir telja að grundvallarmannréttindi séu brotin á þessu fólki

 ACLU weighs in on Texas polygamist custody case

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég lít það eina rétta hafi verið að taka börnin af mæðrunum, þær eru greinilega ekki færar um að vernda þau og ala upp.  Þá er ég eingöngu að hugsa um framtíð þeirra.  Börnin eru betur komin í öðrum fjölskyldum.  Það á að uppræta svona söfnuði hvar sem þeir finnast og refsa þeim sem búa þá til.  Ef þetta er ekki kúgun og nauðung í orðsins fyllasta þá veit ég ekki hvað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ásthildur:þú segir að það eigi að uppræta svona söfnuði. Þú talar um þetta fólk eins og það séu kakkalakkar sem eigi að útrýma. það er svona viðhorf til þeirra sem eru frábrugðnir manni sjálfum sem hefur valdið því að heilu þjóðunum hefur verið útrýmt. Nægir hér að nefna helförina.

Ég var svo lánsöm þegar ég var við nám í USA í Iowa að kynnast vel Amish og Mennonítum sem voru fjölmennir þar. MArgir héldu í gamlar hefðir og voru mjög trúað fólk sem ól börnin sín upp til að verða eins og það sjálft. Að mörgu leyti tókst þessum samfélögum að búa börnunum mjög góð skilyrði, amish börnin virtust mjög hamingjusöm og áhyggjulaus þegar maður sá þau að leik. Það er hins vegar þrúgandi fyrir unglinga að vera í slíkum samfélögum enda fara 25% í burtu þegar þeir verða sjálfráða. Í þessum söfnuði er engum haldið föngnum að því að safnaðarmeðlimir fullyrða. Allir geta farið ef þeir vilja. Einu fangarnir núna eru börnin 416 sem ríkið Texas heldur föngnum og skilur frá foreldrum sínum.

Íslensk börn búa við margs konar fjölskyldumynstur, mörg alast upp hjá afa og ömmu, mörg alast upp hjá einstæðum foreldrum. Foreldrar skilja og giftast aftur. Það er sennilega best að börn alist upp við öryggi, hafi stoð af sem flestum fullorðnum (báðum foreldrum, öfum og ömmum) og foreldrar séu alltaf í hamingjusömu hjónabandi og tilbúin til að hlú öllum stundum að börnum sínum. Því miður eru aðstæður ekki alltaf sem bestar. Samt eru börnin ekki tekin af mæðrum sínum.   

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Katrín Tinna: Þetta er nefnilea akkúrat málið. Það eru karlarnir (þ.e. karlarnir sem ráða) sem eru vandamálið en það eru ekki þeir sem eru þolendurnir í þessu máli. Það eru mæðurnar og það eru börnin. Þeim er refsað fyrir glæpi sem óvíst er að hafi verið framdir og sem alla vega er víst að þau gátu ekki gert að og komu ekki nærri.

það getur verið að það hafi verið nauðsynlegt út af rannsókn málsins að athuga kjör unglingsstúlkna í söfnuðinum m.a. hvort þær séu þungaðar en það skýrir ekki hvers vegna allir krakkar frá 5 ára aldri voru fjarlægð frá mæðrum sínum. þetta er mjög brutal aðferð, sérstaklega við þessa krakka sem hafa lifað í einangrun frá umheiminum og lifað allt öðruvísi lífi en við þekkjum. Blessuð börnin syngja nú sálma allan daginn, það er þeirra eina leið til huggunar þegar þau núna telja sig í trölla höndum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband