Hallir nútímans eru óperuhús

Norđurlandaţjóđirnar sýna veldi sitt og dýrđ međ óperuhöllum sem stađsettar eru viđ  sjó. Ţetta eru íburđarmiklar byggingar, marmara og glerhallir ţar sem einmitt íburđurinn  er einkenniđ. Í íslenska húsinu verđur glerhjúpur. Ţessar hallir nútímans eru eins konar musteri eđa gáttir inn í nútímann og framtíđina og alheiminn, ćtlađar á yfirborđinu til ađ óma söng. En hlutverk ţessara halla er meira, ţeim er ćtlađ ađ vera eins konar íkon eđa kennileiti fyrir borgirnar, tákn um öflugt menningarlíf og ríkidćmi á öllum sviđum.  Ég held ađ stađsetningin viđ sjó og áherslan á hvernig húsin líti út ţegar komiđ er ađ landi sé táknrćn fyrir alţjóđavćđinguna og ţrá eftir ađ sýna umheiminum mátt sinn og megin. 

Óska Norđmönnum til hamingju međ hiđ nýja óperuhús sitt. Eins og allir listamenn vita ţá er ferliđ eins mikilvćgt og afurđin og hér má sjá á 3 mínútu vídeói hvernig húsiđ spratt upp.

Hér eru fréttir og efni um hiđ nývígđa óperuhús í Ósló og hiđ nýja operuhús Kaupmannahafnar: 

 Norway's king opens new opera house on the shores of Oslo Fjord

 Copenhagen Opera House - Wikipedia, the free encyclopedia

New National Opera House (Oslo)

Mér virđast nútímalistasöfn vera líka svona musteri í borgum, nćstum eins og húsin og arkítektúrinn á ţeim og hughrifin sem gestir húsanna verđa fyrir viđ ađ ganga um ţau og horfa á ţau skipti eins miklu  máli  og sýningarnar og iđjan sem í ţeim er. Ţessa tilfinningu fékk ég bćđi í Kiasma í Helsinki og nýlistasafninu í Barcelona.

Á Íslandi er sama ţróun. Nýja tónlistarhúsiđ í Reykjavík verđur líka svona helgiskrín nútímans. 

Heimsţekktir listamenn međ íslensk tengsl voru fengnir til ađ hanna tónlistarhöllina í Reykjavík. Útlit hússins er ađ mestu leyti verk Ólafs Elíassonar en Vladimir Ashkenazy er sérlegur listrćnn ráđgjafi. Hćgt er ađ sjá teikningar af húsinu og umhverfi ţess međ ţví ađ smella hér og myndband af húsinu og meiri upplýsingar á www.tonlistarhusid.is/. og http://www.austurhofn.is

Austurhöfn er fyrirtćki sem er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%). 

Skrifađ undir samninga viđ Portus-hópinn um tónlistarhús

Ég held ađ veldisprotinn í Reykjavík sem fylgir óperuhúsinu sé nú samt ekki í höndum ríkisstjórnar eđa borgarstjórnar, ţađ er Portus sem á tónlistarhúsiđ, hinir eru bara leigendur ţar:

Bygging og rekstur Tónlistar- og ráđstefnuhússins er svokölluđ einkaframkvćmd samkvćmt samningi milli Eignarhaldsfélagsins Portus og Austurhafnar-TR. Austurhöfn- TR er fyrirtćki í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar. Íslenska ríkiđ á 54% í fyrirtćkinu og Reykjavíkurborg 46%. Eigandi Tónlistar- og ráđstefnuhússins er Eignarhaldsfélagiđ Portus en ríki og borg greiđa árlega ákveđiđ framlag samkvćmt samningi í 35 ár.

 Hver á eignarhaldsfélagiđ Portus?

Ég fann upplýsingar um ţađ á vefsíđu ţeirra: Eignarhaldsfélagiđ Portus hf er félag um byggingu og rekstur Tónlistar- og ráđstefnuhúss í Reykjavík. Félagiđ er ađ jöfnu í eigu Landsbankans og Nýsis hf.

Hver á eignarhaldsfélagiđ Portus eftir 35 ár?
Verđur ţađ til ţá?
Hver verđur ţá eigandi íslensku óperuhallarinnar?
mbl.is Óperuhúsiđ vígt í Ósló
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt áhugaverđar spurningar, en re:

„Mér virđast nútímalistasöfn vera líka svona musteri í borgum, nćstum eins og húsin og arkítektúrinn á ţeim og hughrifin sem gestir húsanna verđa fyrir viđ ađ ganga um ţau og horfa á ţau skipti eins miklu máli og sýningarnar og iđjan sem í ţeim er.“

Hlutverk arkitektsins er einmitt ţetta, ađ skapa rýminu anda útfrá ćtluđu markmiđi byggingarinnar. Annars vćri arkitektinn tilgangslaus og byggingarlist ekki list. Svo ég segi nú bara: auđvitađ skipta hughrifin jafn miklu máli.

Hitt er svo annađ hvort listin falli ađ smekk fólks. Sjálfur fékk ég fagurfrćđilegt rađheilablóđfall ţegar ég sá teikningarnar af íslenska tónlistarhúsinu og finnst óperuhúsiđ í Kaupmannahöfn alger viđbjóđur. Svo ekki sé minnst á gróđurhúsiđ Öskju eđa rétt fokhelt Háskólatorgiđ. Ég er löngu hćttur ađ skilja hvađ arkitektum gengur til međ ţessu eipi.

Arngrímur Vídalín (IP-tala skráđ) 13.4.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ţetta eru skarplegar athugsemdir hjá ţér Salvör og ég get alveg tekiđ undir ţađ. Ég geri mér grein fyrir ađ ţú ert ekki ađ gagnrýna byggingarnar sem slíkar en verđ samt ađ bćta viđ ađ oft finnst mér listasöfn svo fallegar og glćsilegar byggingar ađ ég nýt ţess ađ horfa á ţćr ekkert síđur en listaverkin sem ţćr geyma.

Steingerđur Steinarsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er svo sannarlega ekki ađ gagnrýna ţessar byggingar, ţetta eru stórkostleg hús og ţeim er líka ćtlađ ađ vera ţađ. Ég er bara ađ reyna ađ skilja minn samtíma eins vel og ég get.. Ég held ađ óperuhallir séu ekki fyrst og fremst stađir til ađ flytja tónlist. Ţćr eru sigurtákn ţeirrar tegundar menningar sem viđ erum í. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.4.2008 kl. 18:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband