Kristín formađur

Kristín Helga var kosin formađur nemendafélags Borgarholtsskóla núna á fimmtudaginn og valdatími hennar hefst nćsta vetur. Ţetta var snörp kosningabarátta og Kristín og vinkonur  hennar Ţura og Lilja sem buđu sig líka fram í stjórnina stóđu í ströngu í vikunni til ađ ná hylli kjósenda. Ţćr létu m.a. búa til  áróđursplakat og bökuđu kökur sem ţćr komu međ í skólann. Ţćr komust allar í stjórnina.

Hér er mynd af kosningaplakatinu ţeirra.

kristin-formadur-plakat

Ţađ voru kosnar ţrjár stelpur og tveir strákar í nýju stjórnina svo jafnréttismálin eru í góđi lagi í Borgarholtsskóla.  Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ félagslífinu hjá borgurum nćsta vetur. Borgarholtsskóli er međ yngstu framhaldskólum landsins og býr ekki ađ sömu aldagömlu hefđum og minn gamli skóli Menntaskólinn í Reykjavík. En kosningarloforđ Kristínar og kó voru m.a. ađ stćkka glćsiballiđ, gera bíladaga ađ árlegum viđburđ halda listaviku og lazertagmót (hvađ er nú ţađ?) og vera flippuđ á fimmtudögum.

Ţađ er gaman ađ rifja upp félagslífiđ í MR. Ţar var listalíf og sérstaklega leiklistarstarf međ miklum blóma og margir sem voru um svipađ leyti og ég í skólanum stýra núna listalífi ţjóđarinnar . Ég man eftir  Tinnu Gunnlaugsdóttur sem nú er ţjóđleikhússtjóri ţegar hún lék í Herranótt og ég man hve  áberandi  Hjálmar sem nú rektor Listaháskólans var í ýmis konar listaskrifum og framúrstefnuskrifum í skólablađinu og ég  var nú reyndar ennţá námsmey í Kvennaskólanum ţegar ég fór á hina ógleymanlegu leiksýningu Bubbi kóngur.

Ég man vel eftir tveimur sem léku stór hlutverk í Bubba kóngi, annar var Kári sem ritar Íslendingabók nútímans  sem er ekki lengur sögur af hvernig landnámsmenn skiptu milli sín jarđarskikum á landinu kalda og hrímuga heldur er Íslendingabókin núna kóđinn sem geymdur er í genamassa afkomenda ţess fólks sem hingađ sigldi fyrir ţúsund árum.  Hinn var Davíđ Oddsson sem aldrei komst úr gervi Bubba kóngs og var okkar kóngur í marga áratugi og er ennţá. Miđja valdsins og sviptinganna í stjórnmálum á Íslandi fćrast bara eftir ţví hvernig Davíđ flytur sig milli embćtta, hvort hann er borgarstjóri, forsćtisráđherra eđa Seđlabankastjóri. Áđur en Davíđ var seđlabankastjóri ţá tók ég bara eftir ađ hvađ seđlabankastjórar vćru flinkir ađ spila á píanó. 

Svo man ég eftir Herranóttinni fyrsta áriđ mitt í MR, ég man eftir ţegar ég heyrđi Skraparotsprédikun flutta í fyrsta skipti. ţađ var rćđusnillingur skólans hann Kjartan Gunnarsson sem stýrđi Sjálfstćđisflokknum áratugum saman sem mćlti fram prédikunina ţađ ár. Ţađ er gaman ađ rifja upp sögu ţessarar hefđar en um hana má lesa  hérna um upphaf íslenskrar leiklistarsögu (heimild Leikminjasafn Íslands). Ţar stendur:

Í Skálholti höfđu piltar sem sé lengi haft í frammi hefđbundinn skrípaleik eđa "gleđihátíđ", eins og ein heimild nefnir ţađ. Ţađ var hin svonefnda Herranótt og fór hún fram viđ byrjun skólaársins. Hún fólst í ţví ađ sá piltanna, sem lenti í efsta sćti viđ röđun í efri bekk, var krýndur konungur, en ađrir léku ýmsa embćttismenn, ţ. á m. biskup. Einn ţáttur ţessarar athafnar var svokölluđ Skraparotspredikun, sem "biskupinn" hélt og var skopstćling á stólrćđum presta. Virđist hún hafa orđiđ vinsćlt lestrarefni, a.m.k. eru til um tuttugu afskriftir af henni. Enginn veit hins vegar hver sá Skraparot var, sem rćđan er kennd viđ; hugsanlega einhvers konar leikbrúđa sem piltar báru í skrúđgöngu um stađinn og "biskupinn" ákallađi svo. Texti dagsins, sem lagt var út af, gefur hugmynd um tóninn: "Hver sem misbrúkar mínar dćtur á jólunum, hann mun ei sjá mína dýrđ á páskunum, en hver sem ei misbrúkar mínar dćtur á jólunum, hann skal sjá mína dýrđ á páskunum." Í textanum kemur fram hverjar ţessar "dćtur" eru: tóbaksstubbur og kertisskar, sem voru piltum mikil nauđsynjavara um löng vetrardćgur í dimmum og köldum vistarverum.

 Nýju framhaldsskólarnir á Íslandi eiga eflaust eftir ađ koma sér smán saman upp hefđum eins og MR og ţađ verđa eflaust öđruvísi hefđir. Ţađ verđur líka ţannig ađ ţau sem eiga eftir ađ verđa leiđtogar í menningu, listum og stjórnmálum á Íslandi í framtíđinni fá sína fyrstu skólun og tćkifćri til ađ spreyta sig í ýmis konar félagslífi í framhaldskóla.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband