9.4.2008 | 10:55
Árni og 17 þingmenn með vefmyndavélar
Það er góð hugmynd að setja upp vefmyndavél við eða í tófugreni til að fylgjast með lifnaðarháttum heimskautarefsins. Ég hugsa nú samt að birtuskilyrði séu slæm.
Það er sniðugt að setja upp netmyndavélar þar sem er iðandi dýralíf eða hreyfing á náttúrunni og þar sem fólk kemst ekki um án þess að trufla, t.d. í fuglabjargi yfir varptímann, í selalátrum og neðansjávar. Það væri gaman að fylgjast með rjúpum í gegnum svona vefmyndavélar. Ég held að svoleiðis myndavélar hjálpi fólki að átta sig á því hvernig náttúran breytist t.d. eftir árstíðum og veðri og sýni lífshætti dýra. Í næsta eldgosi á Íslandi þá verður sniðugt að koma upp vefmyndavélum svo við getum séð í beinni hvað er að gerast.
Sett hefur verið fram á Alþingi tillagar þar sem Árni og 17 aðrir þingmenn vilja kaupa vefmyndavélar fyrir 225 milljónir.
Reyndar finnst mér hluti af þessari tillögu þurfa athugunar við t.d. þetta:
Eftirtaldir staðir eru taldir koma til greina fyrir netsstöðvar: Gullfoss, Þingvellir, Geysir, Lónsöræfi, Landmannalaugar, Eldey, Bláa lónið, Vatnajökull, Þjórsá, Þórsmörk, Akureyri, Vestmannaeyjar, Stykkishólmur, Árnastofnun, fiskvinnsluhús, bryggjustemning, hvalaskoðun, Skógafoss. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um netstöðvar í netmyndasafni Íslands, andliti Íslands.
Sumir af þeim stöðum sem þarna eru taldir upp eru ekkert myndrænir í vídeó. En þetta er góð hugmynd þó mér finnist dáldið skrýtið af hverju þetta þarf að vera svona dýrt.
Ég held að það sé ekki skynsamlegt að fara út í einhverja miðstýrða aðgerð á þessu sviði. Það er miklu sniðugra að styrkja ýmis konar stofnanir og félög á sviði menningar- og náttúru til að halda úti svona vefmyndavélum og svo að setja upp vefsíðu eða vefsetur sem tengir þessar sjálfstæðu útsendingar saman. Á sviðum þar sem svona gífurlega hröð framþróun er eins og í vefmyndavélum og beinum útsendingum þá skiptir mestu máli að þeir sem gera tilraunir með svona útsendingar geti nýtt þá þekkingu á sínu þekkingarsviði. Tækjabúnaður verður mjög fljótt úreldur. Reyndar finnst mér upplagt að náttúrustofur hafi umsjón með og/eða veiti upplýsingar um beinar útsendingar úr netmyndavélum í sínum landshluta.
Það má kannski segja að náttúrugripasafn þar sem eru uppstoppuð bjarndýr og fuglar sé kannski ekki mest spennandi á 21. öldinni. Það er hægt að setja upp náttúrusafn á vefnum þar sem er gluggi inn í ýmislegt sem tengist náttúru svæðisins og þar getur verið fræðsluefni í texta og myndum og myndböndum en líka gluggi inn í ýmis konar beinar útsendingar.
Það er líka mjög spennandi að fylgjast með ferðum dýra, þegar settur hefur verið upp sendir og GPS staðsetningartæki á þau. Þannig hafa skólakrakkar á Íslandi og í mörgum öðrum löndum fylgst fylgst með ferðum margæsa um heiminn, sjá bloggið mitt Fugl dagsins er margæs
Eitt sérstakt áhugamál mitt varðandi vefmyndavélar og vídeóvélar er að geta einhvern tíma í náinni framtíð fjarstýrt svona myndatöku í lofti. Ég hef reyndar hvergi séð það en mig langar mjög mikið til að geta sent ódýrar og næstum einnota myndavélar og tökuvélar upp í loftbelg (þarf ekki að vera nema heliumblaðra) eða flugdreka og látið senda mér loftmyndir, loftmyndir sem eru teknar eru miklu lægra en flugvélar fljúga, kannski bara úr 50 metra hæð.
Hmmm... væri ekki sniðugt að festa örlitlar einnota myndavélar við fugla. Kannski þyrftu bréfdúfur að eiga eitthvað kombakk í þessu efni, væri ekki hægt að þjálfa þær til að bera með sér litlar myndavélar og fljúga yfir íslenskar óbyggðir. Bréfdúfur koma til baka, þær rata heim, sennilega nota þær segulsvið jarðar. Þær fylgja líka vegum. Ef netumhverfið væri þannig á Íslandi að alls staðar væri hægt að senda beint út á vefnum og það væri hægt að fá örlitlar en samt nákvæmar vefmyndavélar, væri þá ekki hægt að nota bréfdúfur við vegaeftirlit t.d. varðandi vegi á hálendinu?
Grein um bréfdúfur á wikipedia Homing pigeon
Vilja sjónvarpa úr tófugreni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.