15.3.2008 | 17:04
Stóra slömmið Reykjavík
Þessa mynd tók ég fyrir utan minn vinnustað í gær af vorinu í Reykjavík - af hinu venjulega reykvíska vori þegar plastdræsublómin blómstra á trjám og runnum.
Þegar þú ekur um þéttbýli erlendis hvernig veistu hvernær þú ert kominn inn í slömm og verstu hverfin í borgunum? Það er eitt nokkuð óbrigðult merki, það er þegar allt umhverfið ber með sér að fólki sé sama um umhverfið og þegar draslið og úrgangurinn fýkur um allt. Á hverju ári þegar snjóa leysir í Reykjavík þá lítur stór hluti af Reykjavík og þá sérstaklega atvinnuhverfin og ræmurnar meðfram vegunum út eins og risastór slömm. Húsin eru falleg og nýleg en allt í kringum þau flýtur og feykist til draslið sem enginn virðist taka eftir og sem enginn virðist bera ábyrgð á að hreinsa. Núna í mars eru næstum þrír mánuðir þangað til skólakrakkarnir koma í hreinsunarvinnu hjá borginni. Á allt að vera fljótandi í drasli þangað til? Ég hvet fólk sem keyrir upp Ártúnsbrekkuna að líta í kringum sig á vegakantana og meta hvort þetta er í lagi. Ég hef oft áður vakið athygli á ruslinu í Reykjavík, hér er myndasyrpan mín um það.
Umhverfismál eru mikið í tísku og Reykjavíkurborg styður við ýmislegt varðandi umhverfismál svo sem græn skref í Reykjavík og náttúruskóla í Reykjavík og vistvæna bíla og styrkir nemendur til að ferðast í almenningsfarartækjum.
Það sem mér finnst sorglegast er að ástandið er víða svona í kringum opinberar stofnanir og skóla. Hvernig er hægt að kenna börnum og ungmennum að umgangast umhverfi sitt af virðingu ef þeim er jafnframt kennt að loka augunum fyrir drasli sem alls staðar flýtur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sýndu þá fordæmi og taktu til hendinni!
Magnús V. Skúlason, 15.3.2008 kl. 18:57
Sæl, auðvitað eigum við öll að þrífa næsta nágrenni okkar. Við erum borgin og borgin sýnir umgengni okkar um hana. Sýnum ábyrgð og tökum upp draslið.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 16.3.2008 kl. 00:09
Ég var í Bláfjöllum í dag, þar var gefið ókeypis prinspóló í hundraða vís. Svæðið kringum skálann leit út eins og eftir útihátið, allt í umbúðum eftir prins póló. Ég hefði svo sem geta tínt þetta upp og ekki gert meira þann daginn en það hlýtur að þurfa að efla siðgæðisvitund fólks, svo að þetta teljist ekki normal ástand
Andrea (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 00:28
Orð í tíma töluð.
Marta B Helgadóttir, 17.3.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.