Femínistafélagið 5. ára

Femínistafélagið  varð  fimm ára í  gær.  Stofnfundur var haldinn  14. mars árið 2003 og framhaldsstofnfundur var haldinn 1. apríl 2003.  Ég  mætti  á báða fundina og á seinni fundinum þá tók ég að mér að vera ráðskona í vefhópi og var það í tvö ár.  Það var gífurleg vinna og oft mjög erfitt vegna þess að mikið af virkni félagsins var  þá sem nú  í póstlistaumræðunni og þar var oft  gneistaflug. Sem dæmi má nefna að einn daginn voru send um 70 bréf  á póstlistann og það voru beittar umræður.

Hér er ein af myndunum sem ég tók á stofnfundinum fyrir 5 árum, Kristín Helga dóttir mín var þá 13 ára og hún sést fremst á myndinni. 

x128-2846_IMG

Fleiri myndir frá stofnfundinum 14. mars 2003 

Í gærkvöldi byrjuðu afmælishátíðarhöld Femínistafélagsins með sýningu og úrslitum úr mínútumyndastuttmyndasamkeppni sem félagið stóð fyrir. Kristín Helga tók þátt í samkeppninni og sendi inn stuttmynd sem reyndar var um 3 mínútur. Hér er mynd af Kristínu Helgu (lengst til vinstri) og vinkonum hennar Kristinu og Ragnheiði sem léku í myndinni.

001

Kristín Helga setti myndina sína sem heitir Ef kona væri karl og karl væri kona  inn á youtube og hún er hérna:


Ég er mjög stolt af fyrstu stuttmynd dótturinnar og það er ekkert verra að það sé mynd með femínisku yrkisefni. 

Hér eru fleiri myndir frá mínútumyndahátíðinni og afmælisfagnaðinum í Norræna húsinu í gærkvöldi. 

 bloggið mitt fyrir 5 árum þegar ég fór á stofnfundinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband