Póker, spilafíkn, fjárhættuspil og framsóknarmennska

Ég tjái mig um fjárhættuspil og spilafíkn í vídeóbloggi:

 

  Bjarni Harðarsson segir á bloggi sínu:

"Ég tel mig líka vita að fæstir þeirra sem sitja við póker- eða briddsborðin á við nokkra fíkn að stríða og örugglega ekki Birkir Jón. Spilafíknin sem er mjög raunaleg kemur helst fram í ástríðunotkun spilakassa og annarri frekar einmanalegri iðju þess sem tapað hefur áttum. Í spilamennsku þingmannsins felst engin óvirðing við þetta vandamál,- ekki frekar en að hófleg víndrykkja með mat á Bessastöðum geti skoðast sem óvirðing við starf SÁÁ."

Ég held að Bjarni og fleiri alþingismenn þurfi frekari fræðslu um spilafíkn ef þeir halda að  spilafíkn sé eitthvað sem tengist helst og næstum eingöngu spilakassaiðju.  Ólögleg pókermót þar sem spilað er upp á háar fjárhæðir eru ekki mjög heppileg samlíking við víndrykkju með mat á Bessastöðum. 

Nokkrar slóðir um málið

Að sitja við sama borð

Vammlausa alþingismenn - nei takk!

 Ég er ekki spilafíkill

Björn vill að lög taki mið af auknum pókeráhuga 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðaði ekki videobloggið hjá þér það sem það var ekki að fúnkera sem skildi hérna megin, allavega "Ólögleg pókermót þar sem spilað er upp á háar fjárhæðir eru ekki mjög heppileg samlíking við víndrykkju með mat á Bessastöðum. "

Hver er munurinn?, Og hvað eru "háar" fjárhæðir?

Teluru bridgehátiðina á loftleiðum vera fjárhættuspil uppá háar fjárhæðir?  

Andri (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband