2.2.2008 | 17:05
Vistmenning og rauðar íslenskar
Ég byrjaði áðan á greininni vistmenning á íslensku wikipedia. Ég tók saman núna um mánaðarmótin hvað ég hef skrifað margar greinar á íslensku wikipedia. Mér telst til að árin 2006 og 2007 hafi ég skrifað yfir 250 greinar. Hér er yfirlit yfir þær greinar. Það eru núna 19.729 greinar á íslensku wikipedia en á ensku wikipedia eru komnar 2.204.919 greinar sem er dáldið meira.
Það er sorglega lítill skilningur hérna á Íslandi á hvað lítil málsamfélög eins og hið íslenska hafa mikinn hag af því að byggja upp svona gagnasöfn eins og wikipedia. Allt starf á wikipedia er unnið í sjálfboðavinnu og enginn fær neina umbun fyrir það starf svo ég viti. Það er í engu mér eða öðrum til framdráttar að skrifa þar inn og oft heyri ég hnýtt í wikipedia og fundið að efni þar og hneykslast á því að þarna geti leikmenn skrifað um efni og þarna sé enginn áreiðanleiki upplýsinga. Það er nú eitthvað annað en þessi vísindalega þekking sem hleðst upp í ritrýndum gagnasöfnum.
Það er eiginlega furðulegt að ég og mörg þúsund aðrir í heiminum skuli skrifa inn í wikipedia, þar af nokkrir tugir á íslensku wikipedia. Hvað rekur okkur áfram að verja svona miklum tíma í svona forsmáða iðju?
Í janúar í ár skrifaði ég þessar greinar í íslensku wikipedia:
Ég hugsa að ég skrifi í íslensku wikipedia af því mér finnst miklu varða að fólk viti hvað hlutir eins og vistmenning er og viti hvaða menningarverðmæti er fólgin í rauðum íslenskum.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir spjallið á VFÍ í kvöld.
Ágúst H Bjarnason, 3.2.2008 kl. 01:28
Það er mjög gagnlegt að geta leitað í upplýsingar eins og á Wikipedia. Æðislegt hjá þér, til hamingju með þetta!
www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.