HB Grandi - konurnar og kvótinn

Núna er í fréttum að HB Grandi á Akranesi hyggst segja upp starfsmönnum landsvinnslunnar á Akranesi.

Það er ágætt að nota þetta tækifæri' þegar fyrirtæki er í fréttum til að spá í hvernig fyrirtæki HB Grandi er. 

Grandi var áður fiskvinnslufyrirtæki í Reykjavík en sameinaðist svo HB á Akranesi. HB Grandi var afskráður af lista Kauphallarinnar að ég held árið 2006. HB Grandi á mikinn fiskveiðikvóta. Þrír lögaðilar (Vogun hf., Fiskveiðahlutafélagið Venus og Hampiðjan hf.) munu eiga samtals 44,48% hlutafjárins.

Ég skoðaði vefsíðu  HB Granda áðan og sé þessar upplýsingar fyrir hluthafa:

 

HB Grandi hf. er almenningshlutafélag með um 800 hluthöfum. 

 

Stjórn HB Granda: 

Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður

Bragi Hannesson

Kristján Loftsson

Halldór Teitsson

Hjörleifur Jakobsson

Varamaður:

Guðmundur A. Birgisson

 

Helstu stjórnendur:

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri,

Jóhann Sigurjónsson, fjármálastjóri,

Rúnar Þór Stefánsson, útgerðarstjóri,

Svavar Svavarsson, markaðsstjóri,

Torfi Þ. Þorsteinsson, framleiðslustjóri,

Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávardeildar

Er ekki einkennilegt að það skuli bara vera karlmenn í stjórn þessa fyrirtækis og í röð helstu stjórnenda? Er ástandið kannski þannig alls staðar þar sem sýslað er með réttinn til að nýta auðlindir hafsins við Ísland?  

Ég held að það hafi mest verið  konur sem núna misstu vinnuna á Akranesi.


mbl.is Stefnt að því að endurráða 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Rétt er það Salvör, flest þeirra sem missa vinnuna eru konur. Og það er einmitt þung ástæða fyrir því hve þetta er alvarlegt því kvennastörf eru ekki á hverju strái á Akranesi. Sjá annars: http://magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/entry/428157/

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.1.2008 kl. 10:01

2 identicon

Gamall brandari frá Sovíet gekk út á það að þjóðirnar þurftu að þola samanburð á því hvernig vinnunni var deilt á fólkið. Til að gera langa sögu stutta, þá kom það fram í Sovíet, að þar sátu mennirnir undir tré, drukku vodka og réðu málefnum samfélagsins meðan vinnuaflið (konurnar) voru úti á akri og unnu.

Kannski er Grandi að reyna að vera með pólítíska yfirlýsingu, ómeðvitaða, með þessum háttum.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þetta gleymist oft í umræðunni um kvótakerfið... en mjög þarft umræðuefni.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.1.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir að minnast á þetta Salvör. Ég sat í nefnd á vegum fyrrv.sjávarútvegsráðherra sem gerði úttekt um m.a setu kvenna í 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum hér á landi. Nefndin kláraði störf sín 2007 en eftir því sem ég best veit hefur skýrslan aldrei verið birt. Niðurstöður könnunar sem var gerð vegna þessa sýndi að um 12% stjórnarmanna í þessum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum voru konur ef ég man rétt. Flestar í gegnum fjölskyldutengsl. Það var þó margt sem benti til að helstu ákvarðanir væru teknar af mönnunum og að margar stjórnanna væru meira konstruktion en eiginlega virkar. Það var auðvitað margt meira athyglisvert sem leyndist þarna en eins og áður sagði var skýrslan ekki birt.

Anna Karlsdóttir, 30.1.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því miður myndi það litlu breyta þó stjórn HB Granda væri eingöngu skipuð konum. Ég veit ekki til þess að konur taki á neinn hátt öðruvísi eða mildari ákvarðanir í fyrirtækjarekstri en karlar.

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 08:54

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Anna, það er áhugavert að heyra af þessari skýrslu. Furðulegt að hún hafi ekki verið birt neins staðar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.1.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jóhannes, hugsanlega taka konur ekkert öðruvísi á málum en þar er afar, afar óeðlilegt ef þannig girðingar eru í samfélaginu að 50% landsmanna hefur enga eða hverfandi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum um mikilvægustu auðlindir okkar. Fyrir utan að það er hreint og klárt mannréttindamál þá er það líka spurning um skynsemi, það eru miklu meiri líkur á því að teknar séu óskynsamlegar ákvarðanir ef sá hópur sem tekur ákvarðanir er mjög einsleitur og endurspeglar ekki fjöldann sem hann er að taka ákvarðanir fyrir.

Ef ég ber þetta saman við t.d. USA þar sem blökkumenn eru víða yfir 10% þá væri afar óeðlilegt að blökkumenn hefðu hvergi möguleika á því að komast að í stjórnum fyrirtækja. Konur eru 50% . Af hverju hafa þær ekki möguleika á að komast að í stjórnum fyrirtækja. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.1.2008 kl. 11:17

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Salvör

Það er lengri saga sem tengist ágreiningi nefndarmanna um hvaða leiðir ætti að fara  í úrbótum á stöðu kvenna við stjórn sjávarútvegsfyrirtækjanna.

Ég hef skrifað um innihald skýrslunnar í skýrslu til Sustainable Development working group í Norðurheimskautsráðinu "Women and Natural Resource Management in the Rural North". En Hulda Lilliendahl hjá sjávarútvegsráðuneytinu/Hafró ætti að geta gefið upplýsingar um undir hvaða stól nefndarskýrslan lenti.

Anna Karlsdóttir, 30.1.2008 kl. 11:47

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kannski maður skrifi bréf í sjávarútvegsráðuneytið og spyrji um þessa skýrslu og spyrji hvort maður geti ekki fengið hana.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.1.2008 kl. 18:35

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þær konur sem minnsta hæfileika hafa til þess að stjórna kvarta mest yfir því að fá ekki stjórnunarstöður.Svo er líka með karlmenn.Mér sýnist að svo sé með þær konur sem hafa gefið í skyn hér á þessari síðu að þær séu best til fallnar að stjórna Granda H.F.Rektor háskóla íslands eða forstjóri Alcan, sem báðar eru konur hafa, ekki haft uppi þá sjálfhælni sem sést hér á þessari síðu.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband