Hryllingur... myndefnasía ríkislögreglustjóra

Vilja koma upp myndefnasíu á netinu

Embætti ríkislögreglustjóra vinnur að því, í samvinnu við aðra, að koma upp síu á myndefni sem dreift er á netinu til að koma í veg fyrir dreifingu á myndum sem tengjast barnaklámi og öðru ofbeldi gegn börnum.

Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, spurði Björn hvort til greina kæmi að beita forvirkum aðferðum gegn barnaníðingum og öðrum sem nota netið í glæpsamlegum tilgangi. Björn sagði að tryggja þyrfti örugg samskipti á þessu sviði sem öðrum.

 

Ríkislögreglustjóri mun jafnframt næsta haust taka við rekstri ábendingalínu sem Barnaheill komu á fót. Þar er hægt að koma á framfæri upplýsingum um ólöglegt efni.

Loks er til skoðunar að koma upp eins konar rauðum hnappi sem nota má til að tilkynna lögreglu um óeðlileg samskipti á netinu.


mbl.is Tæknin gerir hleranir erfiðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Já, allar þessar síur eru reykur og speiglar. Brotavilji barnaníðinganna er fljótur að finna aðrar leiðir en að hafa myndir, og myndefni ódulkóðað osfv..  Síðan þegar svona síur eru teknar til notkunnar er ekkert í fyrirstöðu fyrir því að sía út efni sem kanski er á skjön við pólutískar skoðanir stjórnvalda, allaveganna er ekkert opinbert eftirlit eftir svoleiðis spillingu.

Flott grein og Kær kveðja Alli. 

Alfreð Símonarson, 29.11.2007 kl. 12:41

2 identicon

Þetta mun bara bitna á saklausu fólki... Dear Leader taktík BB er skerðing á frelsi okkar allra og í mínum huga er ísland orðið Norður Kórea

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:16

3 identicon

Þetta þarf ekki endilega að vera slæmt mál.

Samkvæmt upplýsingum frá einum af gaurunum í tölvudeild löggunnar er meirihluti þeirra barnaklámmynda sem í umferð eru sömu myndirnar aftur og aftur og aftur (eiginlega sem betur fer, þegar maður veltir því aðeins fyrir sér).

Þá er hægt að greina þær auðveldlega í nettraffík, þar sem þær eru auðaðgreinanlegar og þar með hægt að a) stoppa þær eða b) senda löggumann heim til þess sem var að hlaða henni niður.

Þetta hefði engin áhrif á annað efni eða aðra nettraffík þar sem eingöngu væri verið að sigta út þekktar barnaklámmyndir. Miðað við tölurnar sem viðkomandi nefndi á fundi félags tölvunarfræðinga þá væri með þessu móti hægt að taka úr umferð 60-70% þess barnaklámefnis sem menn eru að skiptast á á einu bretti - og síðan sífellt meir og meir.

Þannig að það má frekar líkja þessu við vírusavörn en spamsíu á ruslpóst.

Varðandi komment um að við séum orðin eins og Norður-Kórea, þá má benda á frétt frá því gær þar sem þeir skutu einhvern verksmiðjustjóra fyrir að hringja til útlanda. Við getum t.d. hætt að kjósa BB ef okkur líkar ekki við stefnuna. Jafnvel hringt til útlanda án þess að eiga á hættu að vera skotin, bara rukkuð fullt. 

Tóti (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:14

4 identicon

Ég sé ekki betur en það sé sjálfsagt mál að setja síur á þetta hroðalega efni. Þannig yrði bætt úr því sem hefur verið helsti galli netsins. Einnig má segja að þetta sé fyrirbyggjandi aðgerð þannig fólk fái ekki svona efni inn í tölvurnar í ógáti.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:17

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Google sían er gott dæmi, sirka 15% af alvöru póstunum mínum endar sem spam en sirka 35% af spamminu kemst í gegn :/

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.11.2007 kl. 16:38

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þá er hægt að greina þær auðveldlega í nettraffík, þar sem þær eru auðaðgreinanlegar og þar með hægt að a) stoppa þær eða b) senda löggumann heim til þess sem var að hlaða henni niður.

A) Nei það er ekki hægt, þú hefur augljóslega ekki mikla tölvukunnátu ef þú heldur að það sé hægt.  Talaðu við einhvern sem er lærður um þetta og hann mun segja það sama. Það er hægt að sjá hvaða ip tölur(notendur) hafa verið á, það er ekki hægt að sjá hvort Kalli út í bæ sendi Lalla í hafnarfirði barnaklám gegnum lokaðan ftp server

B) Ef það er hægt að rekja ip-töluna já, þeir sem eru í þessu hafa oftar en ekki mikla tölvukunnátu og nota brögð sem koma í veg fyrir að það sé hægt. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.11.2007 kl. 16:42

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

60-70% eru draumórar, ég mundi segja 3-5% væru tæknilega mögulegt og varla meira en það

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.11.2007 kl. 16:43

8 Smámynd: Þórbergur Torfason

Salvör. Það hlýtur að vera okkur foreldrum, mikið kappsmál að við getum leyft börnum okkar að þvælast um netið án þess að eiga á hættu að lenda í klóm aðila sem freista þeirra með allskyns gylliboðum um hitt og þetta. Ýmislegt finnst á netinu sem hvorki er hollt börnum né fullorðnum og að sjálfsögðu er það kappsmál allra sem vilja þó hafa netið, að ekki sé hætta á að barn eða unglingur sem er að fikta sig áfram, detti niður á miður heilbrigða síðu sem leiðir áfram inn á ógeð sem hugsanlega er frekar auðvelt að sía út og uppræta.

Netið er að mörgu leyti gott þótt það sé mikill tímaþjófur. Þess vegna hlýtur það að vera lykiatriði að viðhalda siðlegu heilbrigði þar inni.

Ég styð og hef alltaf stutt strangt eftirlit með því hvað sett er inn og vistað á netinu.

Þórbergur Torfason, 29.11.2007 kl. 18:13

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hvað er það annars sem þú flettir upp á netinu sem ekki má koma fyrir almennings augu?

Ég skil engan veginn þennan hræðsluáróður gegn svona sjálfsögðu eftirliti.

Þórbergur Torfason, 29.11.2007 kl. 18:17

10 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Bönnum hætturnar!

Þar er svo skelfilega pínlegt að þurfa að ræða við börnin sín um rétt og rangt, siðferði, réttlæti, sjálfsvirðingu, kynlíf og ofbeldi. Börn spyrja líka svo hreinskilinna spurninga að maður þarf þá að setja sig inn í svona snúin mál og getur fengið af því bæði hausverk og svefntruflanir.

Nei, gerum lífið auðveldara og látum lögguna banna það sem ekki má! 

Soffía Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 18:33

11 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég styð og hef alltaf stutt strangt eftirlit með því hvað sett er inn og vistað á netinu.

 Jeminn eini þú hljómar eins og Kínverska ríkistjórnin 

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.11.2007 kl. 19:43

12 identicon

Alexander, ég hef reyndar þokkalega tölvukunnáttu. Það er hægt - hjá ISPanum - að trakka nánast hvaða nettraffík sem er og skoða hvað er í henni. FTP líka.

Nema hún sé dulkóðuð náttúrulega.

En ISParnir geta t.d. vitað nákvæmlega hvaða Torrenta þú ert að sækja, hvort þú hafir sent einhverja mp3 skrá eitthvað osfrv. Það eru meira að segja til kerfi sem reikna út STEFgjöld eftir því hvaða tónlist fólk er að flytja á milli sín.

ISParnir vita líka hver var á bak við hvaða IPtölu og hvaða session hverju sinni. Utanfrá er náttúrulega ekki hægt að trakka þetta að einhverju ráði, en innan frá, blessaður vertu, ekki mikið mál.

Og já, 'sumir' þessara perra eru ferlega klárir og kunna að hylja slóð sína. En margir eru bara venjulegir netnotendur og eru að senda þetta á milli óhulið, óbrenglað og ógeðslegt. Það er massanotkunin, það er hún sem er hægt að stoppa / upplýsa.

En ég er sammála þér með frelsið, það er gott svo framarlega sem það er haft virkt eftirlit með því :) 

Tóti (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 19:58

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég mundi telja að það væri mjög lítið um barnaklám á torrentum vegna þess hversu opið það er.

Svo hvað? Fara manually yfir alla traffík? :D  

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.11.2007 kl. 21:26

14 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Auðvitað er lítið mál að tracka torrenta enda er það svo opið.

Ég tel besta ráðið gegn barnaklámi eru svokallaðir honey pots, hefur verið gert í Bna þar sem eru settar upp plat-barnaklám síður í sem leiða beint á heimasíðu fbi og að ip talan hafi verið logguð og hefur leidd til einhverja handtaka ef ég man rétt. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.11.2007 kl. 21:31

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Salvör er alveg módel kennari. Nú þarf maður alltaf að passa sig þegar fólki er hrósað vegna þess að það getur auðveldlega snúist í andhverfu sína en þetta er virkilega manneskja sem við þurfum að virkja enn betur. Helst vildi ég gera hana strax að menntamálaráðherra, eins og ég hef áður nefnt.

Baldur Fjölnisson, 29.11.2007 kl. 23:01

16 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sveinn er með þetta. Nákvæmlega það sem málið snýst um. Við eigum að geta leyft börnunum okkar að vafra um á netinu, æfa sig á tölvur sem er framtíðin án þess að vera með lífið í lúkunum um að upp dúkki einhver óhroði sem einhver andskotans perri hefur troðið sem viðhengi inn á einherja sakleysislega leikjasíðu.

Ég spyr aftur, hvað er fólk að sýsla með á netinu sem þolir ekki dagsins ljós. Hvern andskotann er fólk að fjargviðrist þó netsíður séu skoðaðar af eftirlitsaðilum. Hörmungar netkláms, ekki bara barnakláms eru þekktar. Leyfum netinu að njóta sín án perrahátts. Hættið að vera með einhver myrkraverk á netinu. Fagnið opnum netheimum sem þola dagsbirtu, skoðun almenns eftirlits.

Þórbergur Torfason, 29.11.2007 kl. 23:56

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er einfalta að segja þetta Þórbergur en að gera þetta er tæknilega ómögulegt.

Nei ég fagna ekki kínversku interneti  

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.11.2007 kl. 00:32

18 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Sammála aðvörunarorðum Salvarar

Það er nú einföld staðreynd að svokallað "barnaklám" = kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er best að taka á með því að finna það á netinu. Síur er rugl og þvælast fyrir, það er miklu betra að finna sökudólgana beint með vöktun almennings. 

Hvað varðar eitthvað annað á netinu þá tel ég alfærasælast að yfirvöld taki ekki að sér að skilgreina svonefndan "perraskap" þegar fullorðið fólk á í hlut.  Kynlíf eins er finns öðrum stundum vera ógeð. Við veljum hvað okkur finnst gott eða ógeðslegt.  Kynlíf samkynhneigðra finnst einum spennadi en öðrum beinlínis ógeðslegt.  Mér finnst hákarl ógeðslegur og skata verri og þeir sem borða þetta eru hálfgerðir "perrar" í mínum huga. Og hvað með það?

Verndum samt alltaf börnin en leyfum fullorðunm að vera fullorðnum. Kona með karl, karl með karl, kona með konu eða eitthvað ennþá flóknar munstur. Ég fíla regnboga en ekki svarthvít sjónarmið.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 30.11.2007 kl. 00:40

19 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Björn Bjarni er eflaust hættulegasti maður lýðræðinu á Íslandi í augnabliki,maðurinn virðist taka USSR sem fyrirmynd

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.11.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband