Samningar RÚV við einkaaðila

Eru einhverjar reglur um hvernig samninga RÚV getur gert við einkaaðila? Geta t.d. einkaðilar sem vilja koma vörum sínum á framfæri gert samninga við RÚV um kostun á einhverjum sjónvarpsþáttum? Það er hið besta mál að fjársterkir einstaklingar styrki RÚV en eru það samningar? Ef þetta er fjárstyrkur þá þarf engan samning. Þá væri fréttin Björgólfur Guðmundsson styrkir íslenska dagskrárgerð um þetta margar krónur. Hann setur eftirfarandi skilyrði fyrir styrknum.... og svo myndi vera talið upp hver skilyrðin fyrir fjárstyrknum væru.   Ég vona að Björgólfi gangi gott eitt til með þessu, hann er áhrifamikill á íslenskum fjölmiðlamarkaði, svo árhrifamikill að það er erfitt fyrir fjölmiðlamenn sem og aðra að halda uppi umræðu sem honum er ekki þóknanleg.

Er það ekki rétt munað hjá mér að hann hafi viljað kaupa DV á sínum tíma til að leggja það niður vegna greinar sem birtist þar og fjallaði um fjölskyldumálefni hans á þann hátt sem honum líkaði ekki? 

Bendi líka á bloggið mitt frá því dag um RÚV :
Veruleikafirring hjá Rúv - útvarpsstjóralaun og kvenkynsþulur

 


mbl.is Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er viðtal við Þorbjörn Broddason á visir. is um þetta mál hann telur að hér sé rangt spor stigið

María Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband