9.11.2007 | 10:47
Veruleikafirring hjá Rúv - útvarpsstjóralaun og kvenkynsþulur
Það eru furðulegar fréttir um laun útvarpsstjóra og það veitir svo sannarlega ekki af því að farið sé ofan í saumana á rekstri þar. Ég skora á stjórn RÚV að gæta hagsmuna almennings á Íslandi, það er hvergi nauðsynlegra en í fyrirtæki sem rukkar toll af öllum landsmönnum að hafa eftirlit með hvernig er farið með það fé. Reyndar finnst mér margt í rekstri RÚV vera afar steinrunnið og miðað við fjölmiðlalandslag sem er löngu fokið út í veður og vind með breyttri miðlunartækni m.a. vefmiðlun.
Það er kannski skýrasta dæmið um hversu steinrunnið skipulagið er hjá RÚV þessi síðasta ráðning á þulum. Það voru fjórar konur ráðnar úr hópi 103 umsækjenda, þar af voru 18 karlmenn. Þó ég persónulega skilji alls ekki tilganginn í þulum, af hverju þarf einhver að þylja upp dagskrána þegar hún er hvort sem er prentuð í mörgum fjölmiðlum og auðvelt er að fara á Netið eða á textavarpið til að fá hana og kynningu á dagskránni (ég smelli bara á takkann I fyrir information á fjarstýringunni á sjónvarpinu)... en þó ég skilji ekki tilganginn með þulum þá ætla ég ekki að gerast neinn dómari yfir að það fyrirbæri eigi rétt á sér, það getur vel verið að áhorfendur á RÚV séu mestmegnis aldrað fólk sem villstöðugleika í framsetningu og helst hafa dagskrána eins framreidda og hún var á þeim tíma sem sjónvarpið fór í frí á fimmtudögum og aðeins var sent út í sauðalitunum. Það er líka bara gaman að sumri forneskju og sjálfsagt að halda í siði eins og að baka kleinur, borða hangikjöt á jólunum og láta lögsögumann þylja upp lögin á alþingi, hafa þulur á Rúv, láta eins og ekkert hafi breyst, eins og ennþá sé ekki fundið upp ritmál eða einhvers konar önnur miðlunartækni.
En látum nú vera þó það séu hafðar þulur, það er sennilega ódýrar útsendingamínútur, sennilega er ekkert ódýrara en að borga förðun á manneskju sem les texta úr lesvél og brosir, hvað er ekki ódýrara en talandi hausar. En það sem stuðar mig er þessi kynjavídd sem hefur nánast alltaf verið í þessu, þulurnar hafa verið fallegar stúlkur sem maður hefur á tilfinningunni að hafi verið ráðnar í starfið til að vera fallegar og brosa. Núna í dag kom það í Fréttblaðinu (bls44) að Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri RÚV hefði ráðið fjórar nýjar þulur úr hópi 103 sem sóttu um.
það sem er verulega stuðandi er hvernig viðhörf Þórhalls speglast í hvernig ráðið var í starfið. Það voru bara ráðnar konur. Þórhallur segir "Þessar fjórar voru þær hæfileikaríkustu". Hann segir tilviljun eina ráða því að hópinn skipi eingöngu konur.
"Það voru átján strákar í hópi umsækjenda. Stelpurnar voru einfaldlega betri og við völdum út frá hæfileikum og getu. Þetta starf mun gefa möguleika á að koma að annarri dagskrárgerð og umsækjendur voru valdir með tilliti til þess"
Það er nú reyndar gleðilegt að þulastarfið sé hugsað sem stökkpallur í önnur störf hjá RÚV en það er einkennilegt ef í auglýsingu um starf er valið með tilliti til annarra starfa sem viðkomandi mun hugsanlega hafa möguleika á að komast í. Það er líka fáránlegt að velja á svona kynjabundinn hátt í starf þegar úr svona stórum hópi umsækjenda er að velja. Með þessum orðum dagskrárstjóra er hann að ulla framan í allt jafnréttisstarf og jafnréttisráð.
Það er gríðarlega mikilvægt að störf í áberandi stofnun eins og Rúv virði þær leikreglur sem í gildi eru m.a. jafnréttislög og það sé ljóst eftir hverju er farið við mannaráðningar. Í þessu tilviki er það afar óljóst og það verður að spyrja dagskrárstjórann nánar út í þessa ráðningu.
Ég skoða á stjórn Ríkisútvarpsins að gæta hagsmuna almennings varðandi hvernig farið er með fé hjá RÚV m.a. laun útvarpsstjóra og hvernig stendur á þessari slagsíðu í mannaráðningar varðandi kynhlutfall í starf sem hingað til hefur verið tengt við brosandi fallegar konur að lesa upp orð af lesvél.
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. skipa:
Ómar Benediktsson
Kristín Edwald
Páll Magnússon
Svanhildur Kaaber
Svanfríður Jónasdóttir
Varastjórn skipa:
Signý Ormarsdóttir
Sigurður Aðils Guðmundsson
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Kjartan Eggertsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Athugasemdir
Fólk hlýtur að spyrja sig hvernig það mátti gerast að laun útvarpsstjóra tvöfaldast við háeffun! Úr litlum 800 þúsund(sem eru náttúrulega engin laun:)) í 1,5 miljónir á mánuði. Hey! Maðurinn er útvarpsstjóri kommon með fullri virðingu fyrir starfinu sem slíku. En þetta er vandalítið starf og ábyrgðin engin.
Nú situr blessaður maðurinn í stjórn ásamt fleirum. Var það hann sjálfur sem að knúði þetta fram og var það stjórnin sem að samþykkti þetta. Eða hver var það sem að lagði blessun sína yfir þetta.
Fyrir mína parta þá vil ég kalla þetta þjófnað og ekkert annað.
Kær kveðja
Eggert
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:10
Það er eitthvað forneskjulegt við kynjavídd (nota orðfæri þitt) hjá sumum rótgrónum íslenskum valdastofnunuð og fyrirtækjum. Svolítið erfitt að festa hönd á hvað það er. Fyrir mörgum árum var ég vakin upp af ungum manni í flugi hjá mexíkanska ríkisflugfélaginu, og hann bauð mér kaffi eða te. Latino-karlmenn eru sannir karlmenn. Ég hugsaði bara fjandinn, Mexíkanar eru með stráka í kaffinu en hvað er að Icelandair! Umhverfið sem það býr til er eins og gömul snyrtifatabúð.
Sigurlaug Gunnlaugs (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:56
forneskja.
Faer Pall i alvoru 1,5 milljon fyrir ad maeta i thessa vinnu?
SM, 11.11.2007 kl. 22:34
Sé að þú telur upp stjórnarmenn RÚV, eins og þeir eru á vef fyrirtækisins. RÚV virðist ekki hafa sinnt því sem skyldi að uppfæra heimsíðuna sína. Alþingi kaus Margréti Frímannsdóttur sem aðalmann, á fundi sínum 3. október s.l., í stað Jóns Ásgeirs Sigurðssonar heitins. Annars hélt ég að Margrét hefði verið að leysa Svanfríði Jónasdóttur af, Svanfríður hefur kannski komið inn sem varamaður eftir að Jón Ásgeir féll frá.
Soffía Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.