Svanir fljúga hratt til heiða

svanur-commonsþað er gaman að því hvernig almenningur getur núna fylgst með ferðalögum dýra í lofti og sjó. Sumir fuglar sem fljúga um Ísland á ferðalagi sínu milli varpstöðva og vetrarstöðva takast á við ótrúlegar þrautir. Þannig er margæsin

Ég er að gera tilraun með að skrifa inn greinar á íslensku wikipedia sem tengjast einhverri moggagrein sem ég blogga um. Það var komin grein um  Álft svo ég bætti við greinum um tvær aðrar svanategundir: 

Hnúðsvanur

Svartsvanur

Ég held að hnúðsvanir komi stöku sinnum til Íslands en ég þekki ekki til að svartsvanir séu hérna eða hafi verið fluttir til landsins.

Sennilega mun nú ekki vera gert mikið að því í framtíðinni að flytja svani til landsins, það er hættulegt út af fuglaflensu. Það er spurning hvenær hún berst til landsins.  

Kannski er hún komin. 

 


mbl.is Hægt að fylgjast með ferð svana á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott framtak. Lagaði örlítið og bætti við.

Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Einar Indriðason

Það er eins og mig minni að sést hafi til svarts svans við Höfn í Hornafirði fyrir nokkrum árum.  (En þar sem ég get ekki (eða nenni ekki) að finna nánari vísun á þetta, þá verð ég bara að vísa á mitt (stundum smá-gloppótta) minni.)

Einar Indriðason, 24.10.2007 kl. 16:23

3 identicon

Sæl,

Á árunum 1958 - 1977 var lítill innfluttur tjarnarstofn af Hnúðsvönum í Reykjavík en hann dó út. Fyrsti flækings Hnúðsvanurinn fannst svo 1989 við Hvalnes í Lóni. Síðan þá hafa þrír hnúðsvanir sést á Íslandi og verið skráðir. Einn þeirra varð svo langdvalarfugl, en hann hélt til á Norð-austurlandi. Hann kom árið 1996 en fannst dauður árið 2004 á sama svæði, þá með skothögl í sér.

sjá hér: http://www.gaviatravel.com/content/view/81/

Það eru til nokkrar myndir af hnúðsvaninum fyrir norðan, t.d. ein hér frá Húsavík http://www.hi.is/~yannk/myndir/rarity/gh_hnudsvanur.jpg

Svartsvanir sjást alltaf regluglega, mér minnir að það hafi sést að minnsta kosti 2 í ár, einn í Lóni og einn hélt til við Mývatn í allt sumar. Þessir fuglar eiga uppruna sinn hinumegin af hnettinum og eru þar af leiðandi næstum 100% örugglega úr skrúðgörðum í evrópu og hafa verið að flækjast hingað með Álftum.

sjá hér: http://www.gaviatravel.com/content/view/81/

það eru nokkrar myndir af svartsvönum á fuglar.is http://myndir.fuglar.is/picture.view.php?picture_id=584

Hrafn Svavarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband