Össur í Indónesíu

Ég fékk svo mikinn áhuga á Indónesíu í dag út af þessu ferðalagi hans Össurar aðg ég skrifaði nokkrar greinar inn íslensku wikipedia. Fyrst bætti ég við byrjun á kafla um sögu Indónesíu við aðalgreinina og svo skrifaði ég grein um Borobudur og þá náttúrulega varð ég að skrifa greín um stúpur

Um daginn byrjaði ég á grein um kryddið Múskat en það var einmitt sú vara sem Vesturlandabúa þyrsti mest í frá Indónesíu.

 Seinustu greinarnar sem ég hef skrifað á  is.wikipedia.org  eru

Mér sýnist ég skrifa núna að jafnaði eina grein á dag. Það virðist nú samt ekki vera neitt kerfi í hvað ég skrifa um.


mbl.is Indónesar lýsa áhuga á samstarfi varðandi álframleiðslu og fiskveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Salvör,

Aðdáunarvert framtak að skrifa inn á Wikipedia. Nýlega ræddi ég við ferðalanga sem voru áhugasamir um Jövu en höfðu aldrei heyrt minnst á Borubudur. Í dag hef ég sent þeim stoltur slóðina á Wikipedia.

Einnig þakka ég tilurð texta um stúpur. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa almennan skýringartexta um hvað stúpa er því heima á Fróni þekkja það fæstir. Í skrifum mínum um Asíu koma stúpur reglulega fyrir og núna síðst hin sérkennilega melónustúpa við Visounhofið í Luang Prabang - sjá:http://www.oriental.is/destinations/laos/luang-prabang-hofin-wat-visoun.php

Á næsta ári hef ég einsett mér að standa fyrir ferð til Jövu (Baí verður aðaláfangastður) þar sem stefnan verður að sjálfsögðu sett á Borubudur.

Kær kveðja frá Asíu,

Viktor Sveinsson

Viktor Sveinsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband