17.10.2007 | 11:54
Tortryggin út í Myspace
Ég er nú búin að vera tortryggin úr í Myspace alveg síðan þeir lokuðu Myspace síðunni minni um árið. Það var út af því að ég gagnrýndi að þeir lokuðu á vídeó frá Youtube. Á þeim tíma þá voru eigendur Myspace sennilega að reyna að kaupa upp eigin vídeóþjónustu og lokuðu fyrir aðgang frá öðrum.
Hér eru mín blogg um þetta (á ensku):
Misunderstanding??? MySpace swallows and silences YouTube
Flushing Myspace Down the Tubes
Myspace in the Brave New World
Það var nú svo mikið ergelsi út af þessu að Myspace opnaði fyrir Youtube aðgang aftur. Það er fyndið að á þeim tíma þá leit ég á Youtube sem litla og óþekkta vídeóþjónustu sem bara ég og nokkrir sérvitringar notuðu. Svo bara nokkrum mánuðum seinna þá kom í ljós að þetta er ein mest heimsótta vefslóð í heiminum.
Annars líst mér þrælvel á þetta samstarf Myspace og Skype. Vonandi kemur Skype líka til að virka með ning.com og facebook.com. Það eru félagsnet sem passa betur við sum kennslunot.
MySpace og Skype hefja samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.