8.10.2007 | 16:02
Forsetinn með jarðsamband
Það er hið besta mál að forseti Íslands greiði framþróun íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og kynni íslenskar vörur (nema náttúrulega "íslenskar vörur" eins og reika vodkann, það er ekki við hæfi, sjá grein mínaVodkasala Íslands ) og hugvit og það er náttúrulega hið besta mál ef forsetaembættið vinnur að því að koma á samskiptum milli íslenskra aðila og erlendra aðila sem geta haft hag hver af öðrum og breitt út um heiminn mikilvæga þekkingu sem stuðlar að vistvænni borgum.
Ég efa ekki að hér hafi byggst upp mikil og góð þekking á jarðvarmanýtingu sem getur komið öðrum þjóðum til góða. Ég veit einmitt að nám í jarðhitaskóli sameinuðu skólanna hefur verið hér á landi.
Ég las fréttatilkynningu forsetans um jarðhitasamvinnu Íslands og Kína og ég hlustaði á forseta vorn tjá sig um það í þessu viðtali Loga Bergmanns við Ólaf forseta : Kína styður framboð Íslands til Öryggisráðsins
Ég vildi óska þess að framganga forseta Íslands um jarðhitann væri aðeins jarðbundnari. Mér finnst gaman að loftköstulum en mér finnst ekki trúverðugt tal forsetans (í lok viðtalsins) um eitthvað gríðarlega stórt verkefni... sem væri svo stórt að við gerðum ekkert annað en sinna því, orkufyrirtækin, bankar og fjármálastofnanir... ef það gengi eftir.
Forseti Íslands vinnur gott starf að koma á fót tengslum og það er auðvitað fengur fyrir íslensk útrásarfyrirtæki að geta skutlast svona með forsetann til Kína og fengið hann til að tala máli sínu við ráðamenn á erlendri grundu. En það vantar jarðsamband ef forsetinn fer að tala um einhver gríðarlega verkefni í Kína án þess að nokkuð sé í höfn með samninga og reyndar eins og staðan er í dag allt upp í lofti hér á Íslandi varðandi þetta mál.
Annars er hér góð grein á grapevine.is:Iceland-China Is Free-trade as Good as Claimed? sem er með ólíkt betra jarðsamband.
Viðbót:
Ég fann á vef or.is vitnisburð upp á 29 bls. frá Ólafi forseta Clean Energy for the Future
það virkar nú alveg ágætt rit
Kínverjar vilja stórefla samvinnu við Ísland um jarðnýtingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.