15.9.2007 | 23:59
Dagur opins og frjáls hugbúnaðar
Í dag er Softwarefreedomday 2007 eða dagur þar sem vakin er athygli á frjálsum og opnum hugbúnaði. Það er mjög mikilvægt í skólastarfi að hafa aðgang að góðum hugbúnaði og ekki síst hugbúnaði sem er uppfærður og sem auðvelt og leyfilegt er að aðlaga að þörfum notenda. Það hættir mörgum við að einblína á að það verði að kaupa tölvur fyrir börnin en það er ekki nóg, það skiptir meira máli til hvers þau nota tölvuna. Það er ekki nóg að hafa fullkomin tæki fyrir nemendur ef enginn hugbúnaður er til að nota þau.
Einu sinni var hugbúnaður alveg fáránlega dýr. Núna bjóðast skólanemum Office forrit á mjög hagkvæmum kjörum. Það eru fín forrit. En það eru líka til opin og ókeypis útgáfa af sambærilegum forritum Open Office.
Ég nota núna margs konar opinn hugbúnað með nemendum. Sérstaklega vil ég nefna Mediawiki, Moodle og Elgg. Það eru allt kerfi sem eru í mikilli þróun.
Ég hélt upp á daginn með því að vera mest allan daginn að pæla í opnum hugbúnaði og setja upp nokkur vefsvæði með slíkum forritum þ.e. með Mediawiki, Wordpress og Moodle.
Sigurður Fjalar og Fjóla og Ella Jóna hafa nýlega skrifað góðar blogggreinar um hvernig þau nota og sjá fyrir sér hvernig má nota opnar lausnir í skólastarfi. Við erum mörg sem notum opinn hugbúnað jafnt í háskóla, framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla.
Á Softwarefreedomday árið 2006 stofnuðum við félag um opinn hugbúnað í skólastarfi.
Ég setti í dag upp Wordpress vef fyrir það félag á isfoss.org
3F félag um upplýsingatækni og menntun er nýbúið að setja upp finan vef joomla vef á 3F.is
Það hefur orðin mikil breyting á seinustu misserum í viðhorfi þeirra sem sjá um tölvuumhverfið á mínum vinnustað til opins hugbúnaðar. Núna er skilningur og áhugi fyrir opnum hugbúnaði og ég og Sólveig höfum fengið aðstöðu til að prófa slíkan hugbúnað með nemendum. Vonandi vaknar áhugi hjá Námsgagnastofnun og fleiri aðilum í menntakerfinu á mikilvægi opins aðgangs bæði að hugbúnaði og námsgögnum.
Verðið á 100 dollara fartölvunni komið í 188 dollara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 16.9.2007 kl. 00:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.