Skrappblogg og skissublogg

Ég var að uppgötva að það er fjöldinn allur af íslenskum skrapp og skissubloggurum. Ég reyndar vissi ekki fyrr en í dag hvað skrapp merkir og að orðið að skrappa væri notað um það sem á ensku heitir scrap booking og stundum hefur líka verið þýtt með úrklippubækur.

Þessi tegund af alþýðulist árþúsundamótanna er mjög áhugaverð, það virðast margir fá útrás fyrir sköpun og list með því að útbúa og skreyta myndabækur. Þetta er örugglega fyrirboði þess að það stafrænt föndur verði vinsælt, það er upplagt að vinna svona skreytingar í tölvu. Reyndar er upplagt að búa til textaverk svona, ég þarf að prófa mig áfram með það. Ég bjó til þessa skrappmynd áðan úr nokkrum tölvubakgrunnum

skrapp1

Ég ákvað að skrappa með myndir sem ég tók einu sinni á 1. maí af femínistum svona til að minna á að meðan rapp er strákamenning þá er skrapp kvennamenning og það er iðja sem gjarnan er stunduð af konum með ung börn eða ömmum sem eru að búa til minningabækur um líf fjölskyldna sinna.

Hér eru nokkur skrapp- og skissublogg, það er margt hægt að læra um þessa nýju listgrein á því að lesa þau:

* http://skrappkelling.wordpress.com
* http://liljuskrapp.blogspot.com
* http://www.scrap.is/spjall/index.php Skrappspjallsvæði
* http://heijublogg.blogspot.com
* http://hannakjonsd.blogspot.com/
* http://saeunns.blogspot.com/
* http://thesketchplace.blogspot.com/
* http://skissublogg.blogspot.com/
* http://rosabjorgb.blogspot.com/

Ég sé að ég skrifaði fyrir fimm árum eða 23.8.02 blogg um skrapp. Þá kallaði ég þessa iðju klippibækur. Best ég lími það hérna inn: 

Klippibækur - Alþýðulist nútímans

Nú þegar svo margir hafa aðgang að tölvu og stafrænni myndavél þá má búast við að fólk noti þessa verkfæri fyrir það sem því finnst skemmtilegt og eitt af því er að búa til eigin minningabækur - safna saman og skrá og sýna efni um nánasta umhverfi. Mér finnst gaman að spá í hvernig eitt nýtt tómstundagaman scrapbooking hefur breiðst út. Þetta er að búa til eigin mynda- og textamöppur, gjarnan með ýmis konar pappírsklippi. Þetta gengur út á að búa sjálfur til skemmtilegar úrklippibækur. Sennilega mun þetta vera undanfari tómstundagamans þar sem fólk gerir svona stafrænar myndabækur og setur upp á Netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá að fleiri eru að vakna til lífsins í sambandi við skrappið.    Þetta er svo skemmtilegt og afstressandi.    Tala nú ekki um þegar að maður er að hitta vinkonurnar með sama áhugamál.      Og ekki skemmir fyrir að myndirnar sem maður á af börnum og öðru öðlast nýtt líf og fá skemmtilega sögu, sem annars gæti týnst í þessum "venjulegu" albúmum.

Velkomin í sístækkandi hóp skrappara.   Einu sinni skrappað og þú getur ekki hætt:)

Drifa (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 21:16

2 identicon

Heyrðu þetta er bara nokkuð vel gerð síða hjá þér! Kanski þú eigir eftir að detta í þetta eins og við hinar forföllnu skrappkerlingar ;-) Tölvuskrapp er sko ekki síður skemmtilegt en pappírsskrapp ;-)

Þórunn (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:22

3 identicon

flott síða, alltaf gaman að sjá nýja skrappara

stína fína (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:09

4 identicon

Velkomin í hóp skrappara. Eins og önnur áhugamál hjálpar skrappið manni að losna frá stressinu í samfélaginu. Samfélagið í kringum skrappið er líka sístækkandi og er ekkert skemmtilegra en að eiga áhugamál sem maður getur deilt með öðrum.

Rósa Björg (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:20

5 identicon

Hæ, velkomin í skrappheiminn. Fín digisíða þín.  :)

hannakj (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 16:39

6 Smámynd: Huldabeib

Rosalega flott síðan þín og gaman að sjá að listin er smitandi

Huldabeib, 14.9.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband