Bókakynningar og flugseinkanir

Er von að ég nenni ekkert að blogga um fréttir? Ég fékk samviskubit yfir að ég væri allt of mikið horfin inn í netheiminn og pældi ekki í öðru en veseni við að setja inn og tvinna saman módúla í mediawiki. Nema hvað ég ákvað að renna yfir fréttirnar til að fylgjast með hvað væri að gerast í heiminum. Það var þá stórfrétt á moggavefsíðunni að Ísland ætli að taka þátt í einhverri bókasýningu og svo mýgrútur af fréttum yfir að þessi og hinni flugvélinni seinkaði frá útlöndum vegna þess að helsti hasarinn á Íslandi í dag eru flugmenn sem fara sér að engu óðslega í mótmælaskyni. 

Jú og svo hefur það fréttnæma gerst í vikunni að utanríkisráðherra okkar kallaði íslenska herinn heim, hana Herdísi. Það er sennilega meiri þörf á henni núna hérlendis eftir að Rússarnir eru farnir að sveima hérna yfir háloftunum, það þarf að vera í viðbragðstöðu út af því og íslenski herinn verður að vera á vaktinni Smile

Svo eru fjölmiðlar fullir af einhverjum fréttum yfir þessu framboði Íslands til öryggisráðsins og að Microsoft vilji að hér sér netþjónabú. Sama hvað ég reyni að horfa víðsýnt á þetta þá finnst mér þetta hvort tveggja mjög skrýtið, ég sé engin haldbær rök fyrir því að Ísland - nú eða eitthvað annað örríki heimsins eigi að vera í þessu öryggisráði og mér finnst afar vafasamt að hafa einhver netþjónabú hérlendis á meðal það þarf ekki annað en klippa í sundur tvo víra og þá er landið sambandslaust.

En það er nú út af fyrir sig forréttindi að búa í ríki þar sem væntanlegar bókakynningar eftir eitt ár og seinkanir á flugi eru aðalfréttamálin - alla vega á tímum þar sem fréttamennska er einhvers konar frásagnarlist hrakfara og harmleikja og erfiðleika. 


mbl.is Menningarútrás í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband