19.8.2007 | 13:34
Menningarnótt 2007
Ég skráđi atburđi menningarnćtur međ ţví ađ taka stutt vídeóklipp og setti saman í 4 mínútu skýrslu sem hér má sjá:
Ég fékk fiskisúpu á Skólavörđustíg, hlustađi á gospelrokk á Austurvelli, drakk rauđvín og borđađi osta viđ óm franskrar tónlistar í Hafnarhúsinu, tók út auđa bók í Borgarbókasafninu, týndi henni strax, hlustađi á tónlistarflutning í krám og listagallerium á Laugaveg og Skólavörđustíg og í portinu viđ Tjörnina, hlustađi á flautuleik í Dómkirkjunni og ljóđaflutning á Austurvelli, klćddi mig í hefđarfrúarbúning og setti upp hatt í ljósmyndasafni Reykjavíkur og horfđi á skúturnar og flugeldasýninguna á hafnarbakkanum. Svo hlustađi ég á fćreyskan kór og dansađi fćreyska dansa í ráđhúsinu. Allt var friđsćlt og alls stađar gleđi og stuđ og skipulag var til fyrirmyndar.
Ţegar ég fór heim eitthvađ um tvöleytiđ um nóttina ţá var ég svo vitlaus ađ keyra gegnum Lćkjargötu og ţá lenti ég í eina háskanum um kvöldiđ. Drukkinn mađur reif afturhurđina opna á bílnum mínum ţar sem ég var á ferđ og ţurfti ég ađ keyra um stund međ galopna hurđina. En allir sem skipulögđu ţessa hátíđ, unnu ađ henni og styrktu hana eiga ţakkir skiliđ. Ţetta heppnađist frábćrlega, ţađ var gott ađ dreifa mannfjöldanum međ ţví ađ bjóđa líka upp á tónleika á Klambratúni.
Ég setti inn á flickr ljósmyndirnar mínar af menningarnóttinni.
Hér er mynd af mér, Ástu og Emblu ţegar viđ heimsóttum ljósmyndasafn Reykjavíkur og klćddum okkur uppá eins og fínar frúr á menningarrölti.
Hér er mynd úr galleríi á Skólavörđustígnum
Hér er mynd af mér ađ byrja rithöfundarferil minn á Borgarbókasafninu. Ţađ gekk ekki vel, ég týndi bókinni einhvers stađar á menningarröltinu. Ég var bara búin ađ skrifa eitt orđ í hana.
Nóttin gekk vel fyrir sig | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtilega skrifađ hjá ţér - og myndbandiđ er frábćrt
Halldór Sigurđsson, 19.8.2007 kl. 23:27
Gasalega fínar hattakonur!
Valgerđur Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.