10.8.2007 | 09:57
Örblogg
Það er vinsælt hjá mörgum tölvunördum að halda skrá yfir líf sitt með örbloggi (enska microblogging eða nanoblogging). Ég hef síðustu mánuði prófað nokkur slík kerfi. Langvinsælasta kerfið er twitter.com. Það kostar ekkert að skrá sig og það er mjög einfalt að nota þetta kerfi. Margir tengja þetta við gemsa og blogga með því að senda örblogg eins og sms inn á á twitter. Það eru mörg kerfi sem senda sjálfvirkt inn á twitter, ég nota t.d. viðbót í Firefox vafra sem gerir mér kleift að smella á einn takka til að senda vefslóð inn á twitter og skrifa einhvern texta með.
Svo er hægt að líma tvitterstrauminn sinn inn á vefsíðu eða blogg, hér er minn straumur: http://twitter.com/salvor
Það virkaði ekki að líma þetta hér inn á moggabloggið, það er eitt sem er pirrandi við svona kerfi sem ekki eru eins og þessi útbreiddu kerfi þ.e. wordpress, blogger, myspace, facebook.
http://twitter.com/salvor/with_friends
Sennilega verður svona örblogg vinsælt og það koma upp nýir notkunarmöguleikar á bloggi t.d. er þetta ágætis kerfi til það skrá viðfangsefni í vinnu, hvað viðkomandi er að gera hverju sinni. Tökum sem dæmi iðnaðarmann sem vinnur sjálfstætt, hann gæti sent úr gemsanum sínum inn á twitter hvað hann er að gera.
Það gæti líka komið sér vel alls staðar sem þarf að samhæfa verk margra sem eru að vinna á mörgum stöðum t.d. björgunarlið í náttúruhamförum eða við eldsvoða. Hér er dæmi um hvernig slökkviliðið í LA notaði twitter sem hjálpartæki. Það segir sig sjálft að þetta virkar ekki nema það sé gemsasamband.
Það getur verið að svona örbloggkerfi opni nýja notkunarmöguleika á bloggi og hugsanlega gagnlegri. Þannig verður blogg í framtíðinni ekki endilega "málþing þjóðarinnar" heldur einhvers konar kallkerfi þar sem hópur fólks getur fylgst með straumum textaboða o.fl. hvert frá öðru.
Athugasemdir
Sæl Salvör,
Eitt einfaldasta og flottasta örbloggskerfið sem ég hef séð er Tumblr
Ólafur Örn Nielsen, 10.8.2007 kl. 16:01
Ég hef notað tumblr en ekki fyrir örblogg heldur til að senda rss strauminn frá moggablogginu þ.e. eins konar afrit af moggablogginu, sjá http://salvor.tumblr.com/
Tumblr er þrælfínt kerfi, eitt þægilegasta bloggkerfið sem ég hef séð og fallegt líka.
Hins vegar held ég ekki að það sé gott til að blanda saman straumum svona eins og twitter gerir þ.e. straumum annarra og manns eigin. En ég hef ekki prófað alla möguleika þess.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.8.2007 kl. 03:56
Ég nota twitter og er búinn að fá það til að virka hér inn á moggablogginu án vandamála!
Þú getur séð það betur hérna:
http://photo.blog.is/blog/photo/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.8.2007 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.