Fyrsta útsendingin á Operator11

Ég var að prófa áðan sniðuga græju til að senda út beint á Netið. það var einhver einn sem hlustaði á mig. Útsendingin vistast svo það er hægt að hlusta seinna. Hún er alveg methallærisleg  en ég læt slóðina hérna svo fólk geti brosað að þessum viðfangingslegu heimaútsendingum hjá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mjög skemmtilegt, frábært að sjá hvað tæknin er orðin góð, það er hægt að gera svo margt sem tengist margmiðlun á netinu.

Ester Sveinbjarnardóttir, 29.6.2007 kl. 06:12

2 identicon

Æðislegt !  Til hamingju með þetta skref.  Það er greinilegt að svona býður upp á marga nýja möguleika til að miðlau pplýsingum á Internetið.

Fransman (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 06:57

3 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Áfram með smjörið. Ævingin skapar meistarann. Bara nokkuð góð frumraun.

Brynjar Hólm Bjarnason, 29.6.2007 kl. 08:33

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, það er allt í lagi þó þetta sé ekki eins og RÚV útsending. Ég hef ekki heldur margra milljarða musteri í Ofanleiti eins og þeir með fullt af stúdíóum.  Þetta verður sennilega vinsælt en ekki beint eins og hefðbundnar sjónvarpsútsendingar heldur frekar eins og irkið eða einhvers konar félagsnet.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.6.2007 kl. 11:12

5 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Flott myndband/útsending - varstu inná þessu blogtv í úsendingunni?

Guðrún S Hilmisdóttir, 30.6.2007 kl. 09:19

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, ég var innskráð á operator11 þegar ég sendi þetta út.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.7.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband