Femínistastripp

Geiri í Goldfinger er mikið í fjölmiðlum þessa daganna eftir greinina í Ísafold. Sú starfssemi sem hann rekur í Kópavogi er ömurleg svívirða og vona ég svo sannarlega að bæjaryfirvöld þar taki ekki þátt í að greiða götu svona reksturs. Ég rakst á skemmtilega og einfalda netþjónustu  comeeko þar sem hægt er að búa til "comic strip" og hér er femínistastripp sem ég bjó til um Geira í Goldfinger. Ég notaði skjámyndir af fréttum og kastljósi rúv í gærkvöldi.

a comic strip!

Við femínistar vorum fyrir nokkrum árum með aðgerðir fyrir utan Goldfinger í Kópavogi. 

Reyndar er hægt að nota comeeko fyrir fleira en femínistastripp. Það er skemmtilegt að búa til sín eigin comic strip t.d. af litlum börnum og skrýtnum svipbrigðum þeirra. Hér er eitt skemmtilegt: a comic strip!

Ég hvet alla sem hafa gaman af stafrænu föndri með myndir og teikningar til að prófa, það verður samt að athuga að ef textinn á að vera á íslensku þá má ekki nota sumar leturgerðir t.d. ekki leturgerðina comics. 

Hér er eitt dæmi sem ég gerði um möguleikana sem eru í þessu skemmtilega verkfæri. Þetta er mjög einfalt og á allra færi að gera svona comic strip.

a comic strip!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant hjá þér kona.  "Stal þessu" og vísa í þig á blogginu mínu.  Gat ekki stillt mig þetta með karlóþveran á Goldfinger er of gott til að fara ekki sem víðast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála með Geir. Eru ekki lög í þessu landi gegn mansali? flott þetta teiknimyndadæmi ætla að prófa

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.6.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Ég var að velta fyrir mér í hvaða stéttarfélagi stúlkurnar væru - Ótrúlega "góðir samningar" sem "tryggja" þeim akstur til og frá vinnu og "gæslu" þess á milli.  Hver ætli geymi vegabréfin þeirra?

Valgerður Halldórsdóttir, 16.6.2007 kl. 08:15

4 Smámynd: www.zordis.com

Med ólíkindum alveg!  Zad eru sem betur fer fáir í zessum bransa, eda hvad?

www.zordis.com, 16.6.2007 kl. 08:59

5 Smámynd: halkatla

snilld

halkatla, 18.6.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband