Reisupassi handa S. H. Guđmunsen

Jón Sigurđsson, Jónas Hallgrímsson og herra S.H. Guđmundsen voru uppi á sama tíma á Íslandi og unnu ađ ýmsum ţjóđţrifamálum. S.H. Guđmundsen  ferđađist um landiđ á vegabréfi sem lýsir hinum ýmsu mannkostum hans. Sölvi var jafnhógvćr mađur og frelsishetjan Jón og ţjóđskáldiđ Jónas. Gallinn er bara sá ađ vegabréfiđ var falsađ og Sölvi skrifađi ţađ sjálfur og falsađi undirskrift sýslumanns. En ţađ gerir ţađ nú bara skemmtilegra, svona er reisupassinn:

Sýslumađurinn yfir Norđurmúlasýslu gjörir vitanlegt: ađ herra silfur- og gullsmíđur, málari og hárskerarari m.m. Sölvi Helgason Guđmundsen, óskar í dag af mér reisupassa frá Norđurmúlasýslu yfir austur- og suđur- og norđurfjórđunga Íslands, til ýmislegra ţarflegra erinda. Međfram öđrum hans erindum, ćtlar hann ađ setja sig niđur í einhverri sýslu á ţessari ferđ sem annar handverksmađur, hver ađ er ţó flestum handverksmönnum meiri, og betur ađ sér til sálar og líkama: og er hann fyrir laungu búinn ađ gjöra ađ sig nafnfrćgan í norđur- og austurfjórđungum landsins međ sínum framúrskarandi gáfum á flestum smíđum, og á alla málma, klćđi og tré; líka fyrir uppáfinningar og ýmsar frólegar og hugvitsfullar kúnstir, en ţó mest fyrir iđni, kapp, minni, ástundan, sálarflug, skapandi ímyndunarafl og kraft, bćđi smekk, tilfinning og fegurđ í öllum bókmenntum og vísindagreinum, líka svo fyrir karlmennsku, krapta og glímur, fjör og fimleika, gang og hörku, sund og bandahlaup. Međ sundinu hefur hann bjargađ, ađ öllu samanlögđu, 18 manns, er falliđ hafa í ár, vötn (ströng og lygn) og sjó. Á handahlaupum hefir hann veriđ reyndur viđ fćrustu hesta, bćđi nyrđra og eystra, og hefir hann (ađ frásögn annarra en hans sjálfs) boriđ lángt af.

Margar eru hans íţróttir, fleiri og meiri, ţó ekki sé hér upptaldar, og mćtti ţó tilnefna nokkrar, sem hann skarar fram úr öđrum í, sem eru: allar listir hér ađ ofan töldu, einnig frábćr ráđvendni og stilling, góđmennska og lítillćti, hógvörđ og hreinskilni, greiđi og gjafmildi og fl. Fyrir ţessar dygđir og listir, sem hann er útbúinn međ, og sem hann sýnir jafnt öllum, af öllum stéttum, ţá er hann elskađur af hverjum manni, í hverri röđ sem er, sem verđugt er.


Ţessi passi gildir frá 1. ágústmánađar 1843 til ţess 30. júníusmánađar 1844, handa herra gullsmiđ, málara og hárskerara S. H. Guđmundsen, sem reisupassi, en ađ öllu sem fullkominn sýslupassi, ef hann setur sig niđur í einhverri sýslu, eins og hér er getiđ um ađ framan.

Ţessi passi gildir fyrir herra Guđmundsen héđan frá Norđurmúlasýslu yfir allan ţann part landsins, sem hér er ađ framan skrifađaur (ţótt enginn embćttismađur teikni á hann) heim til Norđurmúlasýslu aptur, ef hann setur sig ekki niđur í einhverri sýslu á ferđinni, eins og hans áform er, sem fyr er sagt hér ađ framan.

Ţessi passi gjörist gildandi fyrir herra silfur- og gullsmiđ, málara og hárskerara Sölva Helgason Guđmundsen, til ađ fara svo hart og hćgt um landiđ, sem honum ţóknast, á ţessu tímabili, sem hér er fyr frásagt í passanum, ţví hann er í ţeim erindum, er hann verđur ađ hafa hćga ferđ, en ţađ er viđ náttúrufrćđi, ađ skođa grös og steina, málma og svo frv. En ađ vetrinum ćtlar hann ađ skođa, hvernig veđur haga sér til í hverju hérađi á ţeim parti landsins, sem hann fer um (eđa reisir um), og ţarf hann ađ halda miklar skriptir á öllum ţessum tíma, bćđi dagbćkur, veđrabćkur og lýsingabćlur af ýmsum pörtum landsins, líka teikningar af ýmsum hlutum, s.s. fossum, hverum, fjöllum, jöklum, elfum, ám, brunahraunum, gjám, stöđum, fjörđum, eyjum, draungum, standbjörgum, eyđisöndum, örćfum, skógum, dölum, giljum, grafningum, byggđum, bćjum, fiskiverum, höndlunarstöđum, byggđalögum, búnađarháttum og svo mörgu og mörgu fleira, sem ekki verđur hér upptaliđ, sem hann ćtlar ađ skođa og sjá og um ađ skrifa og sumt upp ađ teikna, allt á sinn kostnađ m.fl.

Ţađ er mín ósk og ţénustusamleg tilmćli til allra, sem margnefndan herra gullsmiđ m.m. S. H. Guđmundssen fyrir hitta, ađ ţér látiđ hann passéra frítt, og liđsinniđ, hjálip og lániđ honum ţađ sem hann međţurfa kann til ferđarinnar, ţví ţađ er óhann fyrir hvern mann, ađ hjálpa honum og lána, ef hann ţess međ ţurfa kann, ţótt hann fjarlćgist ţann, er kynni lána honum peninga og annađ sem hann kynni međţurfa, sjá hans vitnisburđu hér ađ framan.

Passinn ţessi gildir, ţó ekki sé um ţađ getiđ hér ađ framan í passanum, yfir allan Vestfirđingafjórđung, ef herra Guđmundsen á ţangađ erilndi, eđa vill ţar eitthvađ skođa, viđkomandi náttúrufrćđinni, eđa ef hann vill ţar setja sig niđur sem handverksmađur í einhverri sýslu ţar.Samt gildir ekki ţessi passi, hvorki ţar né í hinum fjórđungum landsins um lengra tímabil, en ´her er getiđ um ađ framan, nefnilega frá 1. ágústusmánađar 1843 til ţess 30. júníusmánađar 1844 sem reisupassi, en ađ öllu sem sýslupassi, hvar sem hann setur sig niđur í hverjum fjórđungi landsins, og ţarf hann ekki sýslupassa héđan frá Norđurmúlasýslu, annan en ţenna.

Norđurmúlasýslu skrifstofu 1sta águstusm. 1843.
F.Ch. Valsnöe
(l.s)

 (Heimild Ný félagsrit 1849 bls. 153)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Nei, svona mönnum má ekki gleyma.

María Kristjánsdóttir, 17.6.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Ađalheiđur Ámundadóttir

Og gekk honum ekki ljómandi vel á ţessum dćmalaust fína passa?

Ađalheiđur Ámundadóttir, 17.6.2007 kl. 11:59

3 identicon

Frábćrt ađ lesa ţetta.. er ţetta ekki Sólon Islandus ??

Ágústa (IP-tala skráđ) 17.6.2007 kl. 22:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband