Eftirmćli Vöku

800px-Ţingvellir_national_park,_Iceland_(Unsplash)

"Ég var farkennari á fjórđa tug ára og gat ekki haft međ mér bćkur af ţeirri ástćđu, ađ hryggurinn á klárnum mínum átti sín takmörk. í ţessi ár gat ég aldrei lesiđ bók, svo lestur vćri. Ég varđ ađ vinna fyrir skepnunum mínum á sumrin og ţađ leyfđi ekki lestur nema i snarheitum. Sá lestur fór fyrir ofan garđ og neđan og gleymdist."
 
Ţessi orđ eru úr viđtali viđ frćnda minn Sigurđ frá Brún áriđ 1962 en Sigurđur er ţá aldrađur mađur og hćttur kennslu og vinnur sem nćturvörđur viđ ađ gćta olíutanka í Skerjafirđi og hefur núna tíma til ađ lesa. Sigurđur frá Brún var hestamađur og skáld hinna íslensku heiđa og reiđleiđa og hann mćlir bókmenntir og kennslu í hestburđum  og hvađ búsmali hans ţarf mikiđ fóđur.  Ţorsteinn G. Gunnarsson hefur undanfarna daga rifjađ upp í nokkrum bloggpistlum frásögn Sigurđar á ţví ţegar hann braust til Reykjavíkur á tímum Spánarveikinnar til ađ setjast ţar í Kennaraskólann (sjá fyrsta , annanţriđja og fjórđa pistil Ţorsteins) 
 
Fyrir meira en tuttugu árum ţá var haldiđ niđjamót afkomenda Halldóru frá Hvassahrauni og Hannesar smiđs á Eiđsstöđum og tók ég ađ mér ađ setja upp vefsíđu međ ćttartölu og frásögnum af gengnum ćttmennum. Vefurinn er ekki ennţá uppi en ég man ađ ég skrifađi ţar frásögn af Sigurđi á Brún og fjölskyldu hans. Ţađ er harmsaga. Móđir hans Anna var dóttir Halldóru og Hannesar. Sonur Sigurđar kom ţá til mín og gaf mér tvćr ljóđabćkur Sigurđar. Ég hreifst af ljóđum Sigurđar og lćt hér fylgja eitt ljóđ sem Sigurđur las upp í útvarpi, ţađ er eftirmćli um hestinn hans Vöku. Ég skrifađi ljóđiđ upp eftir ţessari hljóđupptöku ţannig ađ eitthvađ kann ađ vera rangt haft eftir.
 
Eftirmćli Vöku
 
Haustiđ situr hnjúk viđ röđ
hrími smita steinar
skipta litum birkiblöđ
bleikar titra greinar.

Hryđju deigju viđ haustsins spor
hvađ má feigum bjarga
kaldur beigur, von um vor
veđur fleyga marga.

Vaka smáa, frá og fríđ
féll ađ gráu hrími
hrörnuđ, dáin hennar tíđ
hyggst ég dá í rími.

Er viđ fundum leiđ um land
ljúfa stund ađ kófa
flóa, grundir, gráan sand
greip hún undir hófa.

Teiga grýtta tók hún skeiđ
tölti ţýtt á hrjónum
allt var hvítt er umleiđ
og sem nýtt viđ sjónum.

Frostna lá og feigđarbrún
framhjá bláum ökrum
mjúkum, hnáum hefur hún
hlaupiđ fráum tökum.

Kjass var fingri um taumatak
tók hún slynga spretti
er í kringum bágrćnt bak
beygđi hringa setti.

Mjúkum tökum vann hún veg
ć slök í brýnum
Góđa Vöku átti ég
ćđri stökum mínum.
 
Tenglar
Vikan - 47. Tölublađ (22.11.1962)
Viđtal viđ Sigurđ frá Brún
https://timarit.is/files/15475267
https://timarit.is/files/15475270
https://timarit.is/files/15475361
 
Bloggpistar Ţorsteins Gunnarssonar
(sjá fyrsta , annanţriđja og fjórđa pistil Ţorsteins) 
Myndin er frá Commons.wikimedia.org 
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband