29.3.2020 | 08:11
Fólkið er lagt af stað út úr indverskum borgum
Indverskt farandverkafólk er lagt af stað heim til sín. Sumir gangandi. Margir eiga langa ferð fyrir höndum og þeir hafa lagt á stað alslausir. Hér er kort sem birtist á Twitter um hvað þeir eiga langa leið fyrir höndum.
Í Indlandi eru álíka margir smitaðir af Covid-19 og á Íslandi. Samkvæmt uppgefnum tölum.
Þegar þetta er skrifað eru greind smit á Íslandi 963 og dauðsföll 2 en greind smit á Indlandi 987 og dauðsföll 20. En á Indlandi býr rúmlega 1,3 milljarðar manns(1,352,642,280 áríð 2018) á meðan á Íslandi býr ekki nema um þriðjungur úr einni milljón. Fólksfjöldi á Indlandi er meira en 4000 sinnum meiri en á Íslandi. Það er líklegt að opinberar tölur frá Indlandi um smit séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og hugsanlega eru þar þegar margar milljónir manna smitaðar.
Stjórnvöld hafa gripið til aðgerða að loka starfsemi í borgum eins og Delhi núna í þrjár vikur. En hefur í för með sér miklar efnahagþrengingar fyrir þá ótal mörgu farandverkamenn og daglaunamenn sem vinna í borgunum, það fólk er á vergangi núna, hefur enga möguleika til að borga fyrir húsnæði, hefur enga vinnu og er lagt af stað heim til sín í sveitaþorpin.
Greinin í NYtimes lýsis aðstæðum þeirra milljóna sem nú eru á vergangi svo:
"Many of them live where they work, at shops and construction sites, with their employers providing meals. As businesses closed because of the lockdown, hundreds of thousands if not millions of people across India lost their only home and regular source of food"
En það má búast við að stjórnvöld setji farartálma á útgönguleiðir inn og út úr borgunum og þá verður staða þessa fólks ennþá verri. Hvernig getur þú verið í sóttkví eða einangrun heima hjá þér ef þú átt ekkert heimili og verustaður þinn er hreysabyggðir stórborga eða gatan, staðir sem ekki eru tengdir við veitukerfi borganna, ekkert rafmagn, ekkert vatn, enginn matur?
Þegar ég leit á fréttamiðlana í dag bbc, cnn, rúv og mbl þá var forsíðufréttin um Trump, amerískan sprellikall sem þrífst á að vera í sviðljósinu og fitnar eins og púkinn á fjóshaugnum í hvers skipti sem nafn hans er nefnt, fréttin var ekki einu sinni um það sem hann gerði heldur það sem hann hefði hætt við að gera. En milljónir farandverkamanna víðs vegar um heiminn fá svotil ekkert rými í fjölmiðlum heins og hefur sóttin þó svipt þá lífsafkomunni og margir hafa ekki mat lengur. En það eru eflaust margir í NYC sem eru allslausir núna og hafa ekkert til að lifa á. Margir þeirra sem eru verst settir eru sennilega hinir óskráðu, huldufólkið, þeir sem ekki hafa bandarískan ríkisborgararétt og eru ólöglegir.
Forsætisráðherra Indlands hefur komið fram opinberlega að beðist afsökunar og þeim mannlegu hörmungum sem það hefur í för með sér fyrir fátækasta fólkið að borgirnar loki í 21 dag. Hann segist hins vega ekki hafa aðra möguleika og biður alla að vera kyrra, það muni koma matur og neyðarskýli fyrir þá sem nú svelta, hann tönglast á "Ef við lokum ekki í 21 daga þá fer Indland 21 ár aftur til baka í fortíðina". Það er afar ósennilegt að fátækasta fólkið taki neitt mark á orðræðu hans og reynda ólíklegt að hún nái til þeirra.
Það má svo tengja þetta við að Indland breytti nýlega lögum um ríkisborgararétt þar sem í fyrsta skipti trú var gerð að undirstöðu fyrir ríkiborgararétt fyrir aðflutta borgara en þó á þann hátt að múslimar voru undanskyldir, þeir geta ekki fengið ríkisborgararétt. Þetta hefur valdið gríðarlegri ólgu í héruðum þar sem múslimar eru fjömennir og ríkisstjórnin beitti þá líka sömu aðgerðum, að loka borgum eins og Kasmír til að lemja niður uppþot þar.
Það er ákaflega lítil ástæða til að halda að allt verði með kyrrum kjörum á Indlandi og stjórnvöld hafi tök á vandanum. Vandinn er ekki bara sóttin heldur líka fátækt og alsleysi sumra íbúa og mismunum sumra íbúa út af trú. Einnig virðast stjórnvöld alls ekki ráða við vandann sb að setja fyrirvaralaust valdboð um lokanir sem svipta milljónir manna viðurværi sína og þá meina ég að fólkið hefur ekki einu sinni mat.
Tenglar
Corona virus lockdown Aljazerra
India lockdown leaves wast numbers of workers stranded (New York Times)
Coronavirus: India defiant as millions struggle under lockdown
Modi apologizes to India's poor as lockdown criticism mounts
Coronavirus: India's pandemic lockdown turns into a human tragedy
Coronavirus: Huge Crowds as lockdown sparks mass migration
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2020 kl. 13:46 | Facebook
Athugasemdir
Mikil umræða er um spá sem birtist í einni grein þar sem giskað var á að 120 milljónir Indverja myndu smitast. John hopkins háskólinn hefur gert athugasemd við greinina sem var birt með merki háskólans á.
https://theprint.in/india/john-hopkins-university-disassociates-from-study-on-indias-possible-covid-19-cases/390407/
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.3.2020 kl. 10:22
Þetta er mjög áhugavert mál, að mér sýnist hvernig vottunarstofnanir vísinda og fræða hegða sér þ.e. senda frá sér sérstaka yfirlýsingu https://www.outlookindia.com/newsscroll/faculty-of-johns-hopkins-university-authored-covid19-report-on-india-ians-impact/1783605
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.3.2020 kl. 10:25
Á Indlandi eru 300 milljónir daglaunamenn og betlarar sem lifa undir fátæktarmörkum. Það er raunveruleg hætta á því að þegar þetta fólk streymir frá borgunum geti komið til alvarlegra átaka milli þess og þeirra sem búa í sveitum. Útgöngubannið er líklega mjög stór mistök og mun leiða til miklu meiri hörmunga en veiran sjálf.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.3.2020 kl. 11:52
Hverskonar fólk er faraldverkafölk?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2020 kl. 14:34
Þú segir indverskt faraldverkafólk, ég geri ráð fyrir að þú ætlaðir að skrifa farandverkafólk.
Annars er faraldverkafólk kannski rétta orðið, því nú geisar faraldur, sem kemur illa niður á farandverkafólki, sérstaklega í Indlandi og öðrum vanþróuðum löndum.
Theódór Norðkvist, 29.3.2020 kl. 20:47
Merkilegt hvað menn nenna að gera mikið vesen út af innsláttarvillu. Er það einkenni kórónusýkingar kannski?
Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2020 kl. 00:50
Villa í hverju nefndu ,faraldsverkafólki, varla innsláttarvilla í hvert sinn. Og svo nennir hún að endursegja innlit sitt í íslenska fjölmiðla með vandlætingu hvað hann er vinsælli en fyrirrennarar hans.
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2020 kl. 03:22
Hvað forseti BNA á það að vera
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2020 kl. 03:24
Kærar þakkir fyrir ábendingarnar um innsláttavillu, það átti að standa "farandverkafólk" en ekki "faraldverkafólk", villurnar læðast inn þegar faraldur er svona ofarlega í huga fólks.
Ég er alveg gáttuð á því hvað fréttir um hörmungar fólks í Indlandi og annars staðar í tengslum við Covid-19 ná lítið til okkar, fréttir af öðrum löndum eru bara um hvaða skoðun stjórnmálaleiðtogar tjá þennan og hinn daginn (Sb Trump) og fréttir af vestrænu miðstéttarfólki sem vissulega er sumt illa stætt (sb allir í skemmtanaiðnaði) en hefur ennþá heimili og hefur nettengingu og mat.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.3.2020 kl. 10:07
Þorsteinn, eina ástæðan fyrir því að ég nefndi þetta, var að þrátt fyrir að þetta var innsláttarvilla (léttvæg) þá passaði orðið faraldverkafólk vel, því þetta er farandverkafólk statt í faraldri.
Ef ekki hefði verið fyrir þessa tengingu, hefði ég aldrei minnst á þetta.
Mér finnst samt ljótt og er gróflega misboðið að ýja að því að þeir sem eru að tjá sig hér, séu með kórónuveiruna, bara af því að þú ert óánægður með þeirra framlag.
Ef þú hefur mistt af því, þá eru tugþúsundir að deyja og afskaplega ósmekklegt að hafa slíkt í flimtingum, bara af því að þú ert fúll út í það sem aðrir skrifa (eða varst fúll hvort eð er).
Theódór Norðkvist, 30.3.2020 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.