Hjarðónæmi er skammgóður vermir

Herd_Immunity_vs_Without_Herd_Immunity_

Það er grein á mbl.is um hjarðónæmi í dag og þar kemur fram að það þurfi 60% þjóðar­inn­ar að verða með ónæmi (mót­efni) til að far­ald­ur­inn stöðvist og að útbreiðslutala kórónuveiki sé talin  Ro = 2,5 sem merk­ir að hver smit­andi ein­stak­ling­ur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð.

Vissulega er til einhvers unnið að fá ónæmi fyrir veikinni og mikið væri gott ef þetta væri veiki sem þú getur fengið einu sinni á ævinni og myndar ævilangt ónæmi fyrir. Þá væri sennilega best að krakkar smituðust sem flest ung á meðan þau eru á tíma sem veikin virðist ekki vera þeim hættuleg.

Ónæmi bara í eitt eða tvö ár?

En gallinn er bara sá að það getur verið að ónæmi fólks sem fær kórónuveiki fyrir að smitast aftur sé ekki til staðar nema eitt eða tvö ár. Já og ofan á það bætist að svona veirusýkingar eru alltaf að stökkbreytast.

Í greininni Do You Get Immunity After Recovering From A Case Of Coronavirus? er haft eftir vísindamanni að kórónuvírussýkingar eins og venjulegt kvef smiti fólk aftur og aftur og mótefni sem fólk myndi eyðist smán saman og verndi fólk ekki nema eitt eða tvö ár:

"Researchers do know that reinfection is an issue with the four seasonal coronaviruses that cause about 10 to 30% of common colds. These coronaviruses seem to be able to sicken people again and again, even though people have been exposed to them since childhood.

"Almost everybody walking around, if you were to test their blood right now, they would have some levels of antibody to the four different coronaviruses that are known," says Ann Falsey of the University of Rochester Medical Center.

After infection with one of these viruses, she says, antibodies are produced but then the levels slowly decline and people become susceptible again.

"Most respiratory viruses only give you a period of relative protection. I'm talking about a year or two. That's what we know about the seasonal coronaviruses," says Falsey."

Það er alls ekki skynsamlegt núna að stóla á hjarðónæmi ef það eru líkur á því að ónæmi virki ekki nema takmarkaðan tíma. En það er hægt að nota það til að spá fyrir um verstu aðstæður, allar sóttir dvína til skamms tíma þegar þeim fækkar sem mögulegt er að smita.

Myndin er frá wikimedia Commons.


mbl.is Minnka má hjarðónæmi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

slóð

Migal Research Institute forstjóri David Zigdon sagði markmið stöðvarinnar að framleiða Bóluefnið á næstu tveimur mánuðum og ná öryggissamþykki eftir 90 daga, samkvæmt tilkynningunni.

25.3.2020 | 19:35

Við reynum því að verjast, notum lyfið sem Trump kom í gegn um FDA, til að lækna og fyrirbyggja eins og hægt er. 

 

Síðan, bólusetjum við alla heimsbyggðina.

 

Egilsstaðir, 26.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.3.2020 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband