Hvenær endar faraldur?Hvernig verður samfélag endurræst?

flickr-steve-jurvetson-koronavirus-leikfang

Ungabarn leikur sér að kórónaveiruleikfangi.Verður kórónaveiran og afleiðingar faraldursins hluti af venjulegu lífi okkar næstu mánuði, næstu ár?

Landlæknir Íslands kynnti í útsendingum í gær að það væri gert ráð fyrir því að um miðjan apríl 2020 væri kórónaveirufaraldurinn hérlendis í hámarki og miða þyrfti viðbúnað í heilbrigðistkerfinu til að ráða við þann kúf, það þyrftu að vera svo og svo margar öndunarvélar og heilbrigðisstarfsfólk til að staðar en það er óvissa í sviðsmyndum, kannski tiltölulega fáir að fara í öndunarvélar á sama tíma en kannski verður sviðsmyndin dökk, svo margir veikjast alvarlega á sama tíma, svo margir að heilbrigðiskerfið ræður ekki við það.

En það er ólíklegt að þessi tímasetning um  miðjan apríl  verði einhvers konar vendipunktur. Þetta er dagsetning þar sem miðað er við að bæla niður smit og mikil veikindi með því að samfélagið er nánast lamað og daglegt líf allra og samfélagsnet er í miklu uppnámi. Það er líklegt að smit komi upp aftur ef slakað er á hömlum en það er líka ómögulegt að hafa þær hömlur sem eru núna um aldur og ævi.

Það er líklegt að faraldurinn hafi áhrif á líf okkar í langan tíma, ef til vill skiptir það árum. Það eru  þessar þrjár lausnir sem  við getum horft á:

1. Það verður þróað bóluefni og fjöldabólusetningar hefjist

2. Það verða svo margir smitaðir að það myndast hjarðónæmi

3. Það verður að endurskipuleggja og strúktúrbreyta samfélag og atvinnulífi til langs tíma

Lausn 1 eða 2 er ekki í sjónmáli fyrr en eftir marga, marga mánuði og það er ekki einu sinni víst að það takist að mynda hjarðónæmi. Þær aðgerðir sem núna eru í gildi lama og stöðva samfélög og ganga augljóslega ekki til frambúðar. En hugsanlega þarf í langan, langan tíma að breyta öllu, breyta borgarskipulagi sem miðar við að allir þjappist saman á sama tíma í samgöngukerfum, á vinnustöðum og í skólum, á stórum viðburðum. 

Hér er góð grein sem var á BBC vefnum um hvenær við förum úr ástandinu eins og það er í dag yfir í daglegt venjulegt líf aftur. 

Coronavirus: When will the outbreak end and life get back to normal?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband