Skíðabarinn

skidabarinn

Hér er skíðabarinn Kitzloch í Ischgl í Austurríki. Danir og reyndar líka Þjóðverjar eru mjög bitrir yfir hve langur tími leið þar til smit kom upp í skíðahéruðum Tyrol þangað til þeim var lokað og skíðafólkið ferjað upp í rútur og keyrt í burtu. Íslendingar leika nokkuð stórt hlutverk í þessi skíðadrama sem margir fréttapistlar eru núna skrifaðir um.

Það er mikið fjallað um ferð Íslendinganna í barnum Kitzloch þangað sem skíðafólkið stappaði sér saman í eina kös eftir skíðaferðir dagsins og dreypti á vodkaskotum og barþjónar blésu í flautur. 

Það er líklegt að barinn Kitzloch verði æí framtíðinni minjastaður þar sem pílagrímar sem ferðast á pestarslóðirnar 2020 heimsækja í framtíðinni, staðurinn þar sem allt breyttist.

Íslensku skíðamennirnir sem fóru á barinn eru orðnir heimsþekktir (þekktir í Danmörku) og það er eitthvað grípandi við þessa sögu, velmegandi fólk að skemmta sér, að ilja sér á barnum eftir að hafa brunað um daginn í snjónum,  uggandi ekki að sér í allsnægtum skíðasvæðisins en meinvill í myrkrunum lá og hann kom úr flautum barþjónanna og líka úr þöggun þeirra sem höfðu hag af því að leyna að sóttin væri að breiðast út þarna.

Það er eitthvað myndrænt við þessa sögu, eitthvað sem minnir á fólkið á skemmtiferðaskipunum.

Hér er greinin á danska ríkisútvarpinu:

Sådan forvandlede fodslæbende myndigheder alpeby til et virus-hotspot

U
ppfært 24. mars
Frétt um skíðabarinn hefur náð yfir Atlantsála. Núna í dag er CNN með umfjöllun um skíðabarinn.

Þar segir:
"Despite an official warning from the Icelandic government on March 4 that a group of its nationals had contracted coronavirus in Ischgl, Austrian authorities allowed ski tourism -- and the partying that goes with it -- to continue for another nine days before fully quarantining the resort on March 13. Bars in Ischgl were closed on March 10."

Og líka þetta um skíðagestina sem mér finnst benda til að þeir séu ekki mjög vel að sér um smitsjúkdóma:

""We realized that they exchanged saliva because they were playing beer pong," using their mouths, he said, although he did not single out any specific bars where the game took place. The game involved spitting ping pong balls out of their mouths into beer glasses, and those balls were then reused by other people."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband