Borgaralaun og kórónuveirukreppan

ubi-vectormine

Það stefnir allt í heimskreppu og þær spár sem ég sá í gær, hafðar eftir bandarískum hagfræðingum spá því að atvinnuleysi í USA fari upp í  20% verði ekki gripið til opinberra aðgerða strax. 

Framtíðarhorfur til skamms tíma eru líka dökkar fyrir Ísland og það er best að horfast í augu við það strax  að ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er eins mikið hruninn eins og bankarnir hrundu í Hruninu mikla  og það er ekkert í augsýn næstu mánuði að ferðamenn fari að streyma milli landa. Sumt mun taka mörg ár að koma aftur jafnvel þó fólk verði ekki lengur hrætt við sóttir. Það er líklegt að ferðir á skemmtiferðaskipum dragist saman til frambúðar. Það er líka líklegt að ferðavenjur breytist og fólk leiti enn fremur í fámenni og náttúru en áður. Það er ekkert í spákúlum heimsins sem bendir til að fólk fari að ferðast eins og ekkert hafi í skorist strax í vor. 

Núna í upphafi kreppunnar reyna ráðamenn að milda höggið og lofa að styðja við fyrirtæki og fólk, fyrirtæki sem stefna lóðbeint í gjaldþrot ef ekkert verður að gert, það á við um öll flugfélög heimsins og fólk sem sér að atvinna þess hefur horfið eða er við að horfa. Hér á Íslandi sjáum við  ördeyðu hjá öllum sem höfðu atvinnu sína af því að skemmta fólki eða þjónusta fólk sem kom á viðburði og skemmtanir. Það stefnir líka í atvinnuleysi í flugi og samgöngumálum og hvað verður um byggingariðnaðinn? Það einkennir margar kreppur að allir kippa að sér höndum þegar ástandið er svona ótryggt og byggingariðnaðurinn er barómeter á ástandið, um leið og sverfur að hætta byggingarkranarnir að sveiflast. Sennilega er stór hluti af uppgangi byggingariðnaðar hérna tengdur þessum atvinnugreinum sem núna hafa hrunið, það er verið að byggja hótel og þjónustu við ferðamenn. 

Þetta er hrikaleg staða en hugsanlega er Ísland í betri aðstöðu núna en mörg önnur ríki meðal annars vegna þess að hér er blessuð krónan, örgjaldmiðill sem ríkisstjórnin getur ennþá vasast með og notað til sveiflujöfnunar (lesist: til að lækka laun fólks miðað við umheiminn) og hér er líka fremur einsleitt samfélag sem einkennist af jöfnuði fremur en misskiptingu og hér er sátt og vilji um að hér sé velferð fyrir alla með heilsuþjónustu fyrir alla og framfærslutryggingu fyrir alla þegar áföll og veikindi.

Það mun hins vegar skipta miklu máli hvað stjórnvöld gera núna í ríkjum heimsins, það munu öll stjórnvöld sem hafa til þess bolmagn setja upp alls konar aðstoðarpakka fyrir fólk og fyrirtæki en hvernig á þessi aðstoð að vera?

Borgaralaun eru skynsamleg

Í mínum huga er alveg skýrt hvað er skynsamlegast núna. Það er að hugsa fyrst og fremst um fólk og velferð þess og viðurkenna að allir eiga rétt á því að geta framfleytt sér og að á óvissum tímum þá gera stjórnvöld illt verra með að búa til geysiflókin ölmusukerfi með ótal glufum og götum. Það kerfi sem núna er lag að setja á hefur verið nefnt  Borgaralaun eða óskilyrt grunnframfærsla eða UBI og er það skammstöfun á "Universal Basic Income". Það er mjög líklegt að stjórnvöld í ríkjum sem sjá fram á efnahagshrun reyni núna eitthvað slíkt kerfi.

Það sem USA boðar núna, að senda ávísun heim til fólks virðist vera einhvers konar borgaralaun og bandarísk stjórnvöld segja að þessi ávísun komi eftir eina til tvær vikur. Það er margt á hvolfi í heiminum í dag og ekki hefði maður trúað fyrir nokkrum mánuðum að það yrði ríkisstjórn Trumps  sem riði á vaðið með einhvers konar borgaralaun. Ég held að þetta sé bara hugsað sem ein greiðsla og minnir á greiðsluna sem íbúar Alaska fá, sömu upphæð á hvern íbúa ef vel gengur í olíuiðnaði fylkisns. Það eru líka borgaralaun.

Einn af kandidötum í forsetaframboði USA  Andrew Yang hafði borgaralaun á stefnuskrá sinni, hann tapaði en hugmyndir hans lifa áfram. Hann telur kórónuveirukreppan muni verða til þess að vinna hugmynd um borgaralaun fylgi. Hér er úr grein í Politico 17. mars:

 "Yang built a cult following with his case that a “Freedom Dividend,” as he called it, was the only way to protect millions of individuals, as well as the broader economy, from fiscal ruin in the face of spiraling unemployment due to advances in automated technology.

That particular day of reckoning has yet to arrive. But an equally dire set of circumstances — playing out in a more compressed time frame — is set to vindicate Yang’s argument for putting cash straight into the pockets of millions of Americans.

In response to the economic threat posed by the spread of COVID-19, the highly contagious virus that has emptied out hundreds of thousands of schools and businesses virtually overnight, the Trump administration on Tuesday announced its intention to mail checks to Americans as quickly as possible. Consensus has formed at warp speed that this is the most effective way to help suddenly cash-strapped people pay their bills and keep the economy afloat."

Það er mjög líklegt að sú ríkisstjórn sem núna situr og Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra í muni horfa til einhvers konar borgaralauna og það hefði verið betra að fjármálaráðherra okkar væri meiri hugsuður í langtímalausnum samfélaga í kreppu og á óvissutímum og minna skólaður í að vera fulltrúi ættarveldis sem hugsar um eigin hagsmuni.

 

Bjarni hjólar í borgaralaun 29. septembe 2016

Bjarni: „Það alvitlausasta sem ég hef heyrt“ Viðskiptablaðið 29. september 2016


Fjármálaráðherra sagði fyrir fjórum árum:

„Hug­mynd­in um borg­ara­laun geng­ur út á það að all­ir full­orðnir fái op­in­bera fram­færslu óháð því hvort þeir eru í vinnu, jafn­vel vel borg­andi vinnu, eða hafi aðra fram­færslu. Þetta er eitt­hvað það al­vit­laus­asta sem ég hef heyrt lengi,“ skrifaði Bjarni á síðu sinni.

En tímarnir breytast og mennirnir með.

 

Tenglar

Bjarni boðar borgaralaun -„Þar sem ríkið bók­staf­lega taki starfs­menn á launa­skrá sína“

Mnuchin warns senators lack of action could result in 20% unemployment rate, source says

Andrew Yang ‘Pleased’ To See Trump Adopt Universal Basic Income-Like Plan To Help Fight Coronavirus

Trump Want immediate casn handouts to Americans

 

 

(mynd er frá Vectormine)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

væri hugmynd um að eldriborgarar og öryrkjar fengju smá endurgreiðslu á þjófnaði stjórnvalda til að hafa mat og nauðsinjar meðan þeir lifa sitt síðasta ? eða er þessi pest sett í gang til að fækka aumingjum ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.3.2020 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband