Norðurlönd versus ríki Engilsaxa (USA og Bretland)

Núna loka Norðurlönd og bæði í Noregi og Danmörku eru heiftarleg viðbrögð við Covid-19 sóttinni og  á Írland líka. Reyndar er Svíþjóð ekki með svona lokunarstefnu. Stefnan í Noregi og Danmörku er í sterkri andstöðu við það sem forsætisráðherra Bretlands hefur tilkynnt og það er næsta víst að forseti Bandaríkjanna muni kynna á morgun eða næstu daga sams konar viðbrögð og Bretland. Hér má sjá Boris á blaðamannafundi í dag.

Mér sýnist þessi stefna Boris vera að það þjóni engum tilgangi að reyna að stemma útbreiðslu sóttarinnar, það þjóni engum tilgangi að loka skólum eða hafa fólk í sóttkví. Eiginlega að það verði bara að bíða eftir að sóttin gangi yfir og "vernda viðkvæma hópa" og bara reyna að tryggja að það komi ekki meiri kúfur á heilbrigðiskerfið en það ráði við. Reyndar heyrist mér þetta dáldið í sama anda og íslenski sóttvarnalæknirinn boðar. 

Það er áhugavert að heyra einn breska sérfræðinginn sem talaði eftir Boris að Bretar búast við að það verði mánuður í að sóttin verði komin á sama stig í Bretlandi og núna í Ítalíu og það verði tíu vikur þar til sóttin nær hámarki. Þetta er sem sagt spurning um þrjá mánuði eða svo. Maður verður að búa sig undir það.

Það er skrýtið að lönd skuli hafa svona mismunandi viðhorf til hvernig viðbrögðin eigi að vera, kannski er það vegna þess að t.d. á Norðurlöndum er tiltölulega mikil almenn velferð, gott heilbrigðiskerfi sem þjónar öllum, ekki bara þeim ríkustu. Kannski er það vegna þess að þegar smitið er orðið mjög útbreitt í samfélaginu þá þjóna svona sóttkvír og lokanir ekki miklum tilgangi. Það má vel vera að smit sé orðið mjög útbreitt í USA og það virðist vera í gangi einhvers konar feluleikur með hvað margir hafa verið skimaðir við Covid-19 og að manni virðist engin áform á vegum USA stjórnvalda að reyna að meta það eða rannsaka. Ég dreg þá ályktun að forseti USA ætli að fara sömu leið og Boris vegna þess að hann tvítaði með velþóknun í dag orðræðu læknis sem var í viðtali í sjónvarpi í USA sem mælti með því og lét fylgja með að víst væru þeir (Bandarísk stjórnvöld með útpælt plan. Plan um að gera ekki neitt. 

Það er annars engum orðum eyðandi á það sem Bandaríkjaforseti aðhefst og segir nema að vekja athygli á því að það er þessi venjulega orðræða hans sem er alls ekki óútpæld heldur afrakstur af greiningum á hvernig hundaflautustjórnmál virka á hans væntanlegu kjósendur, þá sem eru líklegir til að kjósa hann.  Þannig er orðræðan um "foreign virus" og ferðabannið á Evrópu og skilgreining á óvininum sem Schengen Evrópa og Kína bara venjuleg taktik þessa þjóðarleiðtoga. 

En það verður að líta á orðræðu hans sem einhvers konar stríðsyfirlýsingu gagnvart Evrópu og líka bandalagið Boris-Trump, tætlur heimsveldis sem er að hrynja.

Núna þegar menn af Asíuuppruna búsettir í USA  kaupa sér byssur ef svo skildi fara að þeir þurfi að verja líf sitt fyrir óðum múg sem lætur sefast af orðræðu um að það sé einhvern veginn þeim að kenna að nú fari sótt um heiminn þá getur maður rétt ímyndað sér hvernig skíðafólkinu norræna líður sem kom frá Tyrol og Ítalíu. Alla vega kenna Danir þessum 135 skíðamönnum um að hafa komið með veikina til Danmerkur.


mbl.is Noregur lokar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband