Þegar Trump kýldi niður kórónaveiruna

Hinn víghreifi leiðtogi Bandaríkjanna Trump lýsti yfir sigri í stríði sínu við kórónaveiruna og gerði það á sinn hefðbundna og einfalda hátt, hátt sem virðist höfða til kjósenda hans og þeir skilja og sannfærast af. Trump sagði:

"It came out of China,
I heard about it,
and we made a good move:
We closed it down.
We stopped it.”

Hér er tengill á myndband frá CNN þar sem Trump lýsir sigri á veirunni.

Fact check:White House falsely claims the coronavirus has been contained in the US

Hér er grein um hvernig staðið er á skimunum í USA

Absolutely Chilling: Reports From Frontlines of Coronavirus Outbreak Reveal Roadblocks to Testing, Lack of Safety Protocols

Hér er orðræða Trumps eins og Hvíta Húsið birtir hana frá orði til orð. Hann er nokkuð kokhraustur.

Hvíta Húsið (orðræða Trumps)

Í gær voru ekki nema um 78 skráð tilviki af Covid-19 í NY fylki þar sem er höfuðborg heimsins, hin iðandi hringiða New York City þar sem býr fólk ættað frá öllum heimshornum samtvinnað í miklum þrengslum og íbúafjöldinn er margar milljónir en á sama tíma voru skráð tilvik af Covid-19 á Íslandi orðin 50 og voru nánast öll rakin til fólks sem hafði verið í skíðafrí eða öðru frí á Ítalíu. Í gær var líka mikill viðbúnaður að taka á móti hópi fólks að koma úr skíðaferð frá Ítalíu, flugfreyjur voru í geimgalla og hentu samloku í farþegana og farþegarnir voru settir í sóttkví um leið og þeir innrituðu sig í vélina.

Þetta eru ótrúlegar tölur og mjög sennilega er verulegt vanmat á hvað margir eru smitaðir í New York City. 

Það er mjög skrýtið hve erfitt er að fá skimun í USA og meira segja hjúkrunarfræðingi  sem er veikur eftir að hafa annast sjúkling með greint smit var neitað um skimun, fyrst á þeim forsendum að hann gæti ekki hafa smitast ef hann hefði fylgt reglum og síðar út af einhverjum formsatriðum. 

Það er skrýtið að heyra leiðtoga Bandaríkjamanna tala og það eykur ekki tiltrú á að þar sé af semningi slegið. En ég ég treysti heldur ekki  íslenskum stjórnmálamönnum né íslenskum fjölmiðlum og  ég er ekki viss um að  íslensk heilbrigðisyfirvöld segi okkur satt og rétt frá útbreiðslu Covid-19 á Íslandi.

Það er vegna þess að fjölmiðlun okkar tíma og ef til vill fjölmiðlun allra tíma býr til hetjusögu, hetjusögu af þeim valdamestu og þeim sem búa yfir upplýsingum og aðgengi að gæðum um hvernig þeir séu eins slökkviliðsmaður með slöngu að sprauta vatni á elda og slökkva þá. Ég held samt að allir hér á Íslandi reyni sitt besta og ljúgi ekki beinlínis að almenningi.

 

En það er skrýtið að fylgjast með fréttaflutningi á Íslandi og fréttaflutningi í öðrum löndum. Hér á Íslandi er alveg örugglega vel fylgst með hvort fólk af skíðasvæðum í Ítalíu beri hingað með sér smit og það er skimað eftir því og fólk sett í sóttkví þó það sé ekki veikt. Og margir greinast, líka fólk frá skíðasvæðum sem áttu ekki að vera nein hættusvæði.

Ef íslenskar fréttir undanfarinna daga eru skoðaðar þá má óbeint lesa úr þeim boðskapinn "við erum óhult ef bara við pössum að þessir Íslendingar sem koma úr skíðafríinu sínu verði heima næstu tvær vikurnar". Eins og það séu ekki aðrar smitleiðir. Ennþá halda ferðamenn áfram að koma til Íslands og mjög margir komu hingað frá Kína alveg þangað til nýlega. Það er er líklegt að smit berist og dreifist  alls staðar þar sem fólk víðst vegar að kemur saman en það er líka líklegt að það smit finnist ekki fyrr en margir hafa veikst ef ekki er leitað að því. Það er lögð ofuráhersla núna á umfjöllun um þessa einu tegund af smitleið - Íslendingar að koma frá skíðasvæðum og þar sem er leitað að smiti þá finnst það. 

Það getur verið að heilbrigðisyfirvöldu séu núna sé í kyrrþei skimað fólk sem vinnur í nánu samneyti við ferðamenn, fólk á hótelum, veitingastöðum og annarri ferðaþjónustu. Ég vona það. En ég veit af fréttum frá USA og fleiri löndum að það er alls ekki hlaupið að því fyrir almenning að fá skimun fyrir Covid-19 og hugsanlega hafa stjórnvöld í mörgum löndum m.a. vegna ferðamannahagsmuna og annarra viðskiptahagsmuna ekki lagt neina áherslu á greiningu. Þar sem veikin er ekki greind er hún ekki til nema neðanjarðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband