9.2.2020 | 15:31
Trump í kosningaham og kosningasigurvegarinn Boris Johnson
Ég horfi í skelfingu á loddarann ameríska þeysast inn í næstu amerísku kosningar þar í landi og fátt sem bendir til annars en hann muni halda völdum. Hinu megin Atlantsála fagnar annar loddari á Bretlandseyjum seinasta kosningasigri.Það er margt líkt með þessum tveimur toppfígúrum, ekki bara að þær séu upplitaðar ljóskur heldur líka það sem þær segja. Og gera. Líka hvernig þær umgangast sannleikann og umhverfa sannleikanum eins og hentar þeim hverju sinni. Og komast upp með það.
Ekki einu sinni í okkar heimshluta erum við óhult. Hér á Trump sér formælendur sem mæra gjörðir hans og snúa sannleikanum á hvolf. Ég skoðaði áðan moggabloggið og fór að hugsa að kannski væri best að flýja Ísland. Kannski eru þetta orðnar viðteknar skoðanir á Íslandi. Skoðanir eins Gunnar Rögnvaldsson viðrar í þessu bloggi og annar moggabloggari tekur undir í blogginu Sannleikurinn um Trump Fyrir einhverjum misserum hugsaði ég og hló við að ég vissi ekki um neinn á Íslandi sem styddi Trump og hugsaði annað en hann væri botnlaus hallærisleg fígúra en núna eftir það loddarinn ameríski hefur sett nýjan botn æ ofan í gjörðum sínum og orðum gengur maður undir mann á Íslandi að blessa Trump eins og mannkynsfrelsara sem bægir drepsóttum frá. Bæði þessi blogg eru dæmi um vaxandi öfgahyggju á Íslandi og líka dæmi um hve auðvelt er að búa til óvin og hagræða sannleikanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú sættir þig væntanlega við að lýðræðið hafi síðasta orðið? Berð væntanlega virðingu fyrir þeim meirihluta kjósenda sem ákveður framhaldið næstu 4 ár.
Þannig virkar þetta vist. Ef fólki þykir einhver ekki standa umdir væntingum, þá rekur það hann bara í næstu kosningum. Tala nú ekki um ef einhver býður betur.
Mig grunar að endalausar málsóknir og afsannaðar samsæriskenningar a hendur Trump hafi hjálpað honum, svo demókratar geta bara sjálfum sér um kennt. Fólk einblínir ekki bara á þá sem hafa völdin sérðu til.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2020 kl. 18:35
þú tekur stórt upp í þig kona i þessum andstyggilegu lýsingum þínum á þessum tveim frambjóðendum fra BNA og UK.sem mér kemur ekkert við þótt þér líki þeir ekki,en endalsusar lygaþvæla um þá sértaklega þann friðelskandi TRump,en hann veit ef hann gefur óvinum sínum eftir er lýðræðið á heljar þröm,nokkuð sem -toppfigurarnar hér heima eru á leið með að eyðaleggja.
.
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2020 kl. 08:46
Ég er algjörlega sammála Jóni Steinari og Helgu. Það væri ekki ónýtt ef við Íslendingar hefðu einhvern tíma forsætisráðherra á borð við Boris Johnson sem er að efna loforðið um að Bretland öðlist sjálfstæði frá ógnarstjórn ESB.
Það er rétt, að ekkert getur komið í veg fyrir að Trump fái Hvíta húsið á nýjan leik. Ekki einungis vegna þess efnahagslega bata sem hefur orðið í forsetatíð Trumps, heldur líka vegna hversu illa hinir tapsáru og hatursfullu Demókratar hafa haldið á málunum undanfarið auk þessara frambjóðendur flokksins, sem enginn heilvita maður (eða kona) vill sjá í forsetaembætti.
Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2020 kl. 11:16
Mörgu sem þú skrifar er ég sammála. Alveg er ég sannfærður um að Trump muni tapa kosningunum í haust og Bretar koma skríðandi til EU eftir fáein ár.
Annars er ég feginn að þú skulir aftur vera farin að blogga á Moggabloggið vinstri sinnaðar skoðanir hafa ekki verið áberandi þar undanfarið. Held að það (Moggabloggið)sé að ganga í endurnýjun lífdaga. Ekki finnst mér að þú eigir að hafa áhyggjur af Gunnari Rögnvaldssyni eða Halldóri Jónssyni.
Loftslagsmál eru samt mál málanna núorðið. Jafnvel Grindavíkur-gosið og Wuhan-veiran falla í skuggann.
Sæmundur Bjarnason, 11.2.2020 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.