Óli skans


800px-Jitterbug_dancers_NYWTS

skansinnHver var ţessi Óli skans og hvers vegna var Vala kona hans svona mikill vargur?

Óli skans mun fćđst á bć viđ Bessastađaskans sem var strandvirki sem Danakonungur kom upp ţar. Óli skans fćddist um 1842 og foreldrar hans ţau Eyjólfur og Málfríđur bjuggu  í litlum bć í Skansinum á Bessastöđum. Skansinn var upphlađinn garđur fyrir fallbyssur fógetanna á Bessastöđum og Óli skans ţar alinn upp í torfbađstofu  sem foreldrar Óla höfđu. Ţau höfđu líka túnblett fyrir eina kú.

 Óla skans er lýst svo:

"Hann var međalmađur ađ vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, enniđ lágt, nefiđ frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakađur. Hann var međ frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miđju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breiđ. Hann var lotinn í herđum. Var hann ţrifnađarmađur hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglađur, en enginn söngmađur. Hann var kenndur viđ fćđingarstađ sinn og kallađur Óli Skans, og er viđ hann kennt hiđ alkunna danslag, sem allir ţekkja, en vísan er svona:
Óli Skans, Óli Skans,
er nú hér á róli
Fía hans, Fía hans
fćr hjá honum skjóliđ.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ein orna honum
Fram í eldhús til hennar
tíđum leggur göngurnar.

Ólafur ţessi var vinnumađur nokkur ár hjá móđur minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjađi formennsku. Hann var liđlegur sjómađur, og féll mér ágćtlega viđ hann. Ólafur varđ síđar holdsveikur og dó á spítalanum í Laugarnesi."

Átti Óli skans  sem sagt enga konu sem hét Vala og var hann ekkert tengdur skansi nema ađ ţví leyti ađ hann ólst upp á litlum bć í lendingunni á Bessastöđum? 

Óli skans virđist hafa vakiđ upp sköpunarkraft skálda og Stefán Jónsson yrkir um Óla og í kvćđum Stefáns hefur Fífa breytst í Völu. Svo hefur Loftur Guđmundsson líka vísun í Óla skans oftar en einu sinni í kvćđinu Réttarsamba. Ég giska á ađ fyrsta vísan um Óla skans ţar sem hann vildi láta Fíu orna sér hafi veriđ sungin viđ ákveđiđ danslag og svo hafi ţađ fylgt Óla eftir, dansarnir breytast međ tímanum og ég man ekki hvađ dansinn hét sem mađur lćrđi í danstímum bernskunnar og undir var spilađ og sungiđ lagiđ um Óla skans, hét dansinn skottís eđa eitthvađ annađ? En ţessi danstaktur tíđarfarsins sem fylgir Óla skans međ nafn sem minnir á dans kveikir líka upp fylgikonur, Fía og Vala og Gunna. Fía hlýjar Óla, Vala ráđskast međ hann en Gunna svíkur Jónka bónda ţegar Jónki hoppar taktfastur  í Óla skans ţá hleypur hún á brott međ vegavinnustráki en samt á Jónki hana eiginlega, er hún ekki hans kaupakona? Í Réttarsamba er bóndinn sem dansar Óla skans ekki í takt viđ kaupakonuna, ţađ eru komnir nýir tímar og nýr danstaktur. 

ÓLI SKANS
Óli skans, Óli skans,
ógnar vesalingur,
Vala hans, Vala hans
veit nú hvađ hún syngur.
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.

Óli er mjór, Óli er mjór.
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór.
Vala er eins og risi.
Óli, Óli, Óli skans.
Sjá hve ţú ert sauđarlegur,
segir konan hans.

Ţú ert naut, ţú ert naut.
Ţannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viđbeiniđ í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Vođalegur vargur er hún
Vala, konan hans.

 

Réttasamba

Ljóđ eftir Loft Guđmundsson
viđ lag Gunnars Guđjónssonar.

Á grundinni viđ réttarvegginn ganga ţau í dans,
og Gunna stígur jitterbugg en Jónki Óla-skans;
Jónki bóndi í hjáleigunni og kaupakonan hans.
Brosljúf ástfús borgarmćr, sem bregđur ei viđ neitt,
ilmvatnsţvegin, uppmáluđ og augnabrúnareitt, 
og Jónki hefur rakađ sig og rauđan lubbann greitt.
Hć-hć og hó-hó, tóna töfra og kalla.
Hć-hć og hó-hó, hljóma klettar fjalla.

 
Og fullur máninn gćgđist yfir grettiđ tindaskarđ;
geislasindri fölvu stráir laut og döggvott barđ.
Er ţađ bara blćr, sem pískrar bak viđ réttargarđ?
Heitt ađ Jóni hallast Gunna, hvíslar: — Ég er ţreytt ....
Hvađa fjas og vitleysa, — og Jónki brosir gleitt.
Ó, hann Jónki, ţađ erkiflón, sem aldrei skilur neitt.
Hć-hć og hó-hó, grund viđ dansinn dynur.
Hć-hć og hó-hó, harmonikan stynur. 


Á grundinni viđ réttarvegginn gengiđ var í dans,
og ţegar Jónki ţreyttist á ađ ţramma Óla-skans,
vegavinnustrákur stökk af stađ međ Gunnu hans
og fullur máninn gćgđist yfir Grettistindaskarđ
glottir ţegar Jónki skimar út um laut og barđ

hamingjan má vita hvađ af henni Gunnu varđ.
Hć hó hć hó, harmóníkkan stynur
Hć hó hć hó, dimmt í fjöllum dynur.

Ólafur Ragnar Grímsson var áhugasamur um sögu Óla skans nafna síns sem ólst upp í Bessastađalendingunni. Hann frćddi oft gesti um Bessastađaskansinn og tvinnađi ţar Óla skans inn í söguna en tók eftir ađ krakkarnir ţekktu ţá ekki til ţessa vinsćla danslags. Ólafur var hvatamađur ađ Óla skans hátíđ Heiđaskóla og hér er viđtal og krakkarnir ađ dansa Óla skans.

Heimildir:

Kristinn Jóhannesson, Ţćttir úr landvarnasögu Íslendinga – Saga, 1. tölublađ (01.01.1968), bls. 122-138

Kvćđi Stefáns Jónssonar Harpan, 9-12. tölublađ (01.12.1937), bls 186

Skansinn og Bessastađastofa (ferlir.is)

Innfelld Youtube myndbönd eru međ flutningi Megasar á Óli Skans og flutningi hljómsveitarinnar Lummurnar á Réttarsömbu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtilega fróđleg samantekt hjá ţér, Salvör, en í einni setningu hefur eitthvađ falliđ úr eđa brenglazt, sem ţú lagar eflaust

"Fía hlýjar Óla, Vala ráđskast međ hann en Gunna svíkur Jónka bónda ţegar Jónki hoppar taktfastur  í Óla skans ţá hleypur hún á brott međ vegavinnustráki en samt Jónki hana eiginlega, er hún ekki hans kaupakona?"

Jón Valur Jensson, 18.4.2018 kl. 10:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk kćrlega fyrir ţetta. Bloggađi einhvern tíma um ţetta sérkennilega par sem á okkar dögum gćti orđiđ grunnur ađ ţví ađ einhver myndi eftir Óla, stigi fram og segđi: "Me too."

Ómar Ragnarsson, 18.4.2018 kl. 12:53

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jón Valur, ţađ vantađi  bara inn orđiđ á  átti ađ vera "en samt á Jónki hana eiginlega, er hún ekki hans kaupakona"

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.4.2018 kl. 11:30

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ómar, ţađ vćri gaman ađ fá slóđ á bloggiđ ţitt um Óla skans, ég reyndi ađ fletta upp öllu sem um hann var skrifađ í ţessarar rannsóknarbloggmennsku minni um Óla skans. Eitt sem ég fann ekki ţađ var hvađa danslag og tónlist var viđ fyrsta Óla skans textann, "hiđ alkunna danslag sem allir ţekkja". Mér sýnist á textanum ţađ ekki hafa veriđ sama lag og dans og viđ syngjum núna um Óla skans og Völu hans. Mér sýnist líka á textanum ađ ţađ hafi veriđ einhver svoleiđis hreyfing í laginu ađ karlar hafi komi í fađm kvenn og karl og kona lagt saman vanga "fćr hjá honum skjóliđ, Óla er kalt á kinnunum..." Dettur í hug ađ ţetta hafi veriđ dans eins og "fyrst á réttunni, svo á röngunni" eđa kokkurinn, eitthvađ sem fólki ţótti skemmtilegt og sagt "nú dönsum viđ Óla skans" eins og "nú dönsum viđ kokkinn" (hver var annars ţessi kokkur?

Óli Skans, Óli Skans,
er nú hér á róli
Fía hans, Fía hans
fćr hjá honum skjóliđ.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ein orna honum
Fram í eldhús til hennar 
tíđum leggur göngurnar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.4.2018 kl. 11:38

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér var bent á ţessa Óla skans hátíđ í Heiđaskóla, ţađ var Ólafur Ragnar Grímsson sem kvatti til hennar. 
https://www.youtube.com/watch?v=5oPDP9DRKdg

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.4.2018 kl. 13:41

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góđ hvatning frá forsetanum og hafđi skjót og mikil áhrif til ađ endurvekja ţennan gamalkunna dans!

Jón Valur Jensson, 20.4.2018 kl. 01:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband