Lögleysa að miða fasteignaskatta við 5 og 6 staf í kennitölunni

Það er alveg andstætt anda laga um skatta og jafnræðisreglur að sveitastjórnarmenn ákveði upp á sitt eindæmi að sumir íbúar eða fyrirtæki greiði skatta af eignum og sumir greiði enga skatta af eignum. 

Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynna það sem helsta kosningaloforð sitt að fólk sjötugt þurfi ekki að borga fasteignaskatta.

Það er með ólíkindum að stjórnmálaflokkur lofi að einn hópur sleppi við að borga skatta af því að er fimmta og sjötta tala í kennitölunni eru 48 eða lægri. 

Það er enginn stoð í lögum fyrir svona hróplegri mismunun. í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimild til að leggja lægri tekjuskatta eða fella niður á efnalítið aldrað fólk. En það er enginn lagastoð fyrir svona hræðilegri ósvinnu. það er bent á í umfjöllun Stundarinnar að þetta kosningaloforð Sjálstæðislokksins nýtist fyrst og fremst ríku fólki. Það er að mínu mati ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að þetta er hræðileg stjórnsýsla og ólögleg og óréttmæt og sýnir hvaða straumar leika um framboð Sjálstæðisfokksins núna.


mbl.is Eldri borgi ekki fasteignaskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo eru margir eldri borgarar (

þó ekki allir ) býsna vel stæðir og þurfa þetta ekkert.

Hörður (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband