13.4.2018 | 16:39
Umskurðarbann á Íslandi er bæði heimóttarlegt og heimskulegt
Það gerist varla heimóttarlegra en að vilja halda til streitu á Íslandi að setja hér á landi lög sem hafa litla sem enga þýðingu fyrir íslenskar aðstæður, hafa ekkert að segja varðandi mannréttindi og ofbeldi en munu móðga 1.8 milljarða múslima og 17 milljónir gyðinga og skaða viðskiptahagsmuni íslenskra aðila um aldur og ævi. Ég efa það ekki að flytjandi umskurðarfrumvarpsins og þau sem eru sammála frumvarpinu telji að hér sé brýnt mannréttindamál.
Ég sé það ekki, eina sem ég sé er ónauðsynlegt inngrip varðandi líkama sveinbarna, inngrip sem á þó ekki að vera hættulegt heilbrigðum börnum ef það er gert við réttar heilbrigðisástæður en líka inngrip sem hefur trúarlega merkingu hjá stórum hópi (næstum tveir milljarðar) en þó ákaflega litlum hópi fólks sem búsett er á Íslandi. Almennt finnst mér löggjafi ætti að stíga varlega niður að banna atferli sem eru hluti af menningu (ekki síst menningu jaðarsettra hópa) og það verða að vera afar góð rök fyrir því.
Það getur verið að rökin séu fyrir hendi í þessu máli þó ég hafi ekki komið auga á það. Það getur verið að þetta skipti máli fyrir líf margra sveinbarna á Íslandi þó ég sjái það ekki. En ég sé ákaflega skýrt að slík lög myndu verða til að framandgera og jaðarsetja ákveðna menningu og þeir sem tilheyra þeim hópum sem slík lög beinast að munu telja lögin vera fokkmerki framan í sig, lög sem stjórnast af óbeit á ákveðnum hópi. Ég sé líka ákaflega skýrt að þær næstum 2 milljarðar manns sem tilheyra þessari menningu á heimsvísu munu telja slík lög stjórnast af hatri á þessum hópum vegna trúar og uppruna. Það hefur líka sýnt sig með þeim umsögnum sem hafa komið erlendis frá við umskurðarfrumvarpinu.
Ég dáist af hugsjónafólki sem lætur sig engu varða þó það hafi afleiðingar að standa með hugsjón sinni. En ég dáist ekki að fólki sem hefur ekki burði til að horfa fram fyrir sjálfa sig og það litla umhverfi sem við lifum við hérna á Íslandi þar sem við erum svo lík hvert öðru að við næstum hugsum eins og finnst það sama ætti að eiga við um heiminn utan Íslands. Það gerir það nefnilega ekki.
Það er ákveðið mál sem þeir sem ekki vilja horfast í augu við viðbrögð ytri aðila á því sem hér er samþykkt ættu að kynna sér. Björk Vilhelmsdóttir fyrrum borgarfulltrúi lagði fram tillögu á sínum síðasta fundi í borgarstjórn árið 2015, tillögu sem var samþykkt en það er gömul venja að samþykkja alltaf síðustu tillögu fráfarandi borgarfulltrúa.
Tillagan var svona:
"Borgarstjóri samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir"
Það er skemmst frá að segja að þessi tillaga olli miklum úlfaþyt og varð til þess að aðilar af gyðingauppruna sem voru í viðskiptum við Ísland og ætluðu að fjárfesta hér brugðust afar illa við og ætluðu að hætta við viðskipti og fjárfestingar og komin var á stað herferð að sniðganga íslenskar vörur. Þetta var gríðarlega alvarlegt mál og borgarstjóri sá sér ekki fært annað en afturkalla áður samþykkta tillögu borgarstjórnar. Það er engin ástæða til að ætla annað en viðbrögð þess stóra alþjóðlega hóps sem telur þessu lagafrumvarpi beint gegn sér og endurspegli fordóma muni reyna að skaða hagsmuni Íslendinga sem mest.
Það hefur verið umræða um þetta umskurðarmál á ýmsum spjallþráðum. Ég reyndi einu sinni að blanda mér í umræðuna með að bera þetta mál saman við siði sem er við lýði í sumum löndum, sið sem fellst í því að gata eyru ungbarna, einkum meybarna. Ég læt fylgja hér með hluta af umræðunum, ekki undir nafni nema mínu nafni.
Salvör: Mér finnst algjörlega vanta að vekja athygli á pyntingum og líkamsmeiðingum á stúlkubörnum víða um heim sem tengjast því að það eru stungin göt á eyrnasnepla þeirra. Þetta virðist bara eiga við um stúlkubörn, ég held að það tíðkist ekki að pynta sveinbörn svona.
S: "Ég held að það ætti að ræða götun á eyrum barna bara á sér vettvangi. Þetta á ekki heima í umræðunni um umskurð drengja . Umskurður drengja á skilið sér umræðu og er nógu alvarlegt mál til að eiga að fá fullan fókus í þeirri umræðu. Við náum aldrei neinu fram ef við erum alltaf að fara út um víðan völl. Þú ættir að stofna til sér umræðu ef þú vilt ræða götun á eyrum ungra barna."
Salvör: "Af hverju er umskurður drengja eitthvað sem á "skilið sérumræðu" og má ekki blanda í annars konar líkamlegar pyntingar á börnum? Ég tel að það sé einmitt mjög gagnlegt að ræða og afhjúpa viðhorf okkar til ýmis konar pyntinga og líkamsbreytinga. Hvað með tatto, fegrunaraðgerðir, líkamlegar kynbreytiaðgerðir? Mér finnst þetta allt af sama meiði og hollt fyrir hvern mann að horfast í augu við eigin fordóma."
S: "Umskurður drengja er mun flóknara pólitískt fyrirbæri en eyrnagötun. Sjálf myndi ég aldrei gata eyrun á litlu barni, en eyrnasneplar eiga þó séns á að gróa en forhúðin ekki. Hvert og eitt þessara atriða sem þú nefnir á skilið sér umræðu vegna þess að þetta eru ólík atriði, mis umdeild, mis alvarleg, mis afturkræf og annað eftir því. Ef þú ætlar að ræða þetta allt saman á einum vettvangi nærðu engu fram. Það er ekki séns að ná í gegn frumvarpi gegn umskurði drengja ef þú ætlar að hafa eyrnagötun í sama frumvarpi. Stundum þarf maður að taka eitt skref í einu og ræða einn hlut í einu.
Þetta þýðir ekki að umræðan um eyrnagötun megi ekki fá að taka pláss og sé ekki nauðsynleg, þetta þýðir bara að þú græðir ekkert á að troða því inn í aðra umræðu um aðra hluti."
J: "Já Salvör það er hollt að horfast í augun við eigin fordóma. Til að ég skilji þig í samhengi þessarar umræðu, finnst mér það vera fordómar að vilja lögfesta bann við umskurði drengja?"
Salvör: "J nei, mér finnst það ekki fordómar að vilja setja lög sem banna pyntingar og meiðingar á ungbörnum. Það er hins vegar glerljóst í mínum huga að 1) múslímar og gyðingar líta á slíkt bann sem fordóma í garð sinnar menningar 2) umskurður er áhættulítil aðgerð ef hún er gerð á sjúkrahúsi og hefur hugsanlega einhverja heilsufarskosti (sb hér https://www.mayoclinic.org/.../circumc.../about/pac-20393550 ) 3) umskurður sveinbarna er ekki mikið vandamál hér einfaldlega vegna smæðar samfélagsins og ef slík lög væru sett hér í gildi þá væri þetta beint gegn örfáum fjölskyldum sem þegar eiga í vök að verjast vegna fordóma, þetta verður í augum þeirra (og í augum umheimsins þ.e. þeirra hundruða milljóna sem eru af þeirri menningu þar sem umskurður er hluti af hefð) merki um fjandsamlegt og púrítaniskt viðhorf íslensks samfélags gagnvart ákveðinni framandi menningu.
Almennt finnst mér löggjafi ætti að stíga varlega niður að banna atferli sem eru hluti af menningu (ekki síst menningu jaðarsettra hópa) og það verða að vera afar góð rök fyrir því og reyndar ætti Ísland þar að vera samstíga Norðurlöndum. Það er sumt sem hefur komið inn í íslensk lög t.d. bann við líkamlegum refsingum barna sem ennþá er stór hluti af menningu margra þjóða. Ég held að fáir Íslendingar vilja fara aftur til þess tíma að börn væru barin sundur og saman eins og harðfiskar. Er umskurður ofbeldi á sama hátt og að berja börn? Ég myndi vilja umræðu um það. Fyrir mér og miðað við það sem ég hef lesið um umskurð þá er um að ræða ónauðsynlega breytingu á líkama. Alveg á sama hátt og að gata eyrnasnepla eða setja húðflúr á börn. Eða fegrunaraðgerðir á börnum. Það er fyrir mér fínt ef það er í lögum að slíkt inngrip verði að gerast undir handleiðslu og samþykki og ráðleggingum heilbrigðistarfsfólks.
En að taka umskurð einn og sér getur verið tilraun til að framandgera og jaðarsetja ákveðna menningu og stjórnast af óbeit á ákveðnum hópum."
Hótanir og þrýstingur afþakkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Athugasemdir
1.8 billjón múslima segir þar, reyndar er um að ræða 1,8 milljarða.
Björn S Stefánsson, 13.4.2018 kl. 17:04
takk fyrir ábendinguna. Þetta var ansi mikið fjölgun hjá mér. búin að leiðrétta
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.4.2018 kl. 17:45
Salvör K Gissurardóttir
Það er ótrúlegt að til sé manneskja sem finnst heimóttalegt og heimskulegt að banna að meiða börn.
Í langflesturm tilfellum er enginn tilgangur með umskurði ekki læknisfræðilegur og ekki einu sinni trúarlegur, þessi ósiður á ekki trúarlegar rætur skv. mér vitrari mönnum. Að tala um menningarlegar rætur í þessu tilfelli er ekki rétt því það er ómenning að meiða börn.
viljum við að giðingar fái að stunda auga fyrir auga refsingar á íslandi og múslimar handarhögg fyrir þjófnað, þetta eru þó refsingar sem nefnd eru í þeirra trúarritum.
Vilhjálmur Baldursson, 13.4.2018 kl. 17:49
Þetta snýst um að fara ekki að glæpavæða 3000 ára gamla siði og snýst um refsirammann, sem er fáránlegur í tilfelli umskurðar á sveinbörnum.
Það er engin læknisfræðilegur tilgangur með allskonar aðgerðum, en samt eru þær gerðar á heilbrigðisstofnunum. Það er t.d. oft engin læknisfræðilegur tilgangur með fóstureyðingum, en þær eru framkvæmdar, því öllu heilli er betra að það sé gert við hreinlegar aðstæður af fagmönnnum, heldur en einhverstaðar "underground".
Valur Arnarson, 13.4.2018 kl. 18:09
Vilhjálmur, vinsamlega lestu betur það sem ég skrifaði. Ég sagði aldrei að það væri heimóttarlega og heimskulegt að banna að meiða börn. Ég sagði að umskurðarbann á Íslandi væri heimóttarlegt og heimskulegt og rakti eins vel og ég gat röksemdir mínar fyrir því. Í fyrsta lagi er lítið samfélag hérna að setja lög um hluti sem ekki eru vandamál í því samfélagi og setja lög á þann hátt að það verður ekki túlkað öðruvísi af umhverfinu en sem fyrirlitning skilningsleysi á bæði menningu múslima og gyðinga og fordómar. Það er a heimóttarlegt að sjá það ekki. Það er svo heimskulegt að halda að það hafi ekki nein eftirköst meðal umheimsins að setja slík lög.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.4.2018 kl. 18:15
Ég vil segja a∂ vi∂skiptahagsmunir skipta hér engu máli ... né heldur hvort ma∂ur mó∂gi einhverja "jólasveina" úti um heim.
Thad sem skiptir máli, er ad thetta er ekki hægt. Enginn tharf ad láta sér thad fyrir vitum, ad miljardar manna um heim allan muni ekki hafa áhrif á Íslenskar adstædur. Thess vegna munu thessi lög bara mismuna einstaklingum í landinu ... Múslimum verdur thetta leift, thví their eru "The master race", en ödrum verdur thetta bannad og kallad glæpur.
Ef mönnum er svona annt um börnin, á ad skilda fólk ad gera thetta vid mannlegar adstædur á sjúkrahúsum thar sem börnin fa tha umönnum sem thau thurfa.
Örn Einar Hansen, 13.4.2018 kl. 18:44
Guði sé lof að ekki komst á sá siður að klippa annað eistað af drengjum, fyrir x þúsund árum siðan, í nafni trúarinnar. Einhver hlýtur að hafa haft rangt eftir í rituninni á "prótókolinu", hreinlega misskilið textann, eða gleymt honum. Einhver núlifandi sem veit betur?
Eftir umskurð forhúðar á algerlega saklausum dreng kemur fúllskeggjaður maður og sýgur blóðið úr sárinu! Veit ekki með ykkur, en verandi á lífi árið 2018, með öllu sem því fylgir, þykir mér þetta full groddaleg aðferð við að innvinkla ómálga smábarn í trúsöfnuð, hvaða nafni svo sem hann nefnist. Mætti ég þá frekar fá vatnsakvettu á ennið sem smábarn. Hana gæti ég þó þvegið af mér er fram líða atundir og ég ekki sáttur, ef svo bæri undir. Farin forhúð verður aldrei aftur á kóng dregin, svo mikið er víst.
Hvort setja eigi lög um þetta, eða ekki, tja....þar er ég efins og höfða til réttinda barna, samkvæmt núgildandi lögum, ekki fyrir x....árum síðan, í þeirri von að fólk vitkist með árunum, eða jafnvel árþúsundunum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.4.2018 kl. 02:01
Salvör. Ég skrifa sjaldan hér en núna finnst mér rétt að segja mína skoðun. Þú vilt að það sé leift að meiða börn. Mér finnst að þess háttar fólk sé samfélaginu til skammar og væri best sett back við lás og slá, innan um tilsvarandi glæpalýð. Ég er að tala um þig, Salvör, þú ættir virkilega að skammast þín.
"Það getur verið að rökin séu fyrir hendi í þessu máli þó ég hafi ekki komið auga á það."
Þú ert skuggalega siðblind.
Hörður Þórðarson, 14.4.2018 kl. 03:24
Ráðumst að rót vandans og hættum að veita gyðingum og múslimum ríkisborgarétt á íslandi sem að væru liklegir til að framkvæma svona barna-kynfæra-kukl á bak við luktar dyr.
Jón Þórhallsson, 14.4.2018 kl. 10:22
Alltaf verður þessi umræða jafn biluð, og alltaf fara stuðningsmenn frumvarpsins í þann leik að gera andstæðingum þess upp skoðanir.
Það er þess vegna sem ekki er hægt að ræða þetta af neinni skynsemi.
Valur Arnarson, 14.4.2018 kl. 15:11
Hörður, þetta er ákaflega ruddaleg orðræða hjá þér. ég ráðlegg þér að leita þér aðstoðar og læra kurteisi. Ég vil hins vegar leiðrétta að ég er ekki að mæla því bót að börn séu útsett fyrir eitthvað sem veldur þeim þjáningu og kvölum. Það er margt sem gerir það. Sumt af því er nauðsynlegt eins og bólusetningar og sumar læknisaðgerðir. Tattóveting, eyrna götin og umskurður sveinbarna eru hins vegar dæmi um ónauðsynleg inngrip og að mínu mati óæskileg. En ég tel ekki að það eigi að banna slíkt nema þetta teljist ofbeldi og sé líklegt til að valda varanlegum skaða.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.4.2018 kl. 15:36
Jón Þórhallson, athugasemd þín sýnir berlega að afstaða sumra ræðst af óbeit og fjandsemi gagnvart fólki af ákveðnum uppruna.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.4.2018 kl. 15:39
Þakka þér fyrir þessa bloggfærslu Salvör, og ég tek hatt minn ofan fyrir þér. Vel mælt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2018 kl. 15:42
Takk fyrir svarið, Salvör, þó að það hafi verið heimskulegt og ómálefnalegt.
"En ég tel ekki að það eigi að banna slíkt nema þetta teljist ofbeldi og sé líklegt til að valda varanlegum skaða. "
Þú telur sem sagt að það eigi að banna þetta, því að það fer ekkert á milli mála að þetta er gróft ofbeldi og veldur varanlegum skaða.
Ég endurtek að þeir sem beita börnum ofbeldi og styðja slíkt eru glæpalýður. Lýður sem á enga kurteysi skilið.
Hörður Þórðarson, 14.4.2018 kl. 17:33
Takk Salvör fyrir að taka upp þessa umræðu með málefnalegum hætti. En eins og þú sérð skortir síst á fordómana hjá sumu fólki.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2018 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.